Misskilningur ritstjóra 1. apríl 2011 06:00 guðl Ólafur Stephensen ritstjóri skrifar leiðara í Fréttablaðið laugardaginn 26. mars. Ritstjórinn fellur þar í þá gryfju að endurtaka ónákvæmni um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna og færa ábyrgð á stöðunni þaðan sem hún á heima. Fyrir 14 árum sömdu heildarsamtök opinberra starfsmanna og fjármálaráðuneytið um breytingar á lífeyrissjóðskerfi opinberra starfsmanna, en hann virkaði þá nánast sem gegnumstreymissjóður. Áhvíldum skuldbindingum sjóðsins var komið fyrir í B-deild og henni lokað fyrir nýjum félögum. Þetta var árið 1997. Nýir starfsmenn, og þeir eldri sem það kusu, fóru inn í A-deild, en þar eru greiðslur samtímagreiddar, þar sem ákveðið var að koma í veg fyrir frekari uppsöfnun á skuldbindingum vegna lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna. Ríkisvaldið hefur hins vegar ekki greitt það sem því ber inn í B-deildina og því hefur safnast þar upp 350 milljarða skuld, ekki 500 milljarðar eins og ritstjórinn ræddi um. Það var val launagreiðandans, ríkisvaldsins, að nota það fé í önnur verkefni; um það höfðu opinberir starfsmenn ekkert að segja. Að frumkvæði opinberra starfsmanna eru nú hafnar viðræður um hvernig sú uppsöfnun verður greidd niður. Mikilvægt er að hafa í huga að B-deildin á fyrir skuldbindingum sínum til áranna 2023-2025. Hefjist reglulegar innágreiðslur nú þegar, er um að ræða 7-8 milljarða króna á ári þar til sjóðurinn hefur verið gerður upp. En hver eru hin raunverulegu lífeyriskjör og þýðir þetta að opinberir starfsmenn fái í raun mun hærri upphæðir til framfærslu í ellinni en aðrir? Svo er alls ekki og raunar hafa forystumenn BSRB og BHM bent á að þegar launa- og lífeyriskjör yfir ævina eru skoðuð saman, það er ævitekjur, fá opinberir starfsmenn lægri greiðslur en þeir á almenna markaðnum. Lög tryggja öllum að lágmarki 184.140 krónur á mánuði í lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins. Greiðslur úr lífeyrissjóðum dragast frá þeirri upphæð. Almennt fá lífeyrisþegar úr opinberu sjóðunum hærri greiðslur þaðan og þar af leiðandi lægri frá Tryggingastofnun. Þeir sem hafa lakari lífeyri, svo sem starfsmenn á almenna markaðnum, þiggja hins vegar hærri greiðslur frá Tryggingastofnun. Þessi mál þarf því að kanna í samhengi og opinberir starfsmenn hafa hafið þá vinnu. Fróðlegt verður að sjá niðurstöðurnar og hver er skuldbinding ríkissjóðs, í gegnum Tryggingastofnun, vegna lífeyrisþega úr almennu lífeyrissjóðunum. Falin skuldbinding ríkissjóðs vegna sjóðfélaga almennu sjóðanna er því gríðarlega mikil. Ríkissjóður er öryggisnetið og greiðslan lendir á Tryggingastofnun standi lífeyrissjóðir ekki undir henni. Það er því í raun ekki skrýtið að atvinnurekendur vilji heldur halda iðgjöldum í sjóðina lágum, ríkið hleypur undir bagga með þeim hvort eð er. Í þessu samhengi þarf einnig að skoða skuldbindinguna varðandi B-deildina; 350 milljarða króna. Hve hár hluti hennar fer aftur í ríkissjóð í formi skatta? Hversu mikið lækka greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins vegna útgreiðslna B-deildarinnar? Allt þetta þarf að kanna áður en farið er af stað, líkt og ritstjórinn gerir, og fullyrt að lífeyrisskuldbindingar gagnvart opinberum starfsmönnum vinni á einhvern hátt gegn skattgreiðendum. Um nokkra hríð hefur staðið yfir vinna til samræmingar nýs lífeyriskerfis í landinu. Það er stórmerkileg vinna og í fyrsta sinn í sögunni sem allir aðilar koma með opnum huga að slíku borði. Það er leitt að órökstuddar upphrópanir, bæði þeirra sem standa í vinnunni og þeirra sem standa utan hennar, skuli skemma fyrir því góða samstarfi sem þar er rækt.eir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
guðl Ólafur Stephensen ritstjóri skrifar leiðara í Fréttablaðið laugardaginn 26. mars. Ritstjórinn fellur þar í þá gryfju að endurtaka ónákvæmni um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna og færa ábyrgð á stöðunni þaðan sem hún á heima. Fyrir 14 árum sömdu heildarsamtök opinberra starfsmanna og fjármálaráðuneytið um breytingar á lífeyrissjóðskerfi opinberra starfsmanna, en hann virkaði þá nánast sem gegnumstreymissjóður. Áhvíldum skuldbindingum sjóðsins var komið fyrir í B-deild og henni lokað fyrir nýjum félögum. Þetta var árið 1997. Nýir starfsmenn, og þeir eldri sem það kusu, fóru inn í A-deild, en þar eru greiðslur samtímagreiddar, þar sem ákveðið var að koma í veg fyrir frekari uppsöfnun á skuldbindingum vegna lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna. Ríkisvaldið hefur hins vegar ekki greitt það sem því ber inn í B-deildina og því hefur safnast þar upp 350 milljarða skuld, ekki 500 milljarðar eins og ritstjórinn ræddi um. Það var val launagreiðandans, ríkisvaldsins, að nota það fé í önnur verkefni; um það höfðu opinberir starfsmenn ekkert að segja. Að frumkvæði opinberra starfsmanna eru nú hafnar viðræður um hvernig sú uppsöfnun verður greidd niður. Mikilvægt er að hafa í huga að B-deildin á fyrir skuldbindingum sínum til áranna 2023-2025. Hefjist reglulegar innágreiðslur nú þegar, er um að ræða 7-8 milljarða króna á ári þar til sjóðurinn hefur verið gerður upp. En hver eru hin raunverulegu lífeyriskjör og þýðir þetta að opinberir starfsmenn fái í raun mun hærri upphæðir til framfærslu í ellinni en aðrir? Svo er alls ekki og raunar hafa forystumenn BSRB og BHM bent á að þegar launa- og lífeyriskjör yfir ævina eru skoðuð saman, það er ævitekjur, fá opinberir starfsmenn lægri greiðslur en þeir á almenna markaðnum. Lög tryggja öllum að lágmarki 184.140 krónur á mánuði í lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins. Greiðslur úr lífeyrissjóðum dragast frá þeirri upphæð. Almennt fá lífeyrisþegar úr opinberu sjóðunum hærri greiðslur þaðan og þar af leiðandi lægri frá Tryggingastofnun. Þeir sem hafa lakari lífeyri, svo sem starfsmenn á almenna markaðnum, þiggja hins vegar hærri greiðslur frá Tryggingastofnun. Þessi mál þarf því að kanna í samhengi og opinberir starfsmenn hafa hafið þá vinnu. Fróðlegt verður að sjá niðurstöðurnar og hver er skuldbinding ríkissjóðs, í gegnum Tryggingastofnun, vegna lífeyrisþega úr almennu lífeyrissjóðunum. Falin skuldbinding ríkissjóðs vegna sjóðfélaga almennu sjóðanna er því gríðarlega mikil. Ríkissjóður er öryggisnetið og greiðslan lendir á Tryggingastofnun standi lífeyrissjóðir ekki undir henni. Það er því í raun ekki skrýtið að atvinnurekendur vilji heldur halda iðgjöldum í sjóðina lágum, ríkið hleypur undir bagga með þeim hvort eð er. Í þessu samhengi þarf einnig að skoða skuldbindinguna varðandi B-deildina; 350 milljarða króna. Hve hár hluti hennar fer aftur í ríkissjóð í formi skatta? Hversu mikið lækka greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins vegna útgreiðslna B-deildarinnar? Allt þetta þarf að kanna áður en farið er af stað, líkt og ritstjórinn gerir, og fullyrt að lífeyrisskuldbindingar gagnvart opinberum starfsmönnum vinni á einhvern hátt gegn skattgreiðendum. Um nokkra hríð hefur staðið yfir vinna til samræmingar nýs lífeyriskerfis í landinu. Það er stórmerkileg vinna og í fyrsta sinn í sögunni sem allir aðilar koma með opnum huga að slíku borði. Það er leitt að órökstuddar upphrópanir, bæði þeirra sem standa í vinnunni og þeirra sem standa utan hennar, skuli skemma fyrir því góða samstarfi sem þar er rækt.eir
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun