Nemendafélög í grunnskólum Helga Margrét Guðmundsdóttir skrifar 25. ágúst 2011 06:00 Með nýrri menntastefnu og menntalögum sem samþykkt voru á Alþingi árið 2008 hafa orðið breytingar í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Aukin áhersla er á velferð nemenda og að nemendur læri um lýðræði í lýðræðislegu skólasamfélagi. Hlutverk fræðsluyfirvalda og samtaka foreldra er að útfæra nýju lögin og upplýsa almenning um þær breytingar sem orðið hafa með nýjum lögum og aðalnámsskrá. Auka þarf fræðslu til starfsfólks í skólum og ekki hvað síst upplýsa foreldra og nemendur um nýjar áherslur í skólastarfinu. Skólaráð eru nú starfandi í grunnskólum sem allir hagsmunaaðilar innan skólans eiga aðild að. Ráðið er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahaldið. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólastjóri stýrir starfi skólaráðs sem skipað er níu aðilum sem kosnir eru til tveggja ára í senn. Þar eiga foreldrar og nemendur tvo fulltrúa hvor ásamt kennurum, öðru starfsfólki skóla og einum aðila úr grenndarsamfélaginu. Bæði nemenda- og foreldrafélög skulu samkvæmt grunnskólalögum setja sér starfsreglur um kosningu fulltrúa í skólaráð og hafa flest foreldrafélög samþykkt slíkar reglur. Í grunnskólalögum er kveðið á um réttindi nemenda til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi námsumhverfi, námstilhögun og fyrirkomulag skólastarfs, s.s. með setu í skólaráðum. Nokkuð ber á því að nemendafélög fái ekki þann undirbúning sem þau þurfa til að nemendur geti með góðu móti orðið virkir þátttakendur í skólaráðum. Í skýrslu um mannréttindafræðslu hefur starfshópur á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins sett fram tillögur sem ætlað er að vera hugmyndagefandi fyrir skóla fyrir þann mikilvæga þátt í menntun barna að stuðla að virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi. Þar kemur fram að átt hefur sér stað vitundarvakning á undanförnum árum um mikilvægi þess að nemendur fái tækifæri til að styrkja sjálfa sig og undirbúa sig betur undir áskoranir daglegs lífs í síbreytilegum heimi. Markmiðið með tillögunum er að auðvelda skólum að styrkja þennan þátt í menntun barna og ungmenna. Hægt er að nálgast skýrsluna á vef ráðuneytisins: http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Forsidugreinar/nr/4786. Þar er einnig bent á leiðir til að innleiða markmiðin í kennslu. Má nærri geta að tillögur þessar eru fagnaðarefni fyrir kennara og foreldra sem vinna saman að útfærslu 2. greinar nýrra grunnskólalaga. Menntakerfið gegnir mikilvægu hlutverki í að vekja nemendur til umhugsunar, uppfræða þá og hvetja þá til lýðræðislegrar þátttöku. Til að okkur takist það þarf skólastarfið að fela í sér jákvæða afstöðu til lýðræðis og standa vörð um lýðræðisleg gildi og mannréttindi. Virk mannréttindavernd byggir á því að fólk þekki rétt sinn og virði réttindi annarra. Útfærsla nýrra menntalaga er m.a. á hendi fræðslunefnda á hverjum stað en foreldrar og almenningur eru helsta eftirlitið og aðhald á að lögum sé framfylgt. Skólar geta ekki haft eftirlit með sjálfum sér og mikilvægt að borgararnir láti sig varða hvernig á er haldið og hvernig verklag og útfærsla á skólastefnu sveitarfélaga fer fram. Þar gegna foreldrafélög lykilhlutverki. Allt miðar þetta að aukinni velferð okkar, betri líðan nemenda og auknum gæðum menntunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Með nýrri menntastefnu og menntalögum sem samþykkt voru á Alþingi árið 2008 hafa orðið breytingar í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Aukin áhersla er á velferð nemenda og að nemendur læri um lýðræði í lýðræðislegu skólasamfélagi. Hlutverk fræðsluyfirvalda og samtaka foreldra er að útfæra nýju lögin og upplýsa almenning um þær breytingar sem orðið hafa með nýjum lögum og aðalnámsskrá. Auka þarf fræðslu til starfsfólks í skólum og ekki hvað síst upplýsa foreldra og nemendur um nýjar áherslur í skólastarfinu. Skólaráð eru nú starfandi í grunnskólum sem allir hagsmunaaðilar innan skólans eiga aðild að. Ráðið er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahaldið. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólastjóri stýrir starfi skólaráðs sem skipað er níu aðilum sem kosnir eru til tveggja ára í senn. Þar eiga foreldrar og nemendur tvo fulltrúa hvor ásamt kennurum, öðru starfsfólki skóla og einum aðila úr grenndarsamfélaginu. Bæði nemenda- og foreldrafélög skulu samkvæmt grunnskólalögum setja sér starfsreglur um kosningu fulltrúa í skólaráð og hafa flest foreldrafélög samþykkt slíkar reglur. Í grunnskólalögum er kveðið á um réttindi nemenda til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi námsumhverfi, námstilhögun og fyrirkomulag skólastarfs, s.s. með setu í skólaráðum. Nokkuð ber á því að nemendafélög fái ekki þann undirbúning sem þau þurfa til að nemendur geti með góðu móti orðið virkir þátttakendur í skólaráðum. Í skýrslu um mannréttindafræðslu hefur starfshópur á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins sett fram tillögur sem ætlað er að vera hugmyndagefandi fyrir skóla fyrir þann mikilvæga þátt í menntun barna að stuðla að virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi. Þar kemur fram að átt hefur sér stað vitundarvakning á undanförnum árum um mikilvægi þess að nemendur fái tækifæri til að styrkja sjálfa sig og undirbúa sig betur undir áskoranir daglegs lífs í síbreytilegum heimi. Markmiðið með tillögunum er að auðvelda skólum að styrkja þennan þátt í menntun barna og ungmenna. Hægt er að nálgast skýrsluna á vef ráðuneytisins: http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Forsidugreinar/nr/4786. Þar er einnig bent á leiðir til að innleiða markmiðin í kennslu. Má nærri geta að tillögur þessar eru fagnaðarefni fyrir kennara og foreldra sem vinna saman að útfærslu 2. greinar nýrra grunnskólalaga. Menntakerfið gegnir mikilvægu hlutverki í að vekja nemendur til umhugsunar, uppfræða þá og hvetja þá til lýðræðislegrar þátttöku. Til að okkur takist það þarf skólastarfið að fela í sér jákvæða afstöðu til lýðræðis og standa vörð um lýðræðisleg gildi og mannréttindi. Virk mannréttindavernd byggir á því að fólk þekki rétt sinn og virði réttindi annarra. Útfærsla nýrra menntalaga er m.a. á hendi fræðslunefnda á hverjum stað en foreldrar og almenningur eru helsta eftirlitið og aðhald á að lögum sé framfylgt. Skólar geta ekki haft eftirlit með sjálfum sér og mikilvægt að borgararnir láti sig varða hvernig á er haldið og hvernig verklag og útfærsla á skólastefnu sveitarfélaga fer fram. Þar gegna foreldrafélög lykilhlutverki. Allt miðar þetta að aukinni velferð okkar, betri líðan nemenda og auknum gæðum menntunar.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun