Tískusystur opna vefverslun 20. apríl 2011 09:00 opna verslun Systurnar Ása og Jóna Ottesen opna nýja vefverslun á næstu dögum. Verslunin hefur fengið nafnið Lakkalakk. Ása og Jóna Ottesen opna vefverslunina Lakkalakk. Búðin á að sverja sig í ætt við NastyGal og Pixiemarket. „Það má segja að við séum að leita aftur í ræturnar með að opna búð en við höfum báðar verið viðloðandi þennan verslunar- og tískubransa lengi,“ segir Ása Ottesen, einn vinsælasti tískubloggari landsins. Hún ætlar í samvinnu við systur sína, Jónu, að opna vefverslun stútfulla af nýjustu tísku á næstu dögum. Ása hefur löngum staðið vaktina í tískuverslunum bæjarins og nú síðast í Gyllta kettinum þar sem hún starfaði sem verslunarstjóri og stílisti í nokkur ár. Jóna hefur einnig verið með annan fótinn í verslunarbransanum en hún er nú búsett í New York og hefur séð um flestöll innkaup fyrir búðina. „Jóna átti hugmyndina að þessu öllu saman og hefur verið að þeysast um New York til að finna falleg föt og ýmsa fylgihluti. Við höfum fulla trú á því að það sé markaður fyrir flotta vefverslun á Íslandi,“ segir Ása en fyrirmyndin fyrir búðinni eru vefbúðir á borð við NastyGal og Pixiemarket sem tískusinnaðir Íslendingar ættu að kannast við. Búð þeirra systra hefur fengið nafnið Lakkalakk en það liggur skemmtileg saga á bak við nafnið. „Litla systir okkar var alltaf að biðja okkur um að naglalakka sig þegar hún var lítil nema hún sagði lakkalakk í staðinn fyrir naglalakk. Þetta nafn er því okkur kært og passar vel að okkar mati,“ segir Ása en vefurinn lakkalakk.com verður ekki bara sölusíða heldur ætla systurnar að halda úti tískubloggi og gera reglulega myndaþætti og vídeó með nýjustu vörunum. Nú þegar má fá smá forskot fyrir opnunina á Facebook-síðu Lakkalakk. En er ekkert mál að opna búð? „Jú, það er sko mikið mál. Við eigum sem betur fer góða að sem hafa trú á okkur,” segir Ása og bætir við að fyrsta sendingin hafi verið að koma í hús og að fatnaðurinn líti vel út. „Mig klæjar í puttana að fá mér eitthvað sjálf en við pöntuðum bara nokkur stykki af hverri flík til að byrja með og því verð ég að sitja á mér svo það verði eitthvað til fyrir viðskiptavinina,“ segir Ása og telur niður í opnun síðunnar lakkalakk.com 20. maí. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira
Ása og Jóna Ottesen opna vefverslunina Lakkalakk. Búðin á að sverja sig í ætt við NastyGal og Pixiemarket. „Það má segja að við séum að leita aftur í ræturnar með að opna búð en við höfum báðar verið viðloðandi þennan verslunar- og tískubransa lengi,“ segir Ása Ottesen, einn vinsælasti tískubloggari landsins. Hún ætlar í samvinnu við systur sína, Jónu, að opna vefverslun stútfulla af nýjustu tísku á næstu dögum. Ása hefur löngum staðið vaktina í tískuverslunum bæjarins og nú síðast í Gyllta kettinum þar sem hún starfaði sem verslunarstjóri og stílisti í nokkur ár. Jóna hefur einnig verið með annan fótinn í verslunarbransanum en hún er nú búsett í New York og hefur séð um flestöll innkaup fyrir búðina. „Jóna átti hugmyndina að þessu öllu saman og hefur verið að þeysast um New York til að finna falleg föt og ýmsa fylgihluti. Við höfum fulla trú á því að það sé markaður fyrir flotta vefverslun á Íslandi,“ segir Ása en fyrirmyndin fyrir búðinni eru vefbúðir á borð við NastyGal og Pixiemarket sem tískusinnaðir Íslendingar ættu að kannast við. Búð þeirra systra hefur fengið nafnið Lakkalakk en það liggur skemmtileg saga á bak við nafnið. „Litla systir okkar var alltaf að biðja okkur um að naglalakka sig þegar hún var lítil nema hún sagði lakkalakk í staðinn fyrir naglalakk. Þetta nafn er því okkur kært og passar vel að okkar mati,“ segir Ása en vefurinn lakkalakk.com verður ekki bara sölusíða heldur ætla systurnar að halda úti tískubloggi og gera reglulega myndaþætti og vídeó með nýjustu vörunum. Nú þegar má fá smá forskot fyrir opnunina á Facebook-síðu Lakkalakk. En er ekkert mál að opna búð? „Jú, það er sko mikið mál. Við eigum sem betur fer góða að sem hafa trú á okkur,” segir Ása og bætir við að fyrsta sendingin hafi verið að koma í hús og að fatnaðurinn líti vel út. „Mig klæjar í puttana að fá mér eitthvað sjálf en við pöntuðum bara nokkur stykki af hverri flík til að byrja með og því verð ég að sitja á mér svo það verði eitthvað til fyrir viðskiptavinina,“ segir Ása og telur niður í opnun síðunnar lakkalakk.com 20. maí. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira