Aron: Erum að reyna að minnka sveiflurnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2011 20:23 Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. Mynd/Valli Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður með sigur sinna manna á Akureyringum í kvöld. Sigurinn var naumur en lokatölur voru 23-22, heimamönnum í vil. Haukar höfðu forystu í hálfleik, 14-13, en mikið gekk á í seinni hálfleik og lokamínúturnar æsispennandi. „Það var margt sem var skrýtið í seinni hálfleik sem varð til þess að við vorum með nokkuð háan púls á bekknum,“ sagði Aron og átti þar væntanlega við dómgæsluna sem hallaði nokkuð á heimamenn að þeirra mati. „Við vissum stundum ekki í hvaða átt við áttum að hlaupa.“ „Mér fannst við koma sterkir inn í þennan leik og spila góða vörn auk þess sem að sóknin var góð í fyrri hálfleik. Birkir Ívar varði vel allan leikinn en þegar að Sveinbjörn fór að verja meira í marki Akureyrar í seinni hálfleik þá kom upp smá óöryggi í okkar sóknarleik.“ „Við erum enn að glíma við það að menn taki ekki mistökin með sér í næstu sókn og nái að hreinsa hugann inn á milli. Svo fannst mér við ekki ná að láta boltann ganga nógu vel í hraðaupphlaupunum, sérstaklega þar sem við vorum með oft í yfirtölu þá.“ Haukarnir náðu þó nokkrum sinnum 3-4 marka forystu í leiknum en alltaf náðu Akureyringar að minnka aftur muninn. „Það má skrifa það á einbeitingarleysi, bæði í vörn og sókn. Við vorum að láta reka okkur út af og það vantaði smá drápseðli í sóknina. Við vorum til dæmis þremur færri á einum tímapunkti í seinni hálfleik en náðum að svara því frábærlega. Þá sýndi liðið karakter.“ „En svona er þetta. Við erum með leikmenn sem eru enn að spila okkur saman. Okkur var spáð 4-5 sæti og það er stanslaus fram undan hjá okkur í vetur. Við erum með óreynda leikmenn, bæði inn á línu og fyrir utan og ekkert óeðlilegt að það séu sveiflur í okkar leik. Við erum að vinna í því að minnka þær og efla sjálfstraust manna.“ Olís-deild karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Fleiri fréttir Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður með sigur sinna manna á Akureyringum í kvöld. Sigurinn var naumur en lokatölur voru 23-22, heimamönnum í vil. Haukar höfðu forystu í hálfleik, 14-13, en mikið gekk á í seinni hálfleik og lokamínúturnar æsispennandi. „Það var margt sem var skrýtið í seinni hálfleik sem varð til þess að við vorum með nokkuð háan púls á bekknum,“ sagði Aron og átti þar væntanlega við dómgæsluna sem hallaði nokkuð á heimamenn að þeirra mati. „Við vissum stundum ekki í hvaða átt við áttum að hlaupa.“ „Mér fannst við koma sterkir inn í þennan leik og spila góða vörn auk þess sem að sóknin var góð í fyrri hálfleik. Birkir Ívar varði vel allan leikinn en þegar að Sveinbjörn fór að verja meira í marki Akureyrar í seinni hálfleik þá kom upp smá óöryggi í okkar sóknarleik.“ „Við erum enn að glíma við það að menn taki ekki mistökin með sér í næstu sókn og nái að hreinsa hugann inn á milli. Svo fannst mér við ekki ná að láta boltann ganga nógu vel í hraðaupphlaupunum, sérstaklega þar sem við vorum með oft í yfirtölu þá.“ Haukarnir náðu þó nokkrum sinnum 3-4 marka forystu í leiknum en alltaf náðu Akureyringar að minnka aftur muninn. „Það má skrifa það á einbeitingarleysi, bæði í vörn og sókn. Við vorum að láta reka okkur út af og það vantaði smá drápseðli í sóknina. Við vorum til dæmis þremur færri á einum tímapunkti í seinni hálfleik en náðum að svara því frábærlega. Þá sýndi liðið karakter.“ „En svona er þetta. Við erum með leikmenn sem eru enn að spila okkur saman. Okkur var spáð 4-5 sæti og það er stanslaus fram undan hjá okkur í vetur. Við erum með óreynda leikmenn, bæði inn á línu og fyrir utan og ekkert óeðlilegt að það séu sveiflur í okkar leik. Við erum að vinna í því að minnka þær og efla sjálfstraust manna.“
Olís-deild karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Fleiri fréttir Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Sjá meira