NBA: Loksins sigur hjá Cleveland-liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2011 11:00 Antawn Jamison fagnar í nótt. Mynd/AP Cleveland Cavaliers endaði 26 leikja taphrinu sína í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með því að vinna 126-119 sigur á Los Angeles Clippers eftir framlengdan leik. Utah Jazz tapaði fyrsta leiknum án Jerry Sloan, Miami Heat vann sinn áttunda sigur í röð, Los Angeles Lakers vann auðveldan sigur í Madison Square Garden í New York og Philadelphia 76 ers vann sigur á toppliði San Antonio Spurs. Cleveland var þegar búið að tryggja sér metið yfir flesta tapleiki í röð en liðið hafði ekki unnið leik síðan 18. desember og þetta var jafnframt aðeins annar sigur liðsins í síðustu 38 leikjum. Cleveland og ameríska fótboltaliðið Tampa Bay Buccaneers deila því metinu yfir flesta tapleiki í röð í fjórum stærstu atvinnumannaíþróttunum í Bandaríkjunum. „Þetta er æðisleg tilfinning og mikilvægt fyrir móralinn í liðinu sem og fyrir borgina og stuðningsmennina. Við erum búnir að vinna mikið fyrir þessum sigri og loksins kom hann," sagði Antawn Jamison sem var stigahæstur í liði Cleveland með 35 stig. Blake Griffin var með 27 stig og 14 fráköst hjá Clippers.Dwyane Wade treður í körfuna í nótt.Mynd/APSteve Nash var með 18 stig og 10 stoðsendingar þegar Phoenix Suns vann 95-83 útisigur á Utah Jazz í fyrsta leik Utah eftir að Jerry Sloan hætti sem þjálfari liðsins. Deron Williams og CJ Miles voru báðir með 19 stig fyrir Utah sem hefur tapað 11 af síðustu 15 leikjum sínum. Dwyane Wade skoraði 24 stig og LeBron James var með 16 stig og 10 stoðsendingar þegar Miami Heat vann sinn áttunda leik í röð og komst á toppinn í Austurdeildinni. Miami vann 106-92 útisigur á Detroit Pistons og komst upp fyrir Boston Celtics. Miami og Boston mætast síðan á morgun.Kobe Bryant skoraði 33 stig og tók 10 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann auðveldan 113-96 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. Pau Gasol var með 20 stig hjá Lakers.Manu Ginobili, Tim Duncan og Tony Parker.Mynd/APJrue Holiday var með 27 stig þegar Philadelphia 76ers vann 77-71 heimasigur á San Antonio Spurs. Spencer Hawes skoraði 13 stig fyrir Sixers og Elton Brand tók 17 fráköst.Tim Duncan var með 16 stig og 13 fráköst hjá San Antonio sem átti möguleika á því að verða fyrsta liðið til að vinna 45 af fyrstu 53 leikjum sínum síðan að Chicago Bulls náði því 1996-97. Willie Green skoraði 24 stig og David West var með 17 stig og 17 fráköst þegar New Orleans Hornets vann 99-93 útisigur á Orlando Magic. Dwight Howard var með 20 stig og 17 fráköst hjá Orlando.Úrslit úr öllum leikjum í NBA-deildinni í nótt:Tyrone Corbin stýrði sínum fyrsta leik hjá Utah í nótt.Mynd/APCharlotte Bobcats-New Jersey Nets 89-94 Indiana Pacers-Minnesota Timberwolves 116-105 Orlando Magic-New Orleans Hornets 93-99 Philadelphia 76ers-San Antonio Spurs 77-71 Toronto Raptors-Portland Trail Blazers 96-102 Cleveland Cavaliers-Los Angeles Clippers 126-119 (framlengt) Detroit Pistons-Miami Heat 92-106 New York Knicks-Los Angeles Lakers 96-113 Memphis Grizzlies-Milwaukee Bucks 89-86 Utah Jazz-Phoenix Suns 83-95 NBA Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Cleveland Cavaliers endaði 26 leikja taphrinu sína í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með því að vinna 126-119 sigur á Los Angeles Clippers eftir framlengdan leik. Utah Jazz tapaði fyrsta leiknum án Jerry Sloan, Miami Heat vann sinn áttunda sigur í röð, Los Angeles Lakers vann auðveldan sigur í Madison Square Garden í New York og Philadelphia 76 ers vann sigur á toppliði San Antonio Spurs. Cleveland var þegar búið að tryggja sér metið yfir flesta tapleiki í röð en liðið hafði ekki unnið leik síðan 18. desember og þetta var jafnframt aðeins annar sigur liðsins í síðustu 38 leikjum. Cleveland og ameríska fótboltaliðið Tampa Bay Buccaneers deila því metinu yfir flesta tapleiki í röð í fjórum stærstu atvinnumannaíþróttunum í Bandaríkjunum. „Þetta er æðisleg tilfinning og mikilvægt fyrir móralinn í liðinu sem og fyrir borgina og stuðningsmennina. Við erum búnir að vinna mikið fyrir þessum sigri og loksins kom hann," sagði Antawn Jamison sem var stigahæstur í liði Cleveland með 35 stig. Blake Griffin var með 27 stig og 14 fráköst hjá Clippers.Dwyane Wade treður í körfuna í nótt.Mynd/APSteve Nash var með 18 stig og 10 stoðsendingar þegar Phoenix Suns vann 95-83 útisigur á Utah Jazz í fyrsta leik Utah eftir að Jerry Sloan hætti sem þjálfari liðsins. Deron Williams og CJ Miles voru báðir með 19 stig fyrir Utah sem hefur tapað 11 af síðustu 15 leikjum sínum. Dwyane Wade skoraði 24 stig og LeBron James var með 16 stig og 10 stoðsendingar þegar Miami Heat vann sinn áttunda leik í röð og komst á toppinn í Austurdeildinni. Miami vann 106-92 útisigur á Detroit Pistons og komst upp fyrir Boston Celtics. Miami og Boston mætast síðan á morgun.Kobe Bryant skoraði 33 stig og tók 10 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann auðveldan 113-96 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. Pau Gasol var með 20 stig hjá Lakers.Manu Ginobili, Tim Duncan og Tony Parker.Mynd/APJrue Holiday var með 27 stig þegar Philadelphia 76ers vann 77-71 heimasigur á San Antonio Spurs. Spencer Hawes skoraði 13 stig fyrir Sixers og Elton Brand tók 17 fráköst.Tim Duncan var með 16 stig og 13 fráköst hjá San Antonio sem átti möguleika á því að verða fyrsta liðið til að vinna 45 af fyrstu 53 leikjum sínum síðan að Chicago Bulls náði því 1996-97. Willie Green skoraði 24 stig og David West var með 17 stig og 17 fráköst þegar New Orleans Hornets vann 99-93 útisigur á Orlando Magic. Dwight Howard var með 20 stig og 17 fráköst hjá Orlando.Úrslit úr öllum leikjum í NBA-deildinni í nótt:Tyrone Corbin stýrði sínum fyrsta leik hjá Utah í nótt.Mynd/APCharlotte Bobcats-New Jersey Nets 89-94 Indiana Pacers-Minnesota Timberwolves 116-105 Orlando Magic-New Orleans Hornets 93-99 Philadelphia 76ers-San Antonio Spurs 77-71 Toronto Raptors-Portland Trail Blazers 96-102 Cleveland Cavaliers-Los Angeles Clippers 126-119 (framlengt) Detroit Pistons-Miami Heat 92-106 New York Knicks-Los Angeles Lakers 96-113 Memphis Grizzlies-Milwaukee Bucks 89-86 Utah Jazz-Phoenix Suns 83-95
NBA Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira