Náðu að klára prófin fyrir helgi en lokapartíi aflýst 24. maí 2011 06:30 Fjóla Bergrún og systir hennar, Svava Margrét, láta ekki myrka daga og öskufjúk trufla sig um of. Sú yngri er dugleg að leika sér og hin styttir sér stundir í tölvunni. Fréttablaðið/Vilhelm „Sem betur fer vorum við með grímu," segir Svava Margrét Sigmarsdóttir, nýorðin sex ára leikskólamær á Kærabæ á Kirkjubæjarklaustri, þegar hún lýsir því hvernig hún fór með móður sinni á milli húsa í bænum til að heimsækja „Laugu frænku". Hún segist ekkert vera hrædd þó að myrkur sé um miðjan dag og blint í öskufjúkinu, enda hafi hún séð öskufall frá Eyjafjallajökli í fyrra. „En þá var ekki svona mikið myrkur eins og núna." Ekki er þó allt jafn ánægjulegt því Svava hafði séð hvernig lítill fugl barðist í eldhúsglugganum dágóða stund og vildi komast inn. „Svo stoppaði hann og datt niður og dó," sagði litla stúlkan. Hún játti því þó að kannski væri sennilegt, sem Kristín Ásgeirsdóttir móðir hennar skaut inn í samtalið, að fuglinn hefði áreiðanlega fundið skjól undir runna. Þá bætti pabbinn, Sigmar Helgason, því við að þröstur hefði hagað sér óvenjulega um morguninn þegar hann tók veðrið og hoppað um á regnskálinni í stað þess að forða sér á meðan hann athafnaði sig. Sigmar er umsjónarmaður veðurstöðvarinnar á Klaustri. Stóra systir Svövu, Fjóla Bergrún Sigmarsdóttir, er að útskrifast úr 10. bekk Kirkjubæjarskóla. Báðar eru heima því skóla- og leikskólahaldi hefur verið aflýst á Kirkjubæjarklaustri meðan ófært er vegna öskufoks og myrkurs. Í Reykjavík er að hefjast prófavika. „En við kláruðum prófin akkúrat í síðustu viku," segir Fjóla. „Það átti hins vegar að vera útskriftarpartí hjá okkur í kvöld, en það verður bara að hafa það," bætir hún við. Stefnt er að skólaslitum 1. júní næstkomandi, en óvíst hvað verður um skólahald þangað til. Útskriftarnemarnir verði því líklega af „Vordögum", frjálslegri skóladögum og leikjum sem áttu að vera fram að skólaslitum. Fjölskyldufólkið, rétt eins og aðrir á Klaustri, virðist láta sér ástandið í léttu rúmi liggja. „Maður er bara feginn að hafa húsaskjól og nóg að bíta og brenna. Búðin er opin og hvaðeina," segir Kristín. Þau hjón viðurkenna þó að nokkurt verk sé fyrir dyrum við hreinsistarf á Klaustri, svo sem við að sópa ösku af húsþökum. „Það blæs ekki af þeim hér undir fjallinu. En við höfum nógan tíma," segir Sigmar. olikr@frettabladid.isUnnar Steinn Jónsson Unnar er verslunarstjóri í Kjarvali og grínast með að hann sé líka héraðsbakari. Fréttablaðið/VilhelmAdolf Árnason Í nógu var að snúast í Björgunarmiðstöðinni á Klaustri í gær. Adolf Árnason varðstjóri segir til að mynda hringt á bæi til að athuga stöðuna hjá fólki. Fréttablaðið/Vilhelm Grímsvötn Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
„Sem betur fer vorum við með grímu," segir Svava Margrét Sigmarsdóttir, nýorðin sex ára leikskólamær á Kærabæ á Kirkjubæjarklaustri, þegar hún lýsir því hvernig hún fór með móður sinni á milli húsa í bænum til að heimsækja „Laugu frænku". Hún segist ekkert vera hrædd þó að myrkur sé um miðjan dag og blint í öskufjúkinu, enda hafi hún séð öskufall frá Eyjafjallajökli í fyrra. „En þá var ekki svona mikið myrkur eins og núna." Ekki er þó allt jafn ánægjulegt því Svava hafði séð hvernig lítill fugl barðist í eldhúsglugganum dágóða stund og vildi komast inn. „Svo stoppaði hann og datt niður og dó," sagði litla stúlkan. Hún játti því þó að kannski væri sennilegt, sem Kristín Ásgeirsdóttir móðir hennar skaut inn í samtalið, að fuglinn hefði áreiðanlega fundið skjól undir runna. Þá bætti pabbinn, Sigmar Helgason, því við að þröstur hefði hagað sér óvenjulega um morguninn þegar hann tók veðrið og hoppað um á regnskálinni í stað þess að forða sér á meðan hann athafnaði sig. Sigmar er umsjónarmaður veðurstöðvarinnar á Klaustri. Stóra systir Svövu, Fjóla Bergrún Sigmarsdóttir, er að útskrifast úr 10. bekk Kirkjubæjarskóla. Báðar eru heima því skóla- og leikskólahaldi hefur verið aflýst á Kirkjubæjarklaustri meðan ófært er vegna öskufoks og myrkurs. Í Reykjavík er að hefjast prófavika. „En við kláruðum prófin akkúrat í síðustu viku," segir Fjóla. „Það átti hins vegar að vera útskriftarpartí hjá okkur í kvöld, en það verður bara að hafa það," bætir hún við. Stefnt er að skólaslitum 1. júní næstkomandi, en óvíst hvað verður um skólahald þangað til. Útskriftarnemarnir verði því líklega af „Vordögum", frjálslegri skóladögum og leikjum sem áttu að vera fram að skólaslitum. Fjölskyldufólkið, rétt eins og aðrir á Klaustri, virðist láta sér ástandið í léttu rúmi liggja. „Maður er bara feginn að hafa húsaskjól og nóg að bíta og brenna. Búðin er opin og hvaðeina," segir Kristín. Þau hjón viðurkenna þó að nokkurt verk sé fyrir dyrum við hreinsistarf á Klaustri, svo sem við að sópa ösku af húsþökum. „Það blæs ekki af þeim hér undir fjallinu. En við höfum nógan tíma," segir Sigmar. olikr@frettabladid.isUnnar Steinn Jónsson Unnar er verslunarstjóri í Kjarvali og grínast með að hann sé líka héraðsbakari. Fréttablaðið/VilhelmAdolf Árnason Í nógu var að snúast í Björgunarmiðstöðinni á Klaustri í gær. Adolf Árnason varðstjóri segir til að mynda hringt á bæi til að athuga stöðuna hjá fólki. Fréttablaðið/Vilhelm
Grímsvötn Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira