Um skammarlega óhagstætt starfsumhverfi listamanna Sigríður Ásta Árnadóttir skrifar 20. apríl 2011 09:00 Í desember voru kynntar fyrstu niðurstöður kortlagningar skapandi greina í íslensku hagkerfi. Skemmst er frá því að segja að niðurstaðan var íslenskum hönnuðum og listafólki mjög í vil, enda slagar virðisaukaskyld velta skapandi greina hátt í samanlagðar veltutölur í málmframleiðslu, eða um 191 milljarður. Og þó stendur vinnuframlag fjölmargra listamanna fyrir utan þessa samantekt þar sem einungis er gerð grein fyrir þeirri veltu sem ber virðisaukaskatt og eins og síðar verður vikið að þá er hluti listastarfsemi undanþeginn virðisaukaskatti. Þegar þessar niðurstöður voru kynntar lýstu bæði mennta- og iðnaðarráðherra ánægju og velvild í garð skapandi greina á Íslandi og er vonandi að í ljósi þessarar hagstæðu niðurstöðu verði gengið snarlega til verks við að bæta starfsumhverfi listafólks og hönnuða. Ræða iðnaðarráðherra við opnun HönnunarMars nýverið gaf síðan sömu fyrirheit. Engar atvinnuleysisbæturEn hvert er starfsumhverfi íslenskra listamanna í dag? Það er í stuttu máli sagt ömurlegt. Listamenn eiga til dæmis ekki rétt á atvinnuleysisbótum nema að mjög litlu leyti. Skattkerfið neyðir listamenn til að skila skattaskýrslu á borð við lítil fyrirtæki og er þar með gerð krafa um reiknað endurgjald (laun) upp á rúmar 400.000 krónur á mánuði til þess að eiga rétt á fullum atvinnuleysisbótum. Auk þess er til þess gerð krafa að listamaðurinn leggi algjörlega niður starfsemi sína til að geta þegið bæturnar og hafa listamenn því ekki tækifæri til að vinna að hluta að list sinni á móti. Áhugavert er að bera þessa kröfu skattyfirvalda saman við þá mánaðargreiðslu sem telst vera full listamannalaun fyrir fullt starf: tæpar 280.000 krónur. Þá gengur listamönnum oft illa að fá fæðingarorlof (ef tryggingagjaldið hefur ekki verið gert upp mánaðarlega heldur árlega – en vegna algjörs skorts á upplýsingum um skattamál til listamanna vita þetta fæstir fyrr en á reynir) og veltir maður fyrir sér til hvers í ósköpunum listamenn eru yfirleitt að greiða tryggingagjaldið! Úrelt lög um virðisaukaskattAnnað réttlætismál listamanna, sem lítið eða ekkert hefur verið fjallað um opinberlega hingað til, er virðisaukaskattsmál. Samkvæmt lögum er bein sala listamanna á verkum undanþegin virðisaukaskatti en þó eru í lögunum aðeins tilgreind verk sem falla undir tollskrárnúmer 9701.1000-9703.0000, en það eru fyrst og fremst málverk, grafík, klippimyndir og höggmyndir. Gallarnir á lögunum valda því að listamönnum er stórkostlega mismunað innbyrðis. Í krafti þessara ósanngjörnu og úreltu laga hefur skattstjóri lagst í umfangsmiklar innheimtuaðgerðir á hendur textíllistamönnum, leirlistamönnum og þeim listamönnum sem vinna í annað efni en tilgreint er í tollskránni. Hafa þær aðgerðir leitt til þess að listamenn fá reikninga upp á milljónir fyrir vangoldnum virðisaukaskatti mörg ár aftur í tímann og hafa margir lagt niður starfsemi af þessum sökum. Vinnubrögðin sem hljótast af þessum ósanngjörnu lögum fela m.a. í sér að tollvörðum er látið eftir að skilgreina hverjar af afurðum listamanna teljast listaverk og hverjar ekki. Síðastliðið sumar gerðist það að textíllistamaður sem vinnur úr handgerðum pappír var settur í tollflokk með klósettpappír! Mismunun eftir efniÞriðja réttlætismálið hlýtur að vera mismunandi virðisaukaskattsprósenta á verkum listamanna. Bækur og geisladiskar falla til dæmis undir 7% skattþrepið meðan textíllistamönnum og leirkerasmiðum er gert að leggja 25,5% skatt á sín verk við sölu. En það verður þó fyrst ljóst hversu óhagstætt starfsumhverfi listamanna á Íslandi er þegar aðstæður starfsbræðranna í hinum Norðurlandaríkjunum eru kannaðar. Lausleg könnun leiddi í ljós að listamenn í Danmörku mega selja verk fyrir allt að 6 milljónum íslenskra króna og leggja eftir það 5% virðisaukaskatt á verk sín. Tölur frá Svíþjóð og Finnlandi eru svipaðar. Auk þess virðist listamönnunum sjálfum látið eftir að skilgreina verk sín sem list… nú eða þá sem klósettpappír. Að lokum má benda á að einyrkjar sem reikna sér endurgjald af rekstri eru skikkaðir til að greiða 8% hlut atvinnurekanda í lífeyrissjóð ofan á 4% hlut launþega og fá á sig háar sektir ef þeir láta nægja að skila aðeins hlut launþega. Ég undirrituð skora á stjórn þessa lands, og þá ekki síst menntamálaráðherra og iðnaðarráðherra, að beita sér fyrir hagstæðara starfsumhverfi skapandi greina á Íslandi. Það er ekki nóg að stofna fína sjóði og útdeila verðlaunum á tyllidögum, hin raunverulega hagsbót felst í því að hafa hagstætt og sanngjarnt rekstrarumhverfi skapandi greina frá degi til dags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Í desember voru kynntar fyrstu niðurstöður kortlagningar skapandi greina í íslensku hagkerfi. Skemmst er frá því að segja að niðurstaðan var íslenskum hönnuðum og listafólki mjög í vil, enda slagar virðisaukaskyld velta skapandi greina hátt í samanlagðar veltutölur í málmframleiðslu, eða um 191 milljarður. Og þó stendur vinnuframlag fjölmargra listamanna fyrir utan þessa samantekt þar sem einungis er gerð grein fyrir þeirri veltu sem ber virðisaukaskatt og eins og síðar verður vikið að þá er hluti listastarfsemi undanþeginn virðisaukaskatti. Þegar þessar niðurstöður voru kynntar lýstu bæði mennta- og iðnaðarráðherra ánægju og velvild í garð skapandi greina á Íslandi og er vonandi að í ljósi þessarar hagstæðu niðurstöðu verði gengið snarlega til verks við að bæta starfsumhverfi listafólks og hönnuða. Ræða iðnaðarráðherra við opnun HönnunarMars nýverið gaf síðan sömu fyrirheit. Engar atvinnuleysisbæturEn hvert er starfsumhverfi íslenskra listamanna í dag? Það er í stuttu máli sagt ömurlegt. Listamenn eiga til dæmis ekki rétt á atvinnuleysisbótum nema að mjög litlu leyti. Skattkerfið neyðir listamenn til að skila skattaskýrslu á borð við lítil fyrirtæki og er þar með gerð krafa um reiknað endurgjald (laun) upp á rúmar 400.000 krónur á mánuði til þess að eiga rétt á fullum atvinnuleysisbótum. Auk þess er til þess gerð krafa að listamaðurinn leggi algjörlega niður starfsemi sína til að geta þegið bæturnar og hafa listamenn því ekki tækifæri til að vinna að hluta að list sinni á móti. Áhugavert er að bera þessa kröfu skattyfirvalda saman við þá mánaðargreiðslu sem telst vera full listamannalaun fyrir fullt starf: tæpar 280.000 krónur. Þá gengur listamönnum oft illa að fá fæðingarorlof (ef tryggingagjaldið hefur ekki verið gert upp mánaðarlega heldur árlega – en vegna algjörs skorts á upplýsingum um skattamál til listamanna vita þetta fæstir fyrr en á reynir) og veltir maður fyrir sér til hvers í ósköpunum listamenn eru yfirleitt að greiða tryggingagjaldið! Úrelt lög um virðisaukaskattAnnað réttlætismál listamanna, sem lítið eða ekkert hefur verið fjallað um opinberlega hingað til, er virðisaukaskattsmál. Samkvæmt lögum er bein sala listamanna á verkum undanþegin virðisaukaskatti en þó eru í lögunum aðeins tilgreind verk sem falla undir tollskrárnúmer 9701.1000-9703.0000, en það eru fyrst og fremst málverk, grafík, klippimyndir og höggmyndir. Gallarnir á lögunum valda því að listamönnum er stórkostlega mismunað innbyrðis. Í krafti þessara ósanngjörnu og úreltu laga hefur skattstjóri lagst í umfangsmiklar innheimtuaðgerðir á hendur textíllistamönnum, leirlistamönnum og þeim listamönnum sem vinna í annað efni en tilgreint er í tollskránni. Hafa þær aðgerðir leitt til þess að listamenn fá reikninga upp á milljónir fyrir vangoldnum virðisaukaskatti mörg ár aftur í tímann og hafa margir lagt niður starfsemi af þessum sökum. Vinnubrögðin sem hljótast af þessum ósanngjörnu lögum fela m.a. í sér að tollvörðum er látið eftir að skilgreina hverjar af afurðum listamanna teljast listaverk og hverjar ekki. Síðastliðið sumar gerðist það að textíllistamaður sem vinnur úr handgerðum pappír var settur í tollflokk með klósettpappír! Mismunun eftir efniÞriðja réttlætismálið hlýtur að vera mismunandi virðisaukaskattsprósenta á verkum listamanna. Bækur og geisladiskar falla til dæmis undir 7% skattþrepið meðan textíllistamönnum og leirkerasmiðum er gert að leggja 25,5% skatt á sín verk við sölu. En það verður þó fyrst ljóst hversu óhagstætt starfsumhverfi listamanna á Íslandi er þegar aðstæður starfsbræðranna í hinum Norðurlandaríkjunum eru kannaðar. Lausleg könnun leiddi í ljós að listamenn í Danmörku mega selja verk fyrir allt að 6 milljónum íslenskra króna og leggja eftir það 5% virðisaukaskatt á verk sín. Tölur frá Svíþjóð og Finnlandi eru svipaðar. Auk þess virðist listamönnunum sjálfum látið eftir að skilgreina verk sín sem list… nú eða þá sem klósettpappír. Að lokum má benda á að einyrkjar sem reikna sér endurgjald af rekstri eru skikkaðir til að greiða 8% hlut atvinnurekanda í lífeyrissjóð ofan á 4% hlut launþega og fá á sig háar sektir ef þeir láta nægja að skila aðeins hlut launþega. Ég undirrituð skora á stjórn þessa lands, og þá ekki síst menntamálaráðherra og iðnaðarráðherra, að beita sér fyrir hagstæðara starfsumhverfi skapandi greina á Íslandi. Það er ekki nóg að stofna fína sjóði og útdeila verðlaunum á tyllidögum, hin raunverulega hagsbót felst í því að hafa hagstætt og sanngjarnt rekstrarumhverfi skapandi greina frá degi til dags.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar