Hið ískalda hagsmunamat 1. apríl 2011 06:00 Matsfyrirtækið Moody's segir allar líkur á því að fyrirtækið setji íslensk ríkisskuldabréf í ruslflokk fari svo að þjóðin hafni Icesave-samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Fari svo að þjóðin samþykki samninginn er líklegast að við breytum horfum úr neikvæðum í stöðugar," segir einnig í svari við fyrirspurn frá blaðamanni Bloomberg-fréttastofunnar en Ísland er nú metið með einkunnina Baa3 með neikvæðum horfum." (sjá www.visir.is 23. febrúar 2011). Ef marka má framangreinda yfirlýsingu Moody's eru miklir hagsmunir í því fólgnir að hafna lögunum um Icesave vegna kostnaðar við endurfjármögnun erlendra skulda hins opinbera. Samanlagðar heildarskuldir hins opinbera, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur eru nú um 1.350 milljarðar króna samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands. Mikið af þessum fjármunum hefur farið í fjárfestingar sem hafa mun lengri endurgreiðslutíma en skuldirnar. Af þeim sökum er eðlilegt að hluti þessara skulda sé endurfjármagnaður. Jafnframt þarf að stofna til nýrra skulda vegna nýrra verkefna í framtíðinni, t.a.m. vegna Hverahlíðar, Þeistareykja og Búðarháls. Kostnað sem líklegt er að falli á ríkissjóð vegna IceSave er sanngjarnt og rétt að skoða í samhengi við þann ávinning sem hlytist af samþykktinni. Talið er að líklegast sé að ríkið muni þurfa að bera 47 milljarða kostnað vegna Icesave. Sá kostnaður er tæp 3,5% af áðurgreindum skuldum hins opinbera. Ef marka má orð Moody's þarf ríkið því að reiða fram 47 milljarða á næstu fimm árum til að viðhalda lánshæfismati sínu og tryggja endurfjármögnun 1.350 milljarða skulda á alþjóðamarkaði á næstu árum. Ef samningnum verður hins vegar hafnað er svo til öruggt að endurfjármögnun skulda verður bæði erfiðari og dýrari. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hver munurinn er á fjármögnunarkostnaði ríkis sem er í ruslflokki og ríkis sem er með fjárfestingareinkunn. Vísbendingar er þó að finna með því að bera saman vexti á ruslskuldabréfum og skuldabréf fyrirtækja með fjárfestingareinkunn í Bandaríkjunum. Nú um stundir er munurinn á þessum tveim flokkum 3,2% á ári. Sú vaxtaprósenta gefur um 43 milljarða á ári miðað við 1.350 milljarða höfuðstól. Ef við hins vegar lækkum muninn í 2% í varúðarskyni þá er munurinn 27 milljarðar á ári. Þess má einnig geta að vaxtaálag Portúgals er nú 5,65% og Grikklands 9,80% sem gefur vísbendingar um að kjör Íslands yrðu um 5,44% í stað 2,24% nú (reyndar myndi betri einkunn í kjölfar samþykktar lækka núverandi álag, en það er önnur saga og lengri). Nú er auðvelt að bera sviðsmyndirnar tvær saman: 1. Samningar samþykktir og fjárfestingaeinkunn tryggð. Þá er líklegast að ríkissjóður þurfi að greiða Bretum og Hollendingum 47 milljarða á næstu fimm árum. 2. Samningnum hafnað og einkunn fer í ruslflokk. Þá er líklegast að fjármögnunarkostnaður verði 27-43 milljörðum hærri á ári vegna lélegra lánshæfismats sem gefur 135 til 216 milljarða á fimm árum. Ef menn vilja taka ákvörðun um hvort þeir samþykkja eða hafna Icesave út frá kostnaði við endurfjármögnun skulda hins opinbera þá er augljóst hvor kosturinn er valinn – þetta er hið ískalda hagsmunamat. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir Icesave Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Sjá meira
Matsfyrirtækið Moody's segir allar líkur á því að fyrirtækið setji íslensk ríkisskuldabréf í ruslflokk fari svo að þjóðin hafni Icesave-samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Fari svo að þjóðin samþykki samninginn er líklegast að við breytum horfum úr neikvæðum í stöðugar," segir einnig í svari við fyrirspurn frá blaðamanni Bloomberg-fréttastofunnar en Ísland er nú metið með einkunnina Baa3 með neikvæðum horfum." (sjá www.visir.is 23. febrúar 2011). Ef marka má framangreinda yfirlýsingu Moody's eru miklir hagsmunir í því fólgnir að hafna lögunum um Icesave vegna kostnaðar við endurfjármögnun erlendra skulda hins opinbera. Samanlagðar heildarskuldir hins opinbera, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur eru nú um 1.350 milljarðar króna samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands. Mikið af þessum fjármunum hefur farið í fjárfestingar sem hafa mun lengri endurgreiðslutíma en skuldirnar. Af þeim sökum er eðlilegt að hluti þessara skulda sé endurfjármagnaður. Jafnframt þarf að stofna til nýrra skulda vegna nýrra verkefna í framtíðinni, t.a.m. vegna Hverahlíðar, Þeistareykja og Búðarháls. Kostnað sem líklegt er að falli á ríkissjóð vegna IceSave er sanngjarnt og rétt að skoða í samhengi við þann ávinning sem hlytist af samþykktinni. Talið er að líklegast sé að ríkið muni þurfa að bera 47 milljarða kostnað vegna Icesave. Sá kostnaður er tæp 3,5% af áðurgreindum skuldum hins opinbera. Ef marka má orð Moody's þarf ríkið því að reiða fram 47 milljarða á næstu fimm árum til að viðhalda lánshæfismati sínu og tryggja endurfjármögnun 1.350 milljarða skulda á alþjóðamarkaði á næstu árum. Ef samningnum verður hins vegar hafnað er svo til öruggt að endurfjármögnun skulda verður bæði erfiðari og dýrari. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hver munurinn er á fjármögnunarkostnaði ríkis sem er í ruslflokki og ríkis sem er með fjárfestingareinkunn. Vísbendingar er þó að finna með því að bera saman vexti á ruslskuldabréfum og skuldabréf fyrirtækja með fjárfestingareinkunn í Bandaríkjunum. Nú um stundir er munurinn á þessum tveim flokkum 3,2% á ári. Sú vaxtaprósenta gefur um 43 milljarða á ári miðað við 1.350 milljarða höfuðstól. Ef við hins vegar lækkum muninn í 2% í varúðarskyni þá er munurinn 27 milljarðar á ári. Þess má einnig geta að vaxtaálag Portúgals er nú 5,65% og Grikklands 9,80% sem gefur vísbendingar um að kjör Íslands yrðu um 5,44% í stað 2,24% nú (reyndar myndi betri einkunn í kjölfar samþykktar lækka núverandi álag, en það er önnur saga og lengri). Nú er auðvelt að bera sviðsmyndirnar tvær saman: 1. Samningar samþykktir og fjárfestingaeinkunn tryggð. Þá er líklegast að ríkissjóður þurfi að greiða Bretum og Hollendingum 47 milljarða á næstu fimm árum. 2. Samningnum hafnað og einkunn fer í ruslflokk. Þá er líklegast að fjármögnunarkostnaður verði 27-43 milljörðum hærri á ári vegna lélegra lánshæfismats sem gefur 135 til 216 milljarða á fimm árum. Ef menn vilja taka ákvörðun um hvort þeir samþykkja eða hafna Icesave út frá kostnaði við endurfjármögnun skulda hins opinbera þá er augljóst hvor kosturinn er valinn – þetta er hið ískalda hagsmunamat.
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar