Fréttaskýring: Í verri stöðu ef málið tapast fyrir dómi 21. febrúar 2011 16:00 Hvað tekur við ef samkomulag um Icesave verður ekki staðfest? Fari svo að þjóðin hafni Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu er hætt við því að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) muni höfða mál gegn Íslendingum fyrir brot á EES-samningnum. Þá eru einnig líkur á því að Bretar og Hollendingar höfði mál. Óvíst er hvaða niðurstaða myndi fást úr slíkum dómsmálum og ekki víst að hún yrði hagstæðari Íslendingum en núverandi samningar. Þetta segir Stefán Már Stefánsson lagaprófessor í samtali við Fréttablaðið. Stefán Már var einn fjögurra lögfræðinga sem skiluðu álitsgerð um Icesave-samninginn í byrjun janúar á þessu ári að beiðni fjárlaganefndar Alþingis. Lögfræðingarnir fjórir voru ekki á einu máli um líklega niðurstöðu af dómstólaleiðinni. Í álitsgerðinni kemur fram að ef Icesave-deilunni verði ekki lokið með samkomulagi er mögulegt að Bretar og Hollendingar muni höfða mál gegn Íslendingum. Þeir muni þá meðal annars halda því fram að ríkisstjórn eða ráðherrar hafi gefið bindandi yfirlýsingar um að greiða fjárhæðir sem þeir innleystu til reikningseigenda. Þessi málsókn yrði sennilega reist á því að íslenska ríkið hafi ekki fullnægt skuldbindingum sínum samkvæmt Evróputilskipun og að þeir hefðu mismunað innstæðueigendum. Bretar og Hollendingar myndu að öllum líkindum miða mál sitt við alla þá fjárhæð sem þeir innleystu en ekki einungis við rúmlega 20 þúsund evrur á hvern innstæðueiganda. Fram kemur í álitinu að nái ítrustu kröfur Breta og Hollendinga fram að ganga fyrir dómstólum er núverandi Icesave-samningur mun hagstæðari. Að sögn Stefáns Más munu Bretar og Hollendingar þurfa að sækja málið fyrir íslenskum dómstólum. Ekki sé þó hægt að útiloka að þeir muni reyna að sækja málið ytra. Í álitinu er talið að ESA muni að öllum líkindum fara af stað með samningsbrotamál gegn Íslandi. Stefán Már segir það slæmt fyrir Íslendinga ef ESA vinni málið fyrir EFTA-dómstólnum. Þá hafi Íslendingar í stað þess að vera með samning í höndunum verið dæmdir fyrir brot á öðrum samningi. Í álitinu er jafnframt talið líklegt að Bretar og Hollendingar, og jafnvel aðrar þjóðir, muni halda uppi að minnsta kosti svipuðu andófi gegn Íslandi og íslenskum hagsmunum og hingað til. Það hafi birst í andstöðu þeirra við lánveitingar og aðra fyrirgreiðslu, til dæmis hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evrópska framkvæmdabankanum og fleiri aðilum. Óljóst sé hversu umfangsmiklar aðgerðirnar geta orðið eða hve lengi þær munu standa. Þetta gæti valdið Íslandi tjóni þótt ekki sé lagt mat á eðli eða umfang þess. Í álitsgerðinni segir að kostirnir við að halda málaferlum til streitu séu þeir að þá fáist lögfræðileg úrlausn sem hugsanlega hefði þau áhrif að íslenska ríkið þyrfti ekki að greiða. Ókostirnir séu aftur á móti þeir að málið gæti tapast sem myndi að öllum líkindum setja Ísland í verri samningsstöðu en nú og gæti leitt til óhagstæðari niðurstöðu. Dómsmálið gæti dregist á langinn með samsvarandi óvissu og tjóni fyrir alla aðila. Það geti einnig haft áhrif á vinsamleg samskipti við þjóðir sem eiga í hlut. Stefán Már hefur ítrekað bent á að hann telji að Íslendingar geti unnið málið fyrir dómstólum. Óvissa fylgi því hins vegar að fara með málið þangað. „Það eru betri lögfræðingar en ég sem telja að við getum tapað málinu," segir hann. Stefán Már bendir þó einnig á að ákveðin óvissa fylgi núverandi Icesave-samningi – eitthvað sem hann hefði viljað vera laus við. kristjan@frettabladid.is Icesave Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Hvað tekur við ef samkomulag um Icesave verður ekki staðfest? Fari svo að þjóðin hafni Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu er hætt við því að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) muni höfða mál gegn Íslendingum fyrir brot á EES-samningnum. Þá eru einnig líkur á því að Bretar og Hollendingar höfði mál. Óvíst er hvaða niðurstaða myndi fást úr slíkum dómsmálum og ekki víst að hún yrði hagstæðari Íslendingum en núverandi samningar. Þetta segir Stefán Már Stefánsson lagaprófessor í samtali við Fréttablaðið. Stefán Már var einn fjögurra lögfræðinga sem skiluðu álitsgerð um Icesave-samninginn í byrjun janúar á þessu ári að beiðni fjárlaganefndar Alþingis. Lögfræðingarnir fjórir voru ekki á einu máli um líklega niðurstöðu af dómstólaleiðinni. Í álitsgerðinni kemur fram að ef Icesave-deilunni verði ekki lokið með samkomulagi er mögulegt að Bretar og Hollendingar muni höfða mál gegn Íslendingum. Þeir muni þá meðal annars halda því fram að ríkisstjórn eða ráðherrar hafi gefið bindandi yfirlýsingar um að greiða fjárhæðir sem þeir innleystu til reikningseigenda. Þessi málsókn yrði sennilega reist á því að íslenska ríkið hafi ekki fullnægt skuldbindingum sínum samkvæmt Evróputilskipun og að þeir hefðu mismunað innstæðueigendum. Bretar og Hollendingar myndu að öllum líkindum miða mál sitt við alla þá fjárhæð sem þeir innleystu en ekki einungis við rúmlega 20 þúsund evrur á hvern innstæðueiganda. Fram kemur í álitinu að nái ítrustu kröfur Breta og Hollendinga fram að ganga fyrir dómstólum er núverandi Icesave-samningur mun hagstæðari. Að sögn Stefáns Más munu Bretar og Hollendingar þurfa að sækja málið fyrir íslenskum dómstólum. Ekki sé þó hægt að útiloka að þeir muni reyna að sækja málið ytra. Í álitinu er talið að ESA muni að öllum líkindum fara af stað með samningsbrotamál gegn Íslandi. Stefán Már segir það slæmt fyrir Íslendinga ef ESA vinni málið fyrir EFTA-dómstólnum. Þá hafi Íslendingar í stað þess að vera með samning í höndunum verið dæmdir fyrir brot á öðrum samningi. Í álitinu er jafnframt talið líklegt að Bretar og Hollendingar, og jafnvel aðrar þjóðir, muni halda uppi að minnsta kosti svipuðu andófi gegn Íslandi og íslenskum hagsmunum og hingað til. Það hafi birst í andstöðu þeirra við lánveitingar og aðra fyrirgreiðslu, til dæmis hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evrópska framkvæmdabankanum og fleiri aðilum. Óljóst sé hversu umfangsmiklar aðgerðirnar geta orðið eða hve lengi þær munu standa. Þetta gæti valdið Íslandi tjóni þótt ekki sé lagt mat á eðli eða umfang þess. Í álitsgerðinni segir að kostirnir við að halda málaferlum til streitu séu þeir að þá fáist lögfræðileg úrlausn sem hugsanlega hefði þau áhrif að íslenska ríkið þyrfti ekki að greiða. Ókostirnir séu aftur á móti þeir að málið gæti tapast sem myndi að öllum líkindum setja Ísland í verri samningsstöðu en nú og gæti leitt til óhagstæðari niðurstöðu. Dómsmálið gæti dregist á langinn með samsvarandi óvissu og tjóni fyrir alla aðila. Það geti einnig haft áhrif á vinsamleg samskipti við þjóðir sem eiga í hlut. Stefán Már hefur ítrekað bent á að hann telji að Íslendingar geti unnið málið fyrir dómstólum. Óvissa fylgi því hins vegar að fara með málið þangað. „Það eru betri lögfræðingar en ég sem telja að við getum tapað málinu," segir hann. Stefán Már bendir þó einnig á að ákveðin óvissa fylgi núverandi Icesave-samningi – eitthvað sem hann hefði viljað vera laus við. kristjan@frettabladid.is
Icesave Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira