Svar við athugasemd um mannréttindi Júlíus Vífill Ingvarsson skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Tillögur mannréttindaráðs um samstarf skóla, trúfélaga og lífsskoðunarfélaga voru umfjöllunarefni í blaðagrein sem ég skrifaði og birtist í Fréttablaðinu 17. ágúst sl. Kjarni þeirrar greinar var að minna á að sveitarfélög hafa ótal tækifæri til að þróa íbúalýðræði og virkja betur áhuga fólks á að taka þátt í að móta stefnu sveitarstjórna og koma með beinum hætti að ákvörðunum. Tillögur mannréttindaráðs eru dæmi um hið gagnstæða þar sem þær hafa verið unnar án samráðs við þann breiða hóp fólks sem boðið hefur fram krafta sína til að vinna að sátt í þessu viðkvæma máli. Borgarráð hefur nú málið til umfjöllunar. Grein minni svaraði Svanur Sigurbjörnsson. Mér þykir miður að hann skautar fram hjá aðalatriði greinarinnar og snýr út úr orðum mínum. Það gerir hann með þeim hætti að ég mun ekki hirða um að leiðrétta slíkt. Einu atriði ætla ég þó að svara. Svanur telur reglurnar „ákaflega vandaðar“ og vitnar í orð mín um að tillögur mannréttindaráðs hafi verið settar fram án faglegs undirbúnings. Fyrr á þessu ári fékk borgarráð borgarlögmanni það verkefni að fjalla um vinnubrögð mannréttindaráðs en borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu til að borgarlögmaður fjallaði um málið og svaraði nokkrum spurningum varðandi það. Svarið barst í vikunni. Innihald þess ætti að taka af allan vafa um það hvernig staðið var að verki. Í svari borgarlögmanns kemur fram að mannréttindaráð gegni stefnumarkandi hlutverki á sviði mannréttinda og hafi eftirlit með framkvæmd mannréttindastefnunnar. Í svari hans stendur m.a. : „Hins vegar verði ekki talið að innan þess eftirlitshlutverks falli almennt að mannréttindaráð setji einstökum sviðum og stofnunum Reykjavíkurborgar bindandi reglur um framkvæmd einstakra verkefna eða gera tillögur til borgarráðs þar um. Með því móti væri almennt gengið gegn því frumkvæðishlutverki sem fagráð borgarinnar hafa samkvæmt samþykktum borgarinnar“. Borgarlögmaður bendir á að hlutverk mannréttindaráðs sé að vekja athygli á því ef það telur að fyrirkomulag og skipulag kennslu og skólastarfs sé ekki í samræmi við mannréttindastefnu borgarinnar. Hann segir síðan í svari sínu: „Heildstæð reglusetning um fyrirkomulag kennslu og samskipti skóla, trúfélaga og lífsskoðunarhópa féll hins vegar utan umboðs mannréttindaráðs. Breytir þar engu þótt mannréttindaráð hafi sent drög að slíkum reglum til umsagnar menntaráðs og íþróttaráðs“. Mannréttindaráð fór sem sagt út fyrir valdsvið sitt. Með tilliti til þessara niðurstaðna borgarlögmanns er erfitt að sjá hvernig borgarráð getur afgreitt umræddar tillögur enda lögfræðilegt mat borgarlögmanns að þær fara í bága við samþykktir Reykjavíkurborgar. Ég hef hvatt til að fjallað sé um samskipti skóla og trúar og lífsskoðunarhópa. Það var gert í formannstíð minni í menntaráði. Slík vinna getur leitt til þess að settar verði reglur um þau samskipti en reglur verða að taka mið af því hversu fjölbreytilegir skólar borgarinnar eru og samsetning nemenda ólík. Umfram allt má slík vinna ekki mótast af andúð og fordómum í garð trúfélaga, hver sem þau eru. Hún þarf að mótast af umburðarlyndi og virðingu. Svani ætti auðvitað að vera velkomið að taka þátt í þeirri vinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Tillögur mannréttindaráðs um samstarf skóla, trúfélaga og lífsskoðunarfélaga voru umfjöllunarefni í blaðagrein sem ég skrifaði og birtist í Fréttablaðinu 17. ágúst sl. Kjarni þeirrar greinar var að minna á að sveitarfélög hafa ótal tækifæri til að þróa íbúalýðræði og virkja betur áhuga fólks á að taka þátt í að móta stefnu sveitarstjórna og koma með beinum hætti að ákvörðunum. Tillögur mannréttindaráðs eru dæmi um hið gagnstæða þar sem þær hafa verið unnar án samráðs við þann breiða hóp fólks sem boðið hefur fram krafta sína til að vinna að sátt í þessu viðkvæma máli. Borgarráð hefur nú málið til umfjöllunar. Grein minni svaraði Svanur Sigurbjörnsson. Mér þykir miður að hann skautar fram hjá aðalatriði greinarinnar og snýr út úr orðum mínum. Það gerir hann með þeim hætti að ég mun ekki hirða um að leiðrétta slíkt. Einu atriði ætla ég þó að svara. Svanur telur reglurnar „ákaflega vandaðar“ og vitnar í orð mín um að tillögur mannréttindaráðs hafi verið settar fram án faglegs undirbúnings. Fyrr á þessu ári fékk borgarráð borgarlögmanni það verkefni að fjalla um vinnubrögð mannréttindaráðs en borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu til að borgarlögmaður fjallaði um málið og svaraði nokkrum spurningum varðandi það. Svarið barst í vikunni. Innihald þess ætti að taka af allan vafa um það hvernig staðið var að verki. Í svari borgarlögmanns kemur fram að mannréttindaráð gegni stefnumarkandi hlutverki á sviði mannréttinda og hafi eftirlit með framkvæmd mannréttindastefnunnar. Í svari hans stendur m.a. : „Hins vegar verði ekki talið að innan þess eftirlitshlutverks falli almennt að mannréttindaráð setji einstökum sviðum og stofnunum Reykjavíkurborgar bindandi reglur um framkvæmd einstakra verkefna eða gera tillögur til borgarráðs þar um. Með því móti væri almennt gengið gegn því frumkvæðishlutverki sem fagráð borgarinnar hafa samkvæmt samþykktum borgarinnar“. Borgarlögmaður bendir á að hlutverk mannréttindaráðs sé að vekja athygli á því ef það telur að fyrirkomulag og skipulag kennslu og skólastarfs sé ekki í samræmi við mannréttindastefnu borgarinnar. Hann segir síðan í svari sínu: „Heildstæð reglusetning um fyrirkomulag kennslu og samskipti skóla, trúfélaga og lífsskoðunarhópa féll hins vegar utan umboðs mannréttindaráðs. Breytir þar engu þótt mannréttindaráð hafi sent drög að slíkum reglum til umsagnar menntaráðs og íþróttaráðs“. Mannréttindaráð fór sem sagt út fyrir valdsvið sitt. Með tilliti til þessara niðurstaðna borgarlögmanns er erfitt að sjá hvernig borgarráð getur afgreitt umræddar tillögur enda lögfræðilegt mat borgarlögmanns að þær fara í bága við samþykktir Reykjavíkurborgar. Ég hef hvatt til að fjallað sé um samskipti skóla og trúar og lífsskoðunarhópa. Það var gert í formannstíð minni í menntaráði. Slík vinna getur leitt til þess að settar verði reglur um þau samskipti en reglur verða að taka mið af því hversu fjölbreytilegir skólar borgarinnar eru og samsetning nemenda ólík. Umfram allt má slík vinna ekki mótast af andúð og fordómum í garð trúfélaga, hver sem þau eru. Hún þarf að mótast af umburðarlyndi og virðingu. Svani ætti auðvitað að vera velkomið að taka þátt í þeirri vinnu.
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun