Besta gjöfin að fá hann heim Sunna Valgerðardóttir skrifar 26. maí 2011 07:00 Leif Magnús hlakkar mikið til að flytja aftur til Íslands. Fjölskyldan er nú á fullu að undirbúa komu drengsins. Óskar p. friðriksson „Ég hef ekki fengið betri afmælisgjöf um ævina,“ segir Óskar P. Friðriksson, afi Leifs Magnúsar Grétarssonar, átta ára. Leif Magnús flytur til föðurfjölskyldu sinnar í Vestmannaeyjum frá Noregi 19. júní næstkomandi, á afmælisdegi afa síns. Móðir Leifs Magnúsar, Heidi Thisland Jensen, var stungin til bana af kærasta sínum í bænum Mandal í Noregi í mars síðastliðnum. Faðir drengsins, Grétar Óskarsson, fékk í kjölfarið forræði yfir honum eftir að fjölskylda hans fór til Noregs eftir andlát móðurinnar og hitti norsk barnaverndaryfirvöld. Drengurinn hefur dvalið hjá aðstandendum í Noregi eftir að móðir hans lést. Óskar fékk símtal á sunnudagskvöld þar sem honum var tjáð að Leif Magnús kæmi til Íslands á afmælisdeginum hans. „Þau koma fimm með honum og ætla að stoppa með honum í viku,“ segir Óskar. Hann hyggst sýna ættingjum Leifs Magnúsar umhverfið við gosstöðvarnar hjá Vatnajökli, verði þar orðið óhætt að vera. „Þau voru reyndar að hugsa með sér hvort þau þyrftu að taka skip, vegna gossins,“ segir hann. „En við vonum að því verði lokið svo við getum sýnt þeim þetta magnaða umhverfi.“ Leif Magnús hefur dvalið nokkuð hjá föðurfjölskyldu sinni í Vestmannaeyjum á síðustu árum og mun hefja skólagöngu þar á ný í haust. Vestmannaeyjar Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
„Ég hef ekki fengið betri afmælisgjöf um ævina,“ segir Óskar P. Friðriksson, afi Leifs Magnúsar Grétarssonar, átta ára. Leif Magnús flytur til föðurfjölskyldu sinnar í Vestmannaeyjum frá Noregi 19. júní næstkomandi, á afmælisdegi afa síns. Móðir Leifs Magnúsar, Heidi Thisland Jensen, var stungin til bana af kærasta sínum í bænum Mandal í Noregi í mars síðastliðnum. Faðir drengsins, Grétar Óskarsson, fékk í kjölfarið forræði yfir honum eftir að fjölskylda hans fór til Noregs eftir andlát móðurinnar og hitti norsk barnaverndaryfirvöld. Drengurinn hefur dvalið hjá aðstandendum í Noregi eftir að móðir hans lést. Óskar fékk símtal á sunnudagskvöld þar sem honum var tjáð að Leif Magnús kæmi til Íslands á afmælisdeginum hans. „Þau koma fimm með honum og ætla að stoppa með honum í viku,“ segir Óskar. Hann hyggst sýna ættingjum Leifs Magnúsar umhverfið við gosstöðvarnar hjá Vatnajökli, verði þar orðið óhætt að vera. „Þau voru reyndar að hugsa með sér hvort þau þyrftu að taka skip, vegna gossins,“ segir hann. „En við vonum að því verði lokið svo við getum sýnt þeim þetta magnaða umhverfi.“ Leif Magnús hefur dvalið nokkuð hjá föðurfjölskyldu sinni í Vestmannaeyjum á síðustu árum og mun hefja skólagöngu þar á ný í haust.
Vestmannaeyjar Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira