Guðjón Þórðarson: Mér ber skylda til þess að verja mína leikmenn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. júlí 2011 09:00 Guðjón Þórðarson á Valbjarnarvelli Fréttablaðið/Anton undrandi Ameobi trúði ekki sínum eigin augum þegar hann fékk gula spjaldið í leiknum gegn Þrótti. fréttablaðið/anton „Ég er ekki enn búinn að sjá bréfið frá KSÍ. Ég mun fara yfir málið og síðan mun ég skýra mitt mál. Það er ekki flókið. Þessi ummæli áttu ekki að meiða neinn,“ sagði Guðjón við Fréttablaðið í gær. Það er framkvæmdastjóri KSÍ, Þórir Hákonarson, sem skýtur ummælum hans á borð aganefndarinnar. Það er svo hennar að úrskurða hvort refsa beri Guðjóni fyrir ummælin. Framherji BÍ/Bolungarvíkur, Tomi Ameobi, sem er dökkur á hörund, fékk gult spjald í leik Þróttar og BÍ, að því er virtist fyrir litlar sakir. Þetta er fjórða gula spjaldið sem Ameobi fær í sumar og hann er því í banni á morgun er BÍ spilar aftur gegn Þrótti, að þessu sinni í átta liða úrslitum Valitor-bikarsins. „Ég varpaði fram spurningu eftir leikinn. Stöð 2 sýndi þetta atvik og ég held að menn hafi séð að það var ekki mikil inneign fyrir þessu gula spjaldi,“ sagði Guðjón, en honum finnst Ameobi ekki hafa notið sanngirni hjá dómurum í sumar. „Þetta er ekki leikmaður sem hendir sér í grasið. Hann reynir að standa af sér tæklingar og gerir það oft. Hann er ekki að fá neitt fyrir það. Þetta er heiðarlegur maður á alla kanta. Hann stendur í lappirnir og reynir ekki að fiska. Það var samt byrjað að sparka í hann í fyrsta leik og það er ekkert lát á því. Hann er samt kominn með fjögur gul spjöld en ég veit ekki alveg hversu mörg spjöld andstæðingurinn hefur fengið fyrir að brjóta á honum.“ Þjálfarinn beinskeytti segir að það sé ekki hans hlutverk að skipta sér af hlutum sem hann fái ekki breytt en engu að síður verði hann að láta í sér heyra þegar við á. „Mitt hlutverk er fyrst og fremst að þjálfa liðið mitt. Mér ber samt líka skylda til þess að verja mennina mína. Ef ég tel að mínir menn fái ósanngjarna meðferð þá verð ég að verja þá. Ég held að það geti allir tekið undir það að þessi ákveðni leikmaður hafi fengið harkalega meðferð.“ Eins og áður segir getur Guðjón ekki notað krafta Ameobi á morgun þegar BÍ/Bolungarvík spilar stærsta leik í sögu félagsins. Þá koma Þróttarar í heimsókn og í verðlaun fyrir sigur í þeim leik er undanúrslitasæti í bikarkeppninni. „Það er mjög slæmt að vera án hans enda er hann lykilmaður. Það er engu að síður mikil stemning fyrir leiknum. Menn eru að vakna til lífsins á svæðinu gagnvart því að hér séu í gangi viðburðir sem séu skemmtilegir og athyglisverðir. Það er jákvætt. Það var frábær stemning á leiknum gegn Blikum og stuðningsmannasveitin Bláir og marðir fór á kostum,“ sagði Guðjón Þórðarson. Íslenski boltinn Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sjá meira
undrandi Ameobi trúði ekki sínum eigin augum þegar hann fékk gula spjaldið í leiknum gegn Þrótti. fréttablaðið/anton „Ég er ekki enn búinn að sjá bréfið frá KSÍ. Ég mun fara yfir málið og síðan mun ég skýra mitt mál. Það er ekki flókið. Þessi ummæli áttu ekki að meiða neinn,“ sagði Guðjón við Fréttablaðið í gær. Það er framkvæmdastjóri KSÍ, Þórir Hákonarson, sem skýtur ummælum hans á borð aganefndarinnar. Það er svo hennar að úrskurða hvort refsa beri Guðjóni fyrir ummælin. Framherji BÍ/Bolungarvíkur, Tomi Ameobi, sem er dökkur á hörund, fékk gult spjald í leik Þróttar og BÍ, að því er virtist fyrir litlar sakir. Þetta er fjórða gula spjaldið sem Ameobi fær í sumar og hann er því í banni á morgun er BÍ spilar aftur gegn Þrótti, að þessu sinni í átta liða úrslitum Valitor-bikarsins. „Ég varpaði fram spurningu eftir leikinn. Stöð 2 sýndi þetta atvik og ég held að menn hafi séð að það var ekki mikil inneign fyrir þessu gula spjaldi,“ sagði Guðjón, en honum finnst Ameobi ekki hafa notið sanngirni hjá dómurum í sumar. „Þetta er ekki leikmaður sem hendir sér í grasið. Hann reynir að standa af sér tæklingar og gerir það oft. Hann er ekki að fá neitt fyrir það. Þetta er heiðarlegur maður á alla kanta. Hann stendur í lappirnir og reynir ekki að fiska. Það var samt byrjað að sparka í hann í fyrsta leik og það er ekkert lát á því. Hann er samt kominn með fjögur gul spjöld en ég veit ekki alveg hversu mörg spjöld andstæðingurinn hefur fengið fyrir að brjóta á honum.“ Þjálfarinn beinskeytti segir að það sé ekki hans hlutverk að skipta sér af hlutum sem hann fái ekki breytt en engu að síður verði hann að láta í sér heyra þegar við á. „Mitt hlutverk er fyrst og fremst að þjálfa liðið mitt. Mér ber samt líka skylda til þess að verja mennina mína. Ef ég tel að mínir menn fái ósanngjarna meðferð þá verð ég að verja þá. Ég held að það geti allir tekið undir það að þessi ákveðni leikmaður hafi fengið harkalega meðferð.“ Eins og áður segir getur Guðjón ekki notað krafta Ameobi á morgun þegar BÍ/Bolungarvík spilar stærsta leik í sögu félagsins. Þá koma Þróttarar í heimsókn og í verðlaun fyrir sigur í þeim leik er undanúrslitasæti í bikarkeppninni. „Það er mjög slæmt að vera án hans enda er hann lykilmaður. Það er engu að síður mikil stemning fyrir leiknum. Menn eru að vakna til lífsins á svæðinu gagnvart því að hér séu í gangi viðburðir sem séu skemmtilegir og athyglisverðir. Það er jákvætt. Það var frábær stemning á leiknum gegn Blikum og stuðningsmannasveitin Bláir og marðir fór á kostum,“ sagði Guðjón Þórðarson.
Íslenski boltinn Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sjá meira