Við borgum ekki… og þó Skúli Helgason skrifar 8. apríl 2011 07:00 Við borgum ekki skuldir óreiðumanna er grunntónninn í málflutningi þeirra sem hyggjast hafna Icesave-samkomulaginu þann 9. apríl. Þetta er að öllu leyti skiljanlegt sjónarmið enda vandfundinn sá einstaklingur sem brennur í skinninu að fá að greiða úr eigin vasa fórnarkostnað af óráðsíu bankamanna í aðdraganda fjármálahrunsins. En veruleikinn er mun flóknari en svo að valið standi um að borga skuldir óreiðumanna eða gera það ekki. Reyndar er það svo að þjóðin hefur verið að borga "skuldir“ óreiðumanna allar götur frá bankahruni, í formi verðbólgu, lægri launa, hærri skatta, niðurskurðar á útgjöldum til velferðar- og menntamála, hærri húsnæðislána, eiginfjárframlaga til endurreistra banka og svo mætti áfram telja. Allt eru þetta afleiðingar af skuldum óreiðumanna og reyndar afskiptaleysi stjórnvalda í kjölfar einkavæðingar bankanna, sem hrun bankakerfisins velti yfir á herðar þjóðarinnar. Og óreiðumennirnir voru víðar en í viðskiptabönkunum því einn hæsti reikningurinn sem þjóðin þarf nú að greiða tengist tæknilegu gjaldþroti Seðlabankans vegna ábyrgðarlausrar "þjónustu“ hans við dauðadæmda banka mánuðina fyrir hrun. Kostnaður ríkissjóðs vegna þessa hefur verið áætlaður 175 milljarðar króna. Því miður fáum við aldrei að kjósa þann reikning út úr heiminum. Hann er kominn til að vera. ValiðÁ laugardaginn stendur þjóðin hins vegar frammi fyrir afdrifaríku vali. Þá gefst kostur á því að velja á milli þess að samþykkja Icesave samkomulag sem felur einmitt í sér að óreiðumennirnir eða nánar tiltekið þrotabú Landsbankans greiðir stærstan hluta Icesave-skuldarinnar (líklega yfir 90%). Ríkissjóður ábyrgist afganginn sem skv. nýjasta mati gæti numið um 27 milljörðum króna á næstu fimm árum miðað við óbreyttar forsendur um gengi, greiðsluhraða úr þrotabúinu og mat á endurheimt eigna. Sú upphæð getur hækkað í rúmlega 100 milljarða eða lækkað niður í núll ef fyrrnefndar forsendur breytast verulega sbr. nýja útreikninga hagdeildar Alþýðusambands Íslands. Hinn kostur kjósenda er að segja nei og þá bendir flest til þess að málið verði útkljáð fyrir dómstólum. Dómstólaleiðin myndi að líkindum kosta þjóðina margfalt hærri fjárhæðir, úr röðum andstæðinga samkomulagsins hafa heyrst tölur á borð við 140 milljarða króna en fulltrúar samninganefndar með Lárus Blöndal í fararbroddi hafa nefnt 400-700 milljarða króna ef allt fer á versta veg og jafnvel allt að 1100 milljarða. Dómstólaleiðin gæti líka skilað jákvæðri niðurstöðu þar sem málstaður Íslendinga yrði samþykktur um að ekki væri greiðsluskylda og útgjöldin því engin. Það eru að sönnu færri sérfræðingar en fleiri sem telja líklegt að Íslendingar vinni málið fyrir dómstólum en eina sem hægt er að fullyrða um niðurstöðu dómsmáls er að um hana ríkir óvissa. VissanEn eitt er víst – ef þjóðin segir nei við Icesave á laugardaginn þá verður kyrrstaða í íslensku hagkerfi næstu misserin, áframhaldandi atvinnuleysi á bilinu 8-9% ef að líkum lætur, lágt lánshæfismat íslenska ríkisins, skortur á erlendri fjárfestingu, lítill hagvöxtur – í einu orði sagt kreppa. Fórnarkostnaður þess að segja nei á laugardag í formi hærri vaxtagreiðslna, aukins atvinnuleysis og stöðnunar í efnahagslífi mun að líkindum hlaupa á 200-250 milljörðum króna á næstu fimm árum. Hagdeild ASÍ áætlar að ef núverandi áform um auknar fjárfestingar ganga eftir muni verðmætasköpun aukast um 119 milljarða á næstu þremur árum. Mikilvæg forsenda þessara fjárfestinga er greiður aðgangur að lánsfé en það er niðurstaða ASÍ að ef Icesave-deilan er óleyst verði erlendir lánsfjármarkaðir áfram lokaðir og verðmætasköpunin frestast sem því nemur. Áfram Ísland – já takk!Á laugardaginn fáum við sjaldgæft tækifæri til að kjósa minna atvinnuleysi, meiri hagvöxt, betri lánskjör, lægri ríkisútgjöld, minni óvissu um stöðu þjóðarbúsins. Já er ávísun á léttari byrðar almennings vegna skulda óreiðumanna í viðskiptabönkunum og Seðlabanka. Ég hvet alla til að mæta á kjörstað á laugardaginn og kjósa veginn til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Skúli Helgason Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Við borgum ekki skuldir óreiðumanna er grunntónninn í málflutningi þeirra sem hyggjast hafna Icesave-samkomulaginu þann 9. apríl. Þetta er að öllu leyti skiljanlegt sjónarmið enda vandfundinn sá einstaklingur sem brennur í skinninu að fá að greiða úr eigin vasa fórnarkostnað af óráðsíu bankamanna í aðdraganda fjármálahrunsins. En veruleikinn er mun flóknari en svo að valið standi um að borga skuldir óreiðumanna eða gera það ekki. Reyndar er það svo að þjóðin hefur verið að borga "skuldir“ óreiðumanna allar götur frá bankahruni, í formi verðbólgu, lægri launa, hærri skatta, niðurskurðar á útgjöldum til velferðar- og menntamála, hærri húsnæðislána, eiginfjárframlaga til endurreistra banka og svo mætti áfram telja. Allt eru þetta afleiðingar af skuldum óreiðumanna og reyndar afskiptaleysi stjórnvalda í kjölfar einkavæðingar bankanna, sem hrun bankakerfisins velti yfir á herðar þjóðarinnar. Og óreiðumennirnir voru víðar en í viðskiptabönkunum því einn hæsti reikningurinn sem þjóðin þarf nú að greiða tengist tæknilegu gjaldþroti Seðlabankans vegna ábyrgðarlausrar "þjónustu“ hans við dauðadæmda banka mánuðina fyrir hrun. Kostnaður ríkissjóðs vegna þessa hefur verið áætlaður 175 milljarðar króna. Því miður fáum við aldrei að kjósa þann reikning út úr heiminum. Hann er kominn til að vera. ValiðÁ laugardaginn stendur þjóðin hins vegar frammi fyrir afdrifaríku vali. Þá gefst kostur á því að velja á milli þess að samþykkja Icesave samkomulag sem felur einmitt í sér að óreiðumennirnir eða nánar tiltekið þrotabú Landsbankans greiðir stærstan hluta Icesave-skuldarinnar (líklega yfir 90%). Ríkissjóður ábyrgist afganginn sem skv. nýjasta mati gæti numið um 27 milljörðum króna á næstu fimm árum miðað við óbreyttar forsendur um gengi, greiðsluhraða úr þrotabúinu og mat á endurheimt eigna. Sú upphæð getur hækkað í rúmlega 100 milljarða eða lækkað niður í núll ef fyrrnefndar forsendur breytast verulega sbr. nýja útreikninga hagdeildar Alþýðusambands Íslands. Hinn kostur kjósenda er að segja nei og þá bendir flest til þess að málið verði útkljáð fyrir dómstólum. Dómstólaleiðin myndi að líkindum kosta þjóðina margfalt hærri fjárhæðir, úr röðum andstæðinga samkomulagsins hafa heyrst tölur á borð við 140 milljarða króna en fulltrúar samninganefndar með Lárus Blöndal í fararbroddi hafa nefnt 400-700 milljarða króna ef allt fer á versta veg og jafnvel allt að 1100 milljarða. Dómstólaleiðin gæti líka skilað jákvæðri niðurstöðu þar sem málstaður Íslendinga yrði samþykktur um að ekki væri greiðsluskylda og útgjöldin því engin. Það eru að sönnu færri sérfræðingar en fleiri sem telja líklegt að Íslendingar vinni málið fyrir dómstólum en eina sem hægt er að fullyrða um niðurstöðu dómsmáls er að um hana ríkir óvissa. VissanEn eitt er víst – ef þjóðin segir nei við Icesave á laugardaginn þá verður kyrrstaða í íslensku hagkerfi næstu misserin, áframhaldandi atvinnuleysi á bilinu 8-9% ef að líkum lætur, lágt lánshæfismat íslenska ríkisins, skortur á erlendri fjárfestingu, lítill hagvöxtur – í einu orði sagt kreppa. Fórnarkostnaður þess að segja nei á laugardag í formi hærri vaxtagreiðslna, aukins atvinnuleysis og stöðnunar í efnahagslífi mun að líkindum hlaupa á 200-250 milljörðum króna á næstu fimm árum. Hagdeild ASÍ áætlar að ef núverandi áform um auknar fjárfestingar ganga eftir muni verðmætasköpun aukast um 119 milljarða á næstu þremur árum. Mikilvæg forsenda þessara fjárfestinga er greiður aðgangur að lánsfé en það er niðurstaða ASÍ að ef Icesave-deilan er óleyst verði erlendir lánsfjármarkaðir áfram lokaðir og verðmætasköpunin frestast sem því nemur. Áfram Ísland – já takk!Á laugardaginn fáum við sjaldgæft tækifæri til að kjósa minna atvinnuleysi, meiri hagvöxt, betri lánskjör, lægri ríkisútgjöld, minni óvissu um stöðu þjóðarbúsins. Já er ávísun á léttari byrðar almennings vegna skulda óreiðumanna í viðskiptabönkunum og Seðlabanka. Ég hvet alla til að mæta á kjörstað á laugardaginn og kjósa veginn til framtíðar.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun