Jöfn foreldraábyrgð Karvel Aðalsteinn Jónsson skrifar 15. febrúar 2011 06:00 Að vera foreldri er mikil hamingja en hlutverkinu fylgir ábyrgð. Við viljum sjá barninu farveg út í lífið, kenna því góð gildi og að vera því leiðarljós. Jöfn ábyrgð beggja foreldra er að þessu leyti afar mikilvæg og stuðlar að jöfnuði á öðrum sviðum samfélagsins. Þessi foreldraábyrgð er þó ójöfn þegar kemur að skilnaðarbörnum og börnum sem eru fædd utan hjónabands og sambúðar - m.a. sökum þess að íslenskir dómstólar geta ekki dæmt foreldrum sameiginlega forsjá yfir börnum sínum þótt þeir teljist báðir hæfir, líkt og tíðkast í nágrannalöndum okkar. Þegar annað foreldrið hlýtur forsjána, eins og íslenska kerfið kveður á um, fylgja því ýmis réttindi sem hitt foreldrið fær ekki. Er það eðlilegt að einungis lögheimilisforeldrið fái allar félagslegar bætur en umgengnisforeldrið ekki krónu, þótt umgengni og framfærsla sé jöfn? Er það jafnrétti að annað foreldrið þurfi jafnvel að berjast fyrir því að fá eðlilega umgengni við börnin sín? Svarið við öllu þessu er auðvitað NEI en þetta er hins vegar staðan eins og hún er á Íslandi árið 2011 og hefur reyndar verið svo í áratugi. Þannig er Ísland langt á eftir nágrannalöndunum, viðheldur ójöfnuði með sjálfvirkum hætti og gerir öðru foreldrinu hærra undir höfði. Er þetta æskileg staða? Ég held að allt skynsamt fólk sjái í hendi sér að svona eigi hlutirnir ekki að vera. Þetta á stóran þátt í að viðhalda ójafnri stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Jafnari ábyrgð á börnum skapar báðum foreldrum meiri sveigjanleika í vinnu, hvað varðar tekjur, vinnutíma o.sv.fr. Á meðan misrétti í foreldraábyrgð er til staðar munu kynin ekki standa jafnfætis á vinnumarkaði. Við þurfum því að breyta þessu og henda burt úreldum viðhorfum. Með jafnri foreldraábyrgð stuðlum við að jöfnum tækifærum. Það er hins vegar stjórnvalda að breyta lögum, og vil ég benda á Noreg sem góða fyrirmynd í þeim efnum. Breytum hugarfarinu, gerum það nútímalegt og stuðlum að jafnri foreldraábyrgð og þar með jöfnum tækifærum beggja kynja í nútímasamfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Að vera foreldri er mikil hamingja en hlutverkinu fylgir ábyrgð. Við viljum sjá barninu farveg út í lífið, kenna því góð gildi og að vera því leiðarljós. Jöfn ábyrgð beggja foreldra er að þessu leyti afar mikilvæg og stuðlar að jöfnuði á öðrum sviðum samfélagsins. Þessi foreldraábyrgð er þó ójöfn þegar kemur að skilnaðarbörnum og börnum sem eru fædd utan hjónabands og sambúðar - m.a. sökum þess að íslenskir dómstólar geta ekki dæmt foreldrum sameiginlega forsjá yfir börnum sínum þótt þeir teljist báðir hæfir, líkt og tíðkast í nágrannalöndum okkar. Þegar annað foreldrið hlýtur forsjána, eins og íslenska kerfið kveður á um, fylgja því ýmis réttindi sem hitt foreldrið fær ekki. Er það eðlilegt að einungis lögheimilisforeldrið fái allar félagslegar bætur en umgengnisforeldrið ekki krónu, þótt umgengni og framfærsla sé jöfn? Er það jafnrétti að annað foreldrið þurfi jafnvel að berjast fyrir því að fá eðlilega umgengni við börnin sín? Svarið við öllu þessu er auðvitað NEI en þetta er hins vegar staðan eins og hún er á Íslandi árið 2011 og hefur reyndar verið svo í áratugi. Þannig er Ísland langt á eftir nágrannalöndunum, viðheldur ójöfnuði með sjálfvirkum hætti og gerir öðru foreldrinu hærra undir höfði. Er þetta æskileg staða? Ég held að allt skynsamt fólk sjái í hendi sér að svona eigi hlutirnir ekki að vera. Þetta á stóran þátt í að viðhalda ójafnri stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Jafnari ábyrgð á börnum skapar báðum foreldrum meiri sveigjanleika í vinnu, hvað varðar tekjur, vinnutíma o.sv.fr. Á meðan misrétti í foreldraábyrgð er til staðar munu kynin ekki standa jafnfætis á vinnumarkaði. Við þurfum því að breyta þessu og henda burt úreldum viðhorfum. Með jafnri foreldraábyrgð stuðlum við að jöfnum tækifærum. Það er hins vegar stjórnvalda að breyta lögum, og vil ég benda á Noreg sem góða fyrirmynd í þeim efnum. Breytum hugarfarinu, gerum það nútímalegt og stuðlum að jafnri foreldraábyrgð og þar með jöfnum tækifærum beggja kynja í nútímasamfélagi.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar