Vanhæfur saksóknari - vond ákæra Einar Steingrímsson skrifar 12. janúar 2011 06:00 Það er nöturlegt að í einu af fyrstu sakamálunum í kjölfar hrunsins, þar sem aðalmeðferð fer fram í næstu viku, eru það ekki hrunvaldar sem dregnir eru fyrir dóm heldur níu mótmælendur, ákærðir fyrir glæp sem aldrei var framinn. Lára V. Júlíusdóttir er settur saksóknari í Nímenningamálinu. Hún tók að sér starfið þótt hún hafi talsverð tengsl við Alþingi, sem er meintur brotaþoli. Lára sat á Alþingi (sem varamaður) á árunum 1987-90, og hún er kjörin af Alþingi sem formaður bankaráðs Seðlabankans. Lára skrifaði líka skrifstofustjóra Alþingis og "pantaði" kæru vegna húsbrots, því annars væri ekki hægt að ákæra fyrir það. Það er því fráleitt að segja að hún sé óháð Alþingi. Ef til vill veldur ofangreint ekki því að Lára sé sjálfkrafa vanhæf, en samkvæmt lögum er saksóknari vanhæfur ef "fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa." Þar sem hér er um ákaflega umdeilt mál að ræða var vanhugsað af Láru að taka það að sér; grunsemdirnar um að hún sé fyrirfram hliðholl öðrum málsaðila munu aldrei hverfa, og það mun veikja traust almennings á réttarkerfinu. Það bætir ekki úr skák að Lára ákvað, í trássi við niðurstöðu lögreglurannsóknar á málinu, að ákæra á grundvelli 100. greinar almennra hegningarlaga, sem fjallar um tilraunir til valdaráns, enda eru viðurlög að lágmarki eins árs fangelsi. Þessi ákæra er glórulaus, enda ljóst að ekkert slíkt vakti fyrir sakborningum, hvað þá að þeir hafi haft nokkra möguleika á að ógna "sjálfræði" Alþingis. Það er erfitt að sjá þessa ákæru sem annað en heiftarlega árás ríkisvaldsins á frelsi til mótmæla, enda er ákæran sjálf til þess fallin að hræða fólk frá því að neyta mótmælaréttar síns. Yrði sakfellt verður það eitt ljótasta dómsmorðið í íslenskri réttarsögu. Lára hefði aldrei átt að taka að sér saksókn í málinu vegna vanhæfis síns. Úr því sem komið er getur hún bara gert eitt til að forðast að setja ljótan blett á íslenska réttarkerfið, nefnilega að draga ákærurnar til baka. Geri hún það ekki mun þetta mál varpa ævarandi skugga á lögmannsheiður hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Steingrímsson Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Það er nöturlegt að í einu af fyrstu sakamálunum í kjölfar hrunsins, þar sem aðalmeðferð fer fram í næstu viku, eru það ekki hrunvaldar sem dregnir eru fyrir dóm heldur níu mótmælendur, ákærðir fyrir glæp sem aldrei var framinn. Lára V. Júlíusdóttir er settur saksóknari í Nímenningamálinu. Hún tók að sér starfið þótt hún hafi talsverð tengsl við Alþingi, sem er meintur brotaþoli. Lára sat á Alþingi (sem varamaður) á árunum 1987-90, og hún er kjörin af Alþingi sem formaður bankaráðs Seðlabankans. Lára skrifaði líka skrifstofustjóra Alþingis og "pantaði" kæru vegna húsbrots, því annars væri ekki hægt að ákæra fyrir það. Það er því fráleitt að segja að hún sé óháð Alþingi. Ef til vill veldur ofangreint ekki því að Lára sé sjálfkrafa vanhæf, en samkvæmt lögum er saksóknari vanhæfur ef "fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa." Þar sem hér er um ákaflega umdeilt mál að ræða var vanhugsað af Láru að taka það að sér; grunsemdirnar um að hún sé fyrirfram hliðholl öðrum málsaðila munu aldrei hverfa, og það mun veikja traust almennings á réttarkerfinu. Það bætir ekki úr skák að Lára ákvað, í trássi við niðurstöðu lögreglurannsóknar á málinu, að ákæra á grundvelli 100. greinar almennra hegningarlaga, sem fjallar um tilraunir til valdaráns, enda eru viðurlög að lágmarki eins árs fangelsi. Þessi ákæra er glórulaus, enda ljóst að ekkert slíkt vakti fyrir sakborningum, hvað þá að þeir hafi haft nokkra möguleika á að ógna "sjálfræði" Alþingis. Það er erfitt að sjá þessa ákæru sem annað en heiftarlega árás ríkisvaldsins á frelsi til mótmæla, enda er ákæran sjálf til þess fallin að hræða fólk frá því að neyta mótmælaréttar síns. Yrði sakfellt verður það eitt ljótasta dómsmorðið í íslenskri réttarsögu. Lára hefði aldrei átt að taka að sér saksókn í málinu vegna vanhæfis síns. Úr því sem komið er getur hún bara gert eitt til að forðast að setja ljótan blett á íslenska réttarkerfið, nefnilega að draga ákærurnar til baka. Geri hún það ekki mun þetta mál varpa ævarandi skugga á lögmannsheiður hennar.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun