Aðgerðir til bjargar gjaldþrota fjármálafyrirtækjum Hákon Hrafn Sigurðsson skrifar 23. ágúst 2011 06:00 Eftirfarandi símtal fór líklega fram skömmu eftir að hin glæsilega norræna bankavelferðarstjórn tók við völdum. SFF: Sæll, er ekki öruggt að við fáum íbúðalánin til okkar og lán til lítilla fyrirtækja? Við lánuðum eigendum okkar, tengdum aðilum og stórfyrirtækjum gríðarlegar upphæðir og yfirleitt án veða og þetta verðum við auðvitað að afskrifa og afhenda sömu aðilum aftur, skuldlaust. Ef við fáum ekki íbúðalánin þá höfum við engin lán til að innheimta. X: Jú, en þarf ekki að afskrifa eitthvað af þeim líka? SFF: Nei, nei, vinur minn. Þið segið bara að það kosti skattborgarana svo mikið, þá þegja allir. Ef það verða einhver meiriháttar mótmæli þá getum við sett upp eitthvert leikrit til bjargar heimilunum en fáum lífeyrissjóðina aftur með okkur í dæmið. Við plötuðum þá alveg ægilega í gjaldmiðlaskiptasamningunum. Þeir mega ekki afskrifa neitt og við segjumst bara vilja afskrifa fullt ef lífeyrissjóðirnir gera það líka og helst Íbúðalánasjóður og Lánasjóður námsmanna líka. X: Ha, Íbúðalánasjóður og LÍN líka? En það kostar okkur peninga. SFF: Hættu þessu væli, skilur þú ekki hvað ég er að segja. Enginn okkar þarf að afskrifa neitt nema það sem verður fullreynt að innheimta og viðkomandi er orðinn gjaldþrota. Allt hitt verður auðvitað innheimt í botn og rúmlega það. Þið sjáið síðan um að halda stýrivöxtum háum þannig að við fáum nóg af rjóma með. Það fattar enginn að stýrivextir eru miklu lægri allt í kringum okkur. X: Þannig að við þurfum ekkert að borga? SFF: Akkúrat, þetta kostar ykkur ekkert. Það eina sem þið þurfið að gera er að skera duglega niður heilbrigðisþjónustu, löggæslu og menntastofnanir. Ef þú getur látið reka nokkra lækna og kennara þá erum við tilbúnir að láta reka fáeina láglauna þjónustufulltrúa til að sýna lit. Við gætum þá jafnvel hækkað launin okkar í leiðinni til að viðhalda ofurlaununum. X: En hvað eiga allir þessir starfsmenn í bönkunum að starfa við? SFF: Við látum þá bara leika sér með nokkur gjaldþrota fyrirtæki og stunda harða samkeppni við þau fyrirtæki sem ekki fóru á hausinn í hruninu, athugum hvað þau þrauka lengi áður en þau lenda hjá okkur líka. Aðalatriðið er að partíið geti haldið áfram hjá okkur. X: Öh, en erlendu ólöglegu lánin sem þið veittuð fólki og tókuð svo stöðu gegn krónunni? SFF: Ef svo ólíklega vill til að dómarar landsins geti dæmt rétt þá ætla Ingvi Örn og Árni Páll að sjá um það fyrir okkur með því að breyta vaxtalögunum afturvirkt. Við látum Gylfa bara í frontinn fyrst en hendum honum svo aftur í kennsluna. Álfheiður tekur svo frumvarpið og keyrir það út úr efnahags- og skattanefnd, hún vill ekki að kallinn sinn missi vinnuna hjá Lýsingu. Við tökum bara dæmi um lán sem er ekki til og látum það lækka mikið. Það samþykkja það allir og svo hækkum við bara vextina og búmm, málið er dautt. X: Já en… SFF: Flott, ég vissi alltaf að þú værir okkar maður þó að þú öskraðir þig stundum rauðan í þinginu gegn okkur hérna í denn. Það var flott hjá þér og nú fattar enginn neitt. Haltu svo Lilju fyrir utan þetta. Bæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Eftirfarandi símtal fór líklega fram skömmu eftir að hin glæsilega norræna bankavelferðarstjórn tók við völdum. SFF: Sæll, er ekki öruggt að við fáum íbúðalánin til okkar og lán til lítilla fyrirtækja? Við lánuðum eigendum okkar, tengdum aðilum og stórfyrirtækjum gríðarlegar upphæðir og yfirleitt án veða og þetta verðum við auðvitað að afskrifa og afhenda sömu aðilum aftur, skuldlaust. Ef við fáum ekki íbúðalánin þá höfum við engin lán til að innheimta. X: Jú, en þarf ekki að afskrifa eitthvað af þeim líka? SFF: Nei, nei, vinur minn. Þið segið bara að það kosti skattborgarana svo mikið, þá þegja allir. Ef það verða einhver meiriháttar mótmæli þá getum við sett upp eitthvert leikrit til bjargar heimilunum en fáum lífeyrissjóðina aftur með okkur í dæmið. Við plötuðum þá alveg ægilega í gjaldmiðlaskiptasamningunum. Þeir mega ekki afskrifa neitt og við segjumst bara vilja afskrifa fullt ef lífeyrissjóðirnir gera það líka og helst Íbúðalánasjóður og Lánasjóður námsmanna líka. X: Ha, Íbúðalánasjóður og LÍN líka? En það kostar okkur peninga. SFF: Hættu þessu væli, skilur þú ekki hvað ég er að segja. Enginn okkar þarf að afskrifa neitt nema það sem verður fullreynt að innheimta og viðkomandi er orðinn gjaldþrota. Allt hitt verður auðvitað innheimt í botn og rúmlega það. Þið sjáið síðan um að halda stýrivöxtum háum þannig að við fáum nóg af rjóma með. Það fattar enginn að stýrivextir eru miklu lægri allt í kringum okkur. X: Þannig að við þurfum ekkert að borga? SFF: Akkúrat, þetta kostar ykkur ekkert. Það eina sem þið þurfið að gera er að skera duglega niður heilbrigðisþjónustu, löggæslu og menntastofnanir. Ef þú getur látið reka nokkra lækna og kennara þá erum við tilbúnir að láta reka fáeina láglauna þjónustufulltrúa til að sýna lit. Við gætum þá jafnvel hækkað launin okkar í leiðinni til að viðhalda ofurlaununum. X: En hvað eiga allir þessir starfsmenn í bönkunum að starfa við? SFF: Við látum þá bara leika sér með nokkur gjaldþrota fyrirtæki og stunda harða samkeppni við þau fyrirtæki sem ekki fóru á hausinn í hruninu, athugum hvað þau þrauka lengi áður en þau lenda hjá okkur líka. Aðalatriðið er að partíið geti haldið áfram hjá okkur. X: Öh, en erlendu ólöglegu lánin sem þið veittuð fólki og tókuð svo stöðu gegn krónunni? SFF: Ef svo ólíklega vill til að dómarar landsins geti dæmt rétt þá ætla Ingvi Örn og Árni Páll að sjá um það fyrir okkur með því að breyta vaxtalögunum afturvirkt. Við látum Gylfa bara í frontinn fyrst en hendum honum svo aftur í kennsluna. Álfheiður tekur svo frumvarpið og keyrir það út úr efnahags- og skattanefnd, hún vill ekki að kallinn sinn missi vinnuna hjá Lýsingu. Við tökum bara dæmi um lán sem er ekki til og látum það lækka mikið. Það samþykkja það allir og svo hækkum við bara vextina og búmm, málið er dautt. X: Já en… SFF: Flott, ég vissi alltaf að þú værir okkar maður þó að þú öskraðir þig stundum rauðan í þinginu gegn okkur hérna í denn. Það var flott hjá þér og nú fattar enginn neitt. Haltu svo Lilju fyrir utan þetta. Bæ.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun