Sama hvað gerist á laugardaginn: Ekkert íslenskt barn fer í breska kolanámu, og hákarlarnir sigla áfram sinn sjó. Kostirnir eru einfaldlega ekki himnaríki og helvíti. Samt skiptir þjóðaratkvæðagreiðslan miklu máli. Líklegt er samt að nei-úrslit framlengi deyfð og drunga í íslensku samfélagi, auki óvissuna um framtíð fjölskyldna og fyrirtækja, viðhaldi atvinnuleysi og fátækt, tefji bæði efnalega og andlega endurreisn – og efli þar með á misrétti og úlfúð krepputímanna. Ennþá meira af leiðindum. Já á laugardaginn – það mundi hinsvegar sýna að þjóðin sé komin af sjálfsvorkunnarstiginu og farin að glíma af raunsæi við verkefnin sem fyrir liggja. Já merkir líka að hér fer fólk sem gengst við ábyrgð og stendur við skuldbindingar. Því hversu sárt sem hundsbitið kann að hafa verið þá var það sannarlega íslenskt hundsbit – íslenskra auðjöfra og íslenskra stjórnmálamanna, sem við sjálf vorum svo vitlaus að kjósa. Icesave hefur tafið og þvælst fyrir, ruglað í ríminu og valdið áköfum og þrúgandi leiðindum í þjóðlífinu. Þannig var það bara, og hvert mep sínum hætti höfum við tekið þátt í þessu havaríi. Niðurstaðan er fyrir samningur sem flestir fyrri efasemdarmenn telja ásættanlegan ef ekki beinlínis hagstæðan. Nú er að kveða burt leiðindin – og það getum við á laugardaginn.

Kveðum burt leiðindin
Skoðun

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Og hvað svo?
Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar

Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu
Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Sannleikurinn í tengdamömmumálinu
Ólöf Björnsdóttir skrifar

Hann breytti öllu – og gerði það með háði
Jónas Sen skrifar

Ekki fylla höfnina af grjóti
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Lengri útivistartími barna
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það?
Ingibjörg Isaksen skrifar

Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Flugan í ídýfunni
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar

Að mennta til lífs, ekki prófa
Sandra Sigurðardóttir skrifar

Það er kominn tími til...
Birgir Rúnar Davíðsson skrifar

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Er píptest rót alls ills?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vertu bandamaður kæri bróðir!
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Frá frammistöðuvæðingu til farsældar
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Ísland á að verja með íslenskum lögum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Logi Einarsson skrifar