Tískusystur opna vefverslun 20. apríl 2011 09:00 opna verslun Systurnar Ása og Jóna Ottesen opna nýja vefverslun á næstu dögum. Verslunin hefur fengið nafnið Lakkalakk. Ása og Jóna Ottesen opna vefverslunina Lakkalakk. Búðin á að sverja sig í ætt við NastyGal og Pixiemarket. „Það má segja að við séum að leita aftur í ræturnar með að opna búð en við höfum báðar verið viðloðandi þennan verslunar- og tískubransa lengi,“ segir Ása Ottesen, einn vinsælasti tískubloggari landsins. Hún ætlar í samvinnu við systur sína, Jónu, að opna vefverslun stútfulla af nýjustu tísku á næstu dögum. Ása hefur löngum staðið vaktina í tískuverslunum bæjarins og nú síðast í Gyllta kettinum þar sem hún starfaði sem verslunarstjóri og stílisti í nokkur ár. Jóna hefur einnig verið með annan fótinn í verslunarbransanum en hún er nú búsett í New York og hefur séð um flestöll innkaup fyrir búðina. „Jóna átti hugmyndina að þessu öllu saman og hefur verið að þeysast um New York til að finna falleg föt og ýmsa fylgihluti. Við höfum fulla trú á því að það sé markaður fyrir flotta vefverslun á Íslandi,“ segir Ása en fyrirmyndin fyrir búðinni eru vefbúðir á borð við NastyGal og Pixiemarket sem tískusinnaðir Íslendingar ættu að kannast við. Búð þeirra systra hefur fengið nafnið Lakkalakk en það liggur skemmtileg saga á bak við nafnið. „Litla systir okkar var alltaf að biðja okkur um að naglalakka sig þegar hún var lítil nema hún sagði lakkalakk í staðinn fyrir naglalakk. Þetta nafn er því okkur kært og passar vel að okkar mati,“ segir Ása en vefurinn lakkalakk.com verður ekki bara sölusíða heldur ætla systurnar að halda úti tískubloggi og gera reglulega myndaþætti og vídeó með nýjustu vörunum. Nú þegar má fá smá forskot fyrir opnunina á Facebook-síðu Lakkalakk. En er ekkert mál að opna búð? „Jú, það er sko mikið mál. Við eigum sem betur fer góða að sem hafa trú á okkur,” segir Ása og bætir við að fyrsta sendingin hafi verið að koma í hús og að fatnaðurinn líti vel út. „Mig klæjar í puttana að fá mér eitthvað sjálf en við pöntuðum bara nokkur stykki af hverri flík til að byrja með og því verð ég að sitja á mér svo það verði eitthvað til fyrir viðskiptavinina,“ segir Ása og telur niður í opnun síðunnar lakkalakk.com 20. maí. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Sjá meira
Ása og Jóna Ottesen opna vefverslunina Lakkalakk. Búðin á að sverja sig í ætt við NastyGal og Pixiemarket. „Það má segja að við séum að leita aftur í ræturnar með að opna búð en við höfum báðar verið viðloðandi þennan verslunar- og tískubransa lengi,“ segir Ása Ottesen, einn vinsælasti tískubloggari landsins. Hún ætlar í samvinnu við systur sína, Jónu, að opna vefverslun stútfulla af nýjustu tísku á næstu dögum. Ása hefur löngum staðið vaktina í tískuverslunum bæjarins og nú síðast í Gyllta kettinum þar sem hún starfaði sem verslunarstjóri og stílisti í nokkur ár. Jóna hefur einnig verið með annan fótinn í verslunarbransanum en hún er nú búsett í New York og hefur séð um flestöll innkaup fyrir búðina. „Jóna átti hugmyndina að þessu öllu saman og hefur verið að þeysast um New York til að finna falleg föt og ýmsa fylgihluti. Við höfum fulla trú á því að það sé markaður fyrir flotta vefverslun á Íslandi,“ segir Ása en fyrirmyndin fyrir búðinni eru vefbúðir á borð við NastyGal og Pixiemarket sem tískusinnaðir Íslendingar ættu að kannast við. Búð þeirra systra hefur fengið nafnið Lakkalakk en það liggur skemmtileg saga á bak við nafnið. „Litla systir okkar var alltaf að biðja okkur um að naglalakka sig þegar hún var lítil nema hún sagði lakkalakk í staðinn fyrir naglalakk. Þetta nafn er því okkur kært og passar vel að okkar mati,“ segir Ása en vefurinn lakkalakk.com verður ekki bara sölusíða heldur ætla systurnar að halda úti tískubloggi og gera reglulega myndaþætti og vídeó með nýjustu vörunum. Nú þegar má fá smá forskot fyrir opnunina á Facebook-síðu Lakkalakk. En er ekkert mál að opna búð? „Jú, það er sko mikið mál. Við eigum sem betur fer góða að sem hafa trú á okkur,” segir Ása og bætir við að fyrsta sendingin hafi verið að koma í hús og að fatnaðurinn líti vel út. „Mig klæjar í puttana að fá mér eitthvað sjálf en við pöntuðum bara nokkur stykki af hverri flík til að byrja með og því verð ég að sitja á mér svo það verði eitthvað til fyrir viðskiptavinina,“ segir Ása og telur niður í opnun síðunnar lakkalakk.com 20. maí. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Sjá meira