Þöggun Samtaka sauðfjárbænda? Margrét S. Björnsdóttir skrifar 26. ágúst 2011 06:00 Samtök sauðfjárbænda hafa beitt fjárhagslegu áhrifavaldi sínu og sagt upp verkefnasamstarfi við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vegna greinaskrifa og ályktana Þórólfs Matthíassonar, prófessors í hagfræði við HÍ. Vissulega geta bændasamtökin beint viðskiptum sínum þangað sem þeim hentar en ætti það þá ekki einnig að gilda um okkur, kaupendur framleiðsluvara bænda? En eins og allir vita standa samtök bænda þétt með stjórnvöldum í því að hindra að íslenskir neytendur geti, að eigin vild, keypt erlendar landbúnaðarvörur. Í greinunum, sem að sögn Þórólfs byggja á gögnum frá Bændasamtökunum sjálfum, eru upphæðir ríkisstyrkja til landbúnaðar gagnrýndar, fyrirkomulagið talið hefta framþróun í greininni og vera andstætt hagsmunum bænda og skattgreiðenda. Íslenskur landbúnaður fær einhverja hæstu ríkisstyrki í heimi samkvæmt OECD. Heildartilfærslur frá skattgreiðendum eru árlega 11 milljarðar og innflutningsverndin kostaði neytendur annað eins til skamms tíma, þó að lágt gengi krónunnar nú hafi lækkað þá upphæð. Hagsmunasamtök bænda fá af ríkisstyrknum til starfsemi sinnar. Þessi háu framlög til íslensks landbúnaðar eru öðru hverju gagnrýnd, en því miður hafa stjórnmálamenn og við sem störfum innan stjórnmálaflokka lítið látið okkur landbúnaðarkerfið varða, síðan Alþýðuflokkurinn var og hét, e.t.v. vegna skorts á þekkingu á kerfinu. Fréttir berast reglulega um að samningar stjórnvalda við bændur hafi verið framlengdir en engin umræða fer fram. Fjölmiðlar eða fræðimenn hafa lítið hjálpað okkur síðan hagfræðingarnir Þorvaldur Gylfason og Guðmundur Ólafsson gagnrýndu og greindu landbúnaðarkerfið ötullega fyrir allmörgum árum. Nú hefur Þórólfur Matthíasson sett málið rækilega á dagskrá í greinum í Fréttablaðinu að undanförnu. Ég þakka honum kærlega fyrir það og þá vinnu sem hann hefur lagt í greininguna, sem er kjörin til að byggja umræðu á. Eitt af því sem gagnrýnt var eftir hrun var skortur á gagnrýni og fræðilegri greiningu á íslenska fjármálakerfinu. Horft var m.a. til fræðimanna háskóla og þeir taldir hafa brugðist íslenskum almenningi. Markmið fræðilegrar umræðu um landbúnaðarkerfið er að bæta kerfið og gera það markvissara fyrir bændur og skattgreiðendur. Með fræðilegri greiningu á landbúnaðarkerfinu eru háskólakennarar því að rækja skyldur sínar við þá sem greiða þeim laun, íslenska skattgreiðendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Samtök sauðfjárbænda hafa beitt fjárhagslegu áhrifavaldi sínu og sagt upp verkefnasamstarfi við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vegna greinaskrifa og ályktana Þórólfs Matthíassonar, prófessors í hagfræði við HÍ. Vissulega geta bændasamtökin beint viðskiptum sínum þangað sem þeim hentar en ætti það þá ekki einnig að gilda um okkur, kaupendur framleiðsluvara bænda? En eins og allir vita standa samtök bænda þétt með stjórnvöldum í því að hindra að íslenskir neytendur geti, að eigin vild, keypt erlendar landbúnaðarvörur. Í greinunum, sem að sögn Þórólfs byggja á gögnum frá Bændasamtökunum sjálfum, eru upphæðir ríkisstyrkja til landbúnaðar gagnrýndar, fyrirkomulagið talið hefta framþróun í greininni og vera andstætt hagsmunum bænda og skattgreiðenda. Íslenskur landbúnaður fær einhverja hæstu ríkisstyrki í heimi samkvæmt OECD. Heildartilfærslur frá skattgreiðendum eru árlega 11 milljarðar og innflutningsverndin kostaði neytendur annað eins til skamms tíma, þó að lágt gengi krónunnar nú hafi lækkað þá upphæð. Hagsmunasamtök bænda fá af ríkisstyrknum til starfsemi sinnar. Þessi háu framlög til íslensks landbúnaðar eru öðru hverju gagnrýnd, en því miður hafa stjórnmálamenn og við sem störfum innan stjórnmálaflokka lítið látið okkur landbúnaðarkerfið varða, síðan Alþýðuflokkurinn var og hét, e.t.v. vegna skorts á þekkingu á kerfinu. Fréttir berast reglulega um að samningar stjórnvalda við bændur hafi verið framlengdir en engin umræða fer fram. Fjölmiðlar eða fræðimenn hafa lítið hjálpað okkur síðan hagfræðingarnir Þorvaldur Gylfason og Guðmundur Ólafsson gagnrýndu og greindu landbúnaðarkerfið ötullega fyrir allmörgum árum. Nú hefur Þórólfur Matthíasson sett málið rækilega á dagskrá í greinum í Fréttablaðinu að undanförnu. Ég þakka honum kærlega fyrir það og þá vinnu sem hann hefur lagt í greininguna, sem er kjörin til að byggja umræðu á. Eitt af því sem gagnrýnt var eftir hrun var skortur á gagnrýni og fræðilegri greiningu á íslenska fjármálakerfinu. Horft var m.a. til fræðimanna háskóla og þeir taldir hafa brugðist íslenskum almenningi. Markmið fræðilegrar umræðu um landbúnaðarkerfið er að bæta kerfið og gera það markvissara fyrir bændur og skattgreiðendur. Með fræðilegri greiningu á landbúnaðarkerfinu eru háskólakennarar því að rækja skyldur sínar við þá sem greiða þeim laun, íslenska skattgreiðendur.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun