
Ísland á tímamótum og á réttri leið!
Þetta skipar Íslandi á bekk með aðeins u.þ.b. 8 OECD-löndum sem stefna að jákvæðum frumjöfnuði samkvæmt fjárlögum sínum á árinu. Fjárlögin 2011 og fyrri ráðstafanir ríkisstjórnarinnar innihalda vissulega erfiðar aðgerðir, en þó er óumdeilt að þær hafa verið útfærðar á þann hátt að reynt er að verja hið norræna velferðarsamfélag eins og kostur er og hlífa hinum tekjulægri. Ísland hefur farið sína eigin leið en engu að síður náð þeim árangri sem að var stefnt. Það er skoðun undirritaðs að ábyrg og sjálfbær opinber fjármál eigi að vera kjarninn í stefnu allra félagslega þenkjandi stjórnvalda. Án sjálfbærra opinberra fjármála verður velferðin ekki tryggð til frambúðar.
Sá árangur sem náðst hefur við að innleiða efnahagslegan stöðugleika skapar mikilvægar forsendur fyrir áframhaldandi endurreisn og uppbyggingu Íslands í kjölfar fjármálaáfallsins sem hér varð í október 2008. Verðbólga er nú komin inn fyrir viðmiðunarmörk Seðlabanka Íslands (2,5%), vextir hafa lækkað skarpt og eru nú komnir á viðunandi ról, gengi krónunnar hefur styrkst um ein 12% á síðasta ári og helst stöðugt, atvinnuleysi er minna en spáð var og skuldir ríkissjóðs hafa náð hámarki og stöðvast við mun lægra hlutfall landsframleiðslu en áður var talið (heildarskuldir um 84% en hreinar skuldir um 43%, án Icesave).
Að baki er árangursrík IV. endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og með stuðningi hinna Norðurlandríkjanna fjögurra, Póllands og Færeyja. Þessi endurskoðun markar einnig tímamót og með henni opnast aðgangur að síðasta hluta gjaldeyrislána sem Ísland getur nú tekið eftir þörfum til að byggja áfram upp gjaldeyrisvaraforða og búa í haginn fyrir framtíðina. Að áfallalausu lýkur samstarfinu við AGS síðsumars (í ágúst). Að frátöldum þeim töfum sem urðu á framkvæmd efnahagsáætlunarinnar af utanaðkomandi orsökum eru allar forsendur til að áætlunin verði talin dæmi um vel heppnaða aðgerð. Ísland hefur lagað áætlunina að sínum aðstæðum og pólitísku áherslum og AGS getur notað árangurinn sem skrautfjöður í hattinn og til að bæta sinn orðstír.
Þegar staða Íslands nú er metin er hún á flestan hátt betri en menn gátu gert sér vonir um fyrir tveimur árum. Áhættuálagið á Ísland hefur lækkað jafnt og þétt og við erum löngu horfin af lista yfir þær þjóðir sem mest hætta er á að ekki ráði við skuldbindingar sínar. Landið er ekki lengur nefnt í því sambandi. Áframhaldandi og jákvæð þróun næstu mánuði gerir raunhæft að ætla að Íslandi opnist almennt aðgangur að alþjóðlegum fjármálamörkuðum innan skamms. Viðsnúningur er orðinn í hagkerfinu og hagvöxtur hafinn en óvissan um hve kraftmikill hann verður er að nokkru bundin því hvernig tekst að örva fjárfestingar á komandi mánuðum og misserum. Í þeim efnum eru horfur þó batnandi, útlit er fyrir mikinn vöxt í ferðaþjónustu, ýmsum tækni- og þekkingargreinum og hinum skapandi geira. Almennt er útflutnings- og samkeppnisstarfsemin kraftmikil, eins og sést á metafgangi af vöru- og þjónustuviðskiptum. Góðar horfur eru á að á næstu vikum og mánuðum verði teknar endanlegar ákvarðanir um nokkur lítil og meðalstór fjárfestingarverkefni sem breikka grundvöll atvinnulífsins og auka fjölbreytni, einkum á sviði grænnar orkunýtingar.
Ísland er á réttri leið þótt vissulega bíði stjórnvalda að glíma áfram við mörg krefjandi verkefni.
Skoðun

Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Vinnustaðir fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson skrifar

Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki?
Jón Hrói Finnsson skrifar

Blóð, sviti og tár
Jökull Jörgensen skrifar

Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju?
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar