Velferð dýra í fyrirrúmi Ólafur Þ. Stephensen skrifar 18. júlí 2011 06:00 Drög að nýju frumvarpi til laga um velferð dýra, sem Fréttablaðið hefur sagt frá, taka á mörgum gloppum í núverandi löggjöf og margs konar vanrækslu og illri meðferð á dýrum sem því miður viðgengst í samfélagi okkar, sem á þó að heita siðað. Alltof algengt er að lesa fréttir af skelfilegri meðferð á skepnum í sveit, af hendi fólks sem hefur þó atvinnu af ræktun þeirra. Sveitarfélög og eftirlitsstofnanir virðast oft hafa furðu bitlaus úrræði til að taka á vanrækslunni og sóðaskapnum. Það virðist sömuleiðis fara í vöxt að fólk í þéttbýli umgangist gæludýr sem einhvers konar leikföng sem hægt er að henda þegar maður er orðinn leiður á þeim. Alltof algengt er að fólk losi sig við til dæmis ketti og kanínur með því að sleppa þeim á víðavangi, þar sem er allsendis óvíst að dýrin geti bjargað sér. Í greinargerð með frumvarpinu er nefnt eitt dæmi sem margir átta sig sennilega ekki á að sé ill meðferð á dýrum; að gefa þau í tækifærisgjöf (svín og kalkúnar eru nefnd sérstaklega) fólki sem hefur hvorki aðstæður til né áhuga á að halda þau. Þetta þykir víst stundum fyndið, en er í raun mannvonzka. Á öllu þessu og mörgu fleiru er tekið í frumvarpsdrögunum. Meðal stórra breytinga er að fella tvenn lög, sem til þessa hafa gilt um málaflokkinn, saman í ein og einfalda stjórnsýsluna í kringum hann. Þannig mun Matvælastofnun nú bera meginábyrgð á eftirliti með búfjárhaldi og aðgerðum gegn skepnueigendum sem ekki fara eftir lögum og reglum. Fá á stofnuninni skilvirkari þvingunarúrræði til að knýja fram úrbætur á aðbúnaði dýra. Þar á meðal er að svipta bændur sem fara illa með skepnur opinberum styrk. Allur búrekstur með skepnum, svo og annað skepnuhald í atvinnuskyni, til dæmis starfsemi tamningamanna, verður starfsleyfisskyldur, verði frumvarpsdrögin að lögum. Tilgangurinn er að menn sýni fram á að þeir séu færir um að halda skepnur áður en þeir fá leyfi til að hafa af því atvinnu. Þessi og ýmis önnur ákvæði frumvarpsins þykja bæði sauðfjárbændum og hestabændum íþyngjandi, ef marka má ummæli þeirra hér í Fréttablaðinu. Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda, sagði í laugardagsblaðinu að núverandi lög og reglugerðir ættu að duga til að taka á fáeinum svörtum sauðum í stéttinni, ef þeim væri aðeins beitt rétt og af röggsemi. Ástæða er til að skoða vel þessar athugasemdir þegar frumvarpsdrögin fara í umsagnarferli. Ef hægt er að ná markmiðum um velferð dýra án aukins eftirlits og kostnaðar, er það auðvitað æskilegt. Einhverra hluta vegna virkar núverandi kerfi þó ekki sem skyldi og fólk sem augljóslega er ekki hæft til að halda skepnur fær að níðast á þeim, jafnvel árum saman, án þess að stjórnvöld grípi inn í. Hér á velferð dýranna að vera í fyrirrúmi, ekki hagsmunir búskussanna. Ill meðferð á dýrum er smánarblettur á samfélaginu sem við eigum að leitast við að afmá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Drög að nýju frumvarpi til laga um velferð dýra, sem Fréttablaðið hefur sagt frá, taka á mörgum gloppum í núverandi löggjöf og margs konar vanrækslu og illri meðferð á dýrum sem því miður viðgengst í samfélagi okkar, sem á þó að heita siðað. Alltof algengt er að lesa fréttir af skelfilegri meðferð á skepnum í sveit, af hendi fólks sem hefur þó atvinnu af ræktun þeirra. Sveitarfélög og eftirlitsstofnanir virðast oft hafa furðu bitlaus úrræði til að taka á vanrækslunni og sóðaskapnum. Það virðist sömuleiðis fara í vöxt að fólk í þéttbýli umgangist gæludýr sem einhvers konar leikföng sem hægt er að henda þegar maður er orðinn leiður á þeim. Alltof algengt er að fólk losi sig við til dæmis ketti og kanínur með því að sleppa þeim á víðavangi, þar sem er allsendis óvíst að dýrin geti bjargað sér. Í greinargerð með frumvarpinu er nefnt eitt dæmi sem margir átta sig sennilega ekki á að sé ill meðferð á dýrum; að gefa þau í tækifærisgjöf (svín og kalkúnar eru nefnd sérstaklega) fólki sem hefur hvorki aðstæður til né áhuga á að halda þau. Þetta þykir víst stundum fyndið, en er í raun mannvonzka. Á öllu þessu og mörgu fleiru er tekið í frumvarpsdrögunum. Meðal stórra breytinga er að fella tvenn lög, sem til þessa hafa gilt um málaflokkinn, saman í ein og einfalda stjórnsýsluna í kringum hann. Þannig mun Matvælastofnun nú bera meginábyrgð á eftirliti með búfjárhaldi og aðgerðum gegn skepnueigendum sem ekki fara eftir lögum og reglum. Fá á stofnuninni skilvirkari þvingunarúrræði til að knýja fram úrbætur á aðbúnaði dýra. Þar á meðal er að svipta bændur sem fara illa með skepnur opinberum styrk. Allur búrekstur með skepnum, svo og annað skepnuhald í atvinnuskyni, til dæmis starfsemi tamningamanna, verður starfsleyfisskyldur, verði frumvarpsdrögin að lögum. Tilgangurinn er að menn sýni fram á að þeir séu færir um að halda skepnur áður en þeir fá leyfi til að hafa af því atvinnu. Þessi og ýmis önnur ákvæði frumvarpsins þykja bæði sauðfjárbændum og hestabændum íþyngjandi, ef marka má ummæli þeirra hér í Fréttablaðinu. Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda, sagði í laugardagsblaðinu að núverandi lög og reglugerðir ættu að duga til að taka á fáeinum svörtum sauðum í stéttinni, ef þeim væri aðeins beitt rétt og af röggsemi. Ástæða er til að skoða vel þessar athugasemdir þegar frumvarpsdrögin fara í umsagnarferli. Ef hægt er að ná markmiðum um velferð dýra án aukins eftirlits og kostnaðar, er það auðvitað æskilegt. Einhverra hluta vegna virkar núverandi kerfi þó ekki sem skyldi og fólk sem augljóslega er ekki hæft til að halda skepnur fær að níðast á þeim, jafnvel árum saman, án þess að stjórnvöld grípi inn í. Hér á velferð dýranna að vera í fyrirrúmi, ekki hagsmunir búskussanna. Ill meðferð á dýrum er smánarblettur á samfélaginu sem við eigum að leitast við að afmá.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar