Sameiginleg ábyrgð Ólafur Stephensen skrifar 2. maí 2011 06:00 Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar og forysta ríkisstjórnarinnar hafa fundið sér sameiginlegan blóraböggul ef marka má ræðuhöld gærdagsins, Landssamband íslenzkra útvegsmanna. Hin ófrávíkjanlega krafa atvinnurekenda að fá einhverja vissu um starfsskilyrði sjávarútvegsins áður en gengið yrði frá kjarasamningum er kölluð „grímulaus sérhagsmunagæzla“ og „kúgun“ LÍÚ. Það hentar Jóhönnu Sigurðardóttur alveg ágætlega að leitast við að beina reiði almennings vegna ástandsins í kjaramálum að LÍÚ. Það breiðir yfir innri ágreining og veikleika stjórnarsamstarfsins að eiga sameiginlegan óvin. Það felur líka þá staðreynd að hnúturinn sem nú er kominn í kjaraviðræður á almenna vinnumarkaðnum er ekki sízt til kominn vegna þess að það tók ríkisstjórnina átta mánuði að vinna úr niðurstöðum sáttanefndarinnar svokölluðu um stjórn fiskveiða. Ábyrgðin á því að almennir launamenn eru enn með lausa samninga liggur hjá ríkisstjórninni, ekkert síður en vinnuveitendum. Það þvældist ekki fyrir Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, að hella sér yfir hina óvinsælu útgerðarmenn og þeirra ófrávíkjanlegu kröfur í 1. maí-ávarpi sínu á Akureyri. Hann er þó sjálfur með sínar ófrávíkjanlegu kröfur í farteskinu, til að mynda þá að tekið verði á þeim mun sem er á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna og almennra launþega. Það er ekki síður réttmæt krafa en krafa vinnuveitenda um að fá skýrleika í sjávarútvegsmálin áður en þeir semja til þriggja ára – og álíka loðin svör hafa fengizt frá ríkisstjórninni um hvernig á að mæta henni. Þrennt þarf að hafa í huga vegna þeirrar stöðu, sem komin er upp í kjaraviðræðunum. Í fyrsta lagi er alveg ljóst að starfsskilyrði sjávarútvegsins eru sameiginlegt hagsmunamál allra Íslendinga, vinnuveitenda og launþega, svo þungt vegur sú atvinnugrein í efnahagslífinu. Breytingar á fiskveiðistjórnun sem skerða afkomu í greininni munu koma niður á öllu launafólki, jafnt því sem starfar í sjávarútveginum og öðrum. Það þarf að finna lausn sem tryggir viðurkenningu þjóðareignar og réttlætissjónarmið í sjávarútveginum og skapar honum jafnframt hagstæð rekstrarskilyrði. Í öðru lagi vita allir, bæði vinnuveitendur og verkalýðsforingjar, að kauphækkanir sem fyrirtækin geta ekki staðið undir eru gagnslausar. Nú þarf að auka kaupmátt og atvinnu. Verði samið um innistæðulausar hækkanir, þýðir það aðeins tvennt; að fyrirtækin hækka hjá sér verðið, sem hleypir verðbólgunni af stað og hækkar lánin okkar, eða að þau fækka fólki og atvinnulausum fjölgar. Í þriðja lagi myndu allsherjarverkföll vinna óbætanlegan skaða á efnahagslífinu. Mörg fyrirtæki eru illa stödd og þyldu ekki verkföll. Slíkar aðgerðir gætu líka sett risavaxið strik í reikninginn hjá ferðaþjónustunni, í upphafi sumars sem flestir spá að geti orðið bezta ferðamannavertíð frá upphafi. Vinnuveitendur, verkalýðshreyfingin og ríkisstjórnin bera sameiginlega ábyrgð á því að leysa úr hnútnum og leiða samningaviðræður farsællega til lykta. Þá er betra að spara stóru orðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar og forysta ríkisstjórnarinnar hafa fundið sér sameiginlegan blóraböggul ef marka má ræðuhöld gærdagsins, Landssamband íslenzkra útvegsmanna. Hin ófrávíkjanlega krafa atvinnurekenda að fá einhverja vissu um starfsskilyrði sjávarútvegsins áður en gengið yrði frá kjarasamningum er kölluð „grímulaus sérhagsmunagæzla“ og „kúgun“ LÍÚ. Það hentar Jóhönnu Sigurðardóttur alveg ágætlega að leitast við að beina reiði almennings vegna ástandsins í kjaramálum að LÍÚ. Það breiðir yfir innri ágreining og veikleika stjórnarsamstarfsins að eiga sameiginlegan óvin. Það felur líka þá staðreynd að hnúturinn sem nú er kominn í kjaraviðræður á almenna vinnumarkaðnum er ekki sízt til kominn vegna þess að það tók ríkisstjórnina átta mánuði að vinna úr niðurstöðum sáttanefndarinnar svokölluðu um stjórn fiskveiða. Ábyrgðin á því að almennir launamenn eru enn með lausa samninga liggur hjá ríkisstjórninni, ekkert síður en vinnuveitendum. Það þvældist ekki fyrir Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, að hella sér yfir hina óvinsælu útgerðarmenn og þeirra ófrávíkjanlegu kröfur í 1. maí-ávarpi sínu á Akureyri. Hann er þó sjálfur með sínar ófrávíkjanlegu kröfur í farteskinu, til að mynda þá að tekið verði á þeim mun sem er á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna og almennra launþega. Það er ekki síður réttmæt krafa en krafa vinnuveitenda um að fá skýrleika í sjávarútvegsmálin áður en þeir semja til þriggja ára – og álíka loðin svör hafa fengizt frá ríkisstjórninni um hvernig á að mæta henni. Þrennt þarf að hafa í huga vegna þeirrar stöðu, sem komin er upp í kjaraviðræðunum. Í fyrsta lagi er alveg ljóst að starfsskilyrði sjávarútvegsins eru sameiginlegt hagsmunamál allra Íslendinga, vinnuveitenda og launþega, svo þungt vegur sú atvinnugrein í efnahagslífinu. Breytingar á fiskveiðistjórnun sem skerða afkomu í greininni munu koma niður á öllu launafólki, jafnt því sem starfar í sjávarútveginum og öðrum. Það þarf að finna lausn sem tryggir viðurkenningu þjóðareignar og réttlætissjónarmið í sjávarútveginum og skapar honum jafnframt hagstæð rekstrarskilyrði. Í öðru lagi vita allir, bæði vinnuveitendur og verkalýðsforingjar, að kauphækkanir sem fyrirtækin geta ekki staðið undir eru gagnslausar. Nú þarf að auka kaupmátt og atvinnu. Verði samið um innistæðulausar hækkanir, þýðir það aðeins tvennt; að fyrirtækin hækka hjá sér verðið, sem hleypir verðbólgunni af stað og hækkar lánin okkar, eða að þau fækka fólki og atvinnulausum fjölgar. Í þriðja lagi myndu allsherjarverkföll vinna óbætanlegan skaða á efnahagslífinu. Mörg fyrirtæki eru illa stödd og þyldu ekki verkföll. Slíkar aðgerðir gætu líka sett risavaxið strik í reikninginn hjá ferðaþjónustunni, í upphafi sumars sem flestir spá að geti orðið bezta ferðamannavertíð frá upphafi. Vinnuveitendur, verkalýðshreyfingin og ríkisstjórnin bera sameiginlega ábyrgð á því að leysa úr hnútnum og leiða samningaviðræður farsællega til lykta. Þá er betra að spara stóru orðin.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun