NBA: Loksins sigur hjá Cleveland-liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2011 11:00 Antawn Jamison fagnar í nótt. Mynd/AP Cleveland Cavaliers endaði 26 leikja taphrinu sína í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með því að vinna 126-119 sigur á Los Angeles Clippers eftir framlengdan leik. Utah Jazz tapaði fyrsta leiknum án Jerry Sloan, Miami Heat vann sinn áttunda sigur í röð, Los Angeles Lakers vann auðveldan sigur í Madison Square Garden í New York og Philadelphia 76 ers vann sigur á toppliði San Antonio Spurs. Cleveland var þegar búið að tryggja sér metið yfir flesta tapleiki í röð en liðið hafði ekki unnið leik síðan 18. desember og þetta var jafnframt aðeins annar sigur liðsins í síðustu 38 leikjum. Cleveland og ameríska fótboltaliðið Tampa Bay Buccaneers deila því metinu yfir flesta tapleiki í röð í fjórum stærstu atvinnumannaíþróttunum í Bandaríkjunum. „Þetta er æðisleg tilfinning og mikilvægt fyrir móralinn í liðinu sem og fyrir borgina og stuðningsmennina. Við erum búnir að vinna mikið fyrir þessum sigri og loksins kom hann," sagði Antawn Jamison sem var stigahæstur í liði Cleveland með 35 stig. Blake Griffin var með 27 stig og 14 fráköst hjá Clippers.Dwyane Wade treður í körfuna í nótt.Mynd/APSteve Nash var með 18 stig og 10 stoðsendingar þegar Phoenix Suns vann 95-83 útisigur á Utah Jazz í fyrsta leik Utah eftir að Jerry Sloan hætti sem þjálfari liðsins. Deron Williams og CJ Miles voru báðir með 19 stig fyrir Utah sem hefur tapað 11 af síðustu 15 leikjum sínum. Dwyane Wade skoraði 24 stig og LeBron James var með 16 stig og 10 stoðsendingar þegar Miami Heat vann sinn áttunda leik í röð og komst á toppinn í Austurdeildinni. Miami vann 106-92 útisigur á Detroit Pistons og komst upp fyrir Boston Celtics. Miami og Boston mætast síðan á morgun.Kobe Bryant skoraði 33 stig og tók 10 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann auðveldan 113-96 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. Pau Gasol var með 20 stig hjá Lakers.Manu Ginobili, Tim Duncan og Tony Parker.Mynd/APJrue Holiday var með 27 stig þegar Philadelphia 76ers vann 77-71 heimasigur á San Antonio Spurs. Spencer Hawes skoraði 13 stig fyrir Sixers og Elton Brand tók 17 fráköst.Tim Duncan var með 16 stig og 13 fráköst hjá San Antonio sem átti möguleika á því að verða fyrsta liðið til að vinna 45 af fyrstu 53 leikjum sínum síðan að Chicago Bulls náði því 1996-97. Willie Green skoraði 24 stig og David West var með 17 stig og 17 fráköst þegar New Orleans Hornets vann 99-93 útisigur á Orlando Magic. Dwight Howard var með 20 stig og 17 fráköst hjá Orlando.Úrslit úr öllum leikjum í NBA-deildinni í nótt:Tyrone Corbin stýrði sínum fyrsta leik hjá Utah í nótt.Mynd/APCharlotte Bobcats-New Jersey Nets 89-94 Indiana Pacers-Minnesota Timberwolves 116-105 Orlando Magic-New Orleans Hornets 93-99 Philadelphia 76ers-San Antonio Spurs 77-71 Toronto Raptors-Portland Trail Blazers 96-102 Cleveland Cavaliers-Los Angeles Clippers 126-119 (framlengt) Detroit Pistons-Miami Heat 92-106 New York Knicks-Los Angeles Lakers 96-113 Memphis Grizzlies-Milwaukee Bucks 89-86 Utah Jazz-Phoenix Suns 83-95 NBA Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Cleveland Cavaliers endaði 26 leikja taphrinu sína í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með því að vinna 126-119 sigur á Los Angeles Clippers eftir framlengdan leik. Utah Jazz tapaði fyrsta leiknum án Jerry Sloan, Miami Heat vann sinn áttunda sigur í röð, Los Angeles Lakers vann auðveldan sigur í Madison Square Garden í New York og Philadelphia 76 ers vann sigur á toppliði San Antonio Spurs. Cleveland var þegar búið að tryggja sér metið yfir flesta tapleiki í röð en liðið hafði ekki unnið leik síðan 18. desember og þetta var jafnframt aðeins annar sigur liðsins í síðustu 38 leikjum. Cleveland og ameríska fótboltaliðið Tampa Bay Buccaneers deila því metinu yfir flesta tapleiki í röð í fjórum stærstu atvinnumannaíþróttunum í Bandaríkjunum. „Þetta er æðisleg tilfinning og mikilvægt fyrir móralinn í liðinu sem og fyrir borgina og stuðningsmennina. Við erum búnir að vinna mikið fyrir þessum sigri og loksins kom hann," sagði Antawn Jamison sem var stigahæstur í liði Cleveland með 35 stig. Blake Griffin var með 27 stig og 14 fráköst hjá Clippers.Dwyane Wade treður í körfuna í nótt.Mynd/APSteve Nash var með 18 stig og 10 stoðsendingar þegar Phoenix Suns vann 95-83 útisigur á Utah Jazz í fyrsta leik Utah eftir að Jerry Sloan hætti sem þjálfari liðsins. Deron Williams og CJ Miles voru báðir með 19 stig fyrir Utah sem hefur tapað 11 af síðustu 15 leikjum sínum. Dwyane Wade skoraði 24 stig og LeBron James var með 16 stig og 10 stoðsendingar þegar Miami Heat vann sinn áttunda leik í röð og komst á toppinn í Austurdeildinni. Miami vann 106-92 útisigur á Detroit Pistons og komst upp fyrir Boston Celtics. Miami og Boston mætast síðan á morgun.Kobe Bryant skoraði 33 stig og tók 10 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann auðveldan 113-96 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. Pau Gasol var með 20 stig hjá Lakers.Manu Ginobili, Tim Duncan og Tony Parker.Mynd/APJrue Holiday var með 27 stig þegar Philadelphia 76ers vann 77-71 heimasigur á San Antonio Spurs. Spencer Hawes skoraði 13 stig fyrir Sixers og Elton Brand tók 17 fráköst.Tim Duncan var með 16 stig og 13 fráköst hjá San Antonio sem átti möguleika á því að verða fyrsta liðið til að vinna 45 af fyrstu 53 leikjum sínum síðan að Chicago Bulls náði því 1996-97. Willie Green skoraði 24 stig og David West var með 17 stig og 17 fráköst þegar New Orleans Hornets vann 99-93 útisigur á Orlando Magic. Dwight Howard var með 20 stig og 17 fráköst hjá Orlando.Úrslit úr öllum leikjum í NBA-deildinni í nótt:Tyrone Corbin stýrði sínum fyrsta leik hjá Utah í nótt.Mynd/APCharlotte Bobcats-New Jersey Nets 89-94 Indiana Pacers-Minnesota Timberwolves 116-105 Orlando Magic-New Orleans Hornets 93-99 Philadelphia 76ers-San Antonio Spurs 77-71 Toronto Raptors-Portland Trail Blazers 96-102 Cleveland Cavaliers-Los Angeles Clippers 126-119 (framlengt) Detroit Pistons-Miami Heat 92-106 New York Knicks-Los Angeles Lakers 96-113 Memphis Grizzlies-Milwaukee Bucks 89-86 Utah Jazz-Phoenix Suns 83-95
NBA Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira