Skoðun

Icesave – leiðrétting

Jón Hjaltason skrifar
Örfáir dagar í kosningarnar stóru og enn heyri ég því haldið að þjóðinni að ef samningarnir verði felldir sé hætta á því að íslenska ríkið verði dæmt til að endurgreiða alla Icesave-skuldina, bresk-hollenska hlutann líka.



Kjarni málsins er þessi: Icesave er ennþá forgangskrafa í þrotabú Landsbankans. Með öðrum orðum; þrotabúið á að greiða. Og samkvæmt því sem okkur er sagt á búið fyrir skuldinni; ekki aðeins þeim hluta sem Bretar og Hollendingar vilja að íslenska þjóðin gangi í ábyrgð fyrir heldur einnig hinum er þessar þjóðir endurgreiddu innstæðueigendum umfram ábyrgðina. Og það sem meira er – ekki er talið útilokað að þrotabúið muni á endanum eiga eitthvað upp í vextina sem þessar þjóðir heimta af okkur (en ég sé ekki betur en að fræðingar geri því skóna að vextirnir séu einnig forgangskrafa í bú Landsbankans).



Voðinn, ef þú velur nei, er þannig ekki fólginn í þeim möguleika að skuld íslensku þjóðarinnar vaxi um allan helming fyrir dómi heldur í aðgerðum alþjóðasamfélagsins á meðan þrotabúið hefur ekki náð að reiða fram féð.



Skelfingin við jáið er hins vegar ef eitthvað fer á skjön með innheimtur í þrotabúið, gengisþróun verður óhagstæð eða að Icesave breytist úr forgangskröfu í almenna.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×