Guðjón Þórðarson: Mér ber skylda til þess að verja mína leikmenn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. júlí 2011 09:00 Guðjón Þórðarson á Valbjarnarvelli Fréttablaðið/Anton undrandi Ameobi trúði ekki sínum eigin augum þegar hann fékk gula spjaldið í leiknum gegn Þrótti. fréttablaðið/anton „Ég er ekki enn búinn að sjá bréfið frá KSÍ. Ég mun fara yfir málið og síðan mun ég skýra mitt mál. Það er ekki flókið. Þessi ummæli áttu ekki að meiða neinn,“ sagði Guðjón við Fréttablaðið í gær. Það er framkvæmdastjóri KSÍ, Þórir Hákonarson, sem skýtur ummælum hans á borð aganefndarinnar. Það er svo hennar að úrskurða hvort refsa beri Guðjóni fyrir ummælin. Framherji BÍ/Bolungarvíkur, Tomi Ameobi, sem er dökkur á hörund, fékk gult spjald í leik Þróttar og BÍ, að því er virtist fyrir litlar sakir. Þetta er fjórða gula spjaldið sem Ameobi fær í sumar og hann er því í banni á morgun er BÍ spilar aftur gegn Þrótti, að þessu sinni í átta liða úrslitum Valitor-bikarsins. „Ég varpaði fram spurningu eftir leikinn. Stöð 2 sýndi þetta atvik og ég held að menn hafi séð að það var ekki mikil inneign fyrir þessu gula spjaldi,“ sagði Guðjón, en honum finnst Ameobi ekki hafa notið sanngirni hjá dómurum í sumar. „Þetta er ekki leikmaður sem hendir sér í grasið. Hann reynir að standa af sér tæklingar og gerir það oft. Hann er ekki að fá neitt fyrir það. Þetta er heiðarlegur maður á alla kanta. Hann stendur í lappirnir og reynir ekki að fiska. Það var samt byrjað að sparka í hann í fyrsta leik og það er ekkert lát á því. Hann er samt kominn með fjögur gul spjöld en ég veit ekki alveg hversu mörg spjöld andstæðingurinn hefur fengið fyrir að brjóta á honum.“ Þjálfarinn beinskeytti segir að það sé ekki hans hlutverk að skipta sér af hlutum sem hann fái ekki breytt en engu að síður verði hann að láta í sér heyra þegar við á. „Mitt hlutverk er fyrst og fremst að þjálfa liðið mitt. Mér ber samt líka skylda til þess að verja mennina mína. Ef ég tel að mínir menn fái ósanngjarna meðferð þá verð ég að verja þá. Ég held að það geti allir tekið undir það að þessi ákveðni leikmaður hafi fengið harkalega meðferð.“ Eins og áður segir getur Guðjón ekki notað krafta Ameobi á morgun þegar BÍ/Bolungarvík spilar stærsta leik í sögu félagsins. Þá koma Þróttarar í heimsókn og í verðlaun fyrir sigur í þeim leik er undanúrslitasæti í bikarkeppninni. „Það er mjög slæmt að vera án hans enda er hann lykilmaður. Það er engu að síður mikil stemning fyrir leiknum. Menn eru að vakna til lífsins á svæðinu gagnvart því að hér séu í gangi viðburðir sem séu skemmtilegir og athyglisverðir. Það er jákvætt. Það var frábær stemning á leiknum gegn Blikum og stuðningsmannasveitin Bláir og marðir fór á kostum,“ sagði Guðjón Þórðarson. Íslenski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
undrandi Ameobi trúði ekki sínum eigin augum þegar hann fékk gula spjaldið í leiknum gegn Þrótti. fréttablaðið/anton „Ég er ekki enn búinn að sjá bréfið frá KSÍ. Ég mun fara yfir málið og síðan mun ég skýra mitt mál. Það er ekki flókið. Þessi ummæli áttu ekki að meiða neinn,“ sagði Guðjón við Fréttablaðið í gær. Það er framkvæmdastjóri KSÍ, Þórir Hákonarson, sem skýtur ummælum hans á borð aganefndarinnar. Það er svo hennar að úrskurða hvort refsa beri Guðjóni fyrir ummælin. Framherji BÍ/Bolungarvíkur, Tomi Ameobi, sem er dökkur á hörund, fékk gult spjald í leik Þróttar og BÍ, að því er virtist fyrir litlar sakir. Þetta er fjórða gula spjaldið sem Ameobi fær í sumar og hann er því í banni á morgun er BÍ spilar aftur gegn Þrótti, að þessu sinni í átta liða úrslitum Valitor-bikarsins. „Ég varpaði fram spurningu eftir leikinn. Stöð 2 sýndi þetta atvik og ég held að menn hafi séð að það var ekki mikil inneign fyrir þessu gula spjaldi,“ sagði Guðjón, en honum finnst Ameobi ekki hafa notið sanngirni hjá dómurum í sumar. „Þetta er ekki leikmaður sem hendir sér í grasið. Hann reynir að standa af sér tæklingar og gerir það oft. Hann er ekki að fá neitt fyrir það. Þetta er heiðarlegur maður á alla kanta. Hann stendur í lappirnir og reynir ekki að fiska. Það var samt byrjað að sparka í hann í fyrsta leik og það er ekkert lát á því. Hann er samt kominn með fjögur gul spjöld en ég veit ekki alveg hversu mörg spjöld andstæðingurinn hefur fengið fyrir að brjóta á honum.“ Þjálfarinn beinskeytti segir að það sé ekki hans hlutverk að skipta sér af hlutum sem hann fái ekki breytt en engu að síður verði hann að láta í sér heyra þegar við á. „Mitt hlutverk er fyrst og fremst að þjálfa liðið mitt. Mér ber samt líka skylda til þess að verja mennina mína. Ef ég tel að mínir menn fái ósanngjarna meðferð þá verð ég að verja þá. Ég held að það geti allir tekið undir það að þessi ákveðni leikmaður hafi fengið harkalega meðferð.“ Eins og áður segir getur Guðjón ekki notað krafta Ameobi á morgun þegar BÍ/Bolungarvík spilar stærsta leik í sögu félagsins. Þá koma Þróttarar í heimsókn og í verðlaun fyrir sigur í þeim leik er undanúrslitasæti í bikarkeppninni. „Það er mjög slæmt að vera án hans enda er hann lykilmaður. Það er engu að síður mikil stemning fyrir leiknum. Menn eru að vakna til lífsins á svæðinu gagnvart því að hér séu í gangi viðburðir sem séu skemmtilegir og athyglisverðir. Það er jákvætt. Það var frábær stemning á leiknum gegn Blikum og stuðningsmannasveitin Bláir og marðir fór á kostum,“ sagði Guðjón Þórðarson.
Íslenski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira