Aron: Erum að reyna að minnka sveiflurnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2011 20:23 Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. Mynd/Valli Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður með sigur sinna manna á Akureyringum í kvöld. Sigurinn var naumur en lokatölur voru 23-22, heimamönnum í vil. Haukar höfðu forystu í hálfleik, 14-13, en mikið gekk á í seinni hálfleik og lokamínúturnar æsispennandi. „Það var margt sem var skrýtið í seinni hálfleik sem varð til þess að við vorum með nokkuð háan púls á bekknum,“ sagði Aron og átti þar væntanlega við dómgæsluna sem hallaði nokkuð á heimamenn að þeirra mati. „Við vissum stundum ekki í hvaða átt við áttum að hlaupa.“ „Mér fannst við koma sterkir inn í þennan leik og spila góða vörn auk þess sem að sóknin var góð í fyrri hálfleik. Birkir Ívar varði vel allan leikinn en þegar að Sveinbjörn fór að verja meira í marki Akureyrar í seinni hálfleik þá kom upp smá óöryggi í okkar sóknarleik.“ „Við erum enn að glíma við það að menn taki ekki mistökin með sér í næstu sókn og nái að hreinsa hugann inn á milli. Svo fannst mér við ekki ná að láta boltann ganga nógu vel í hraðaupphlaupunum, sérstaklega þar sem við vorum með oft í yfirtölu þá.“ Haukarnir náðu þó nokkrum sinnum 3-4 marka forystu í leiknum en alltaf náðu Akureyringar að minnka aftur muninn. „Það má skrifa það á einbeitingarleysi, bæði í vörn og sókn. Við vorum að láta reka okkur út af og það vantaði smá drápseðli í sóknina. Við vorum til dæmis þremur færri á einum tímapunkti í seinni hálfleik en náðum að svara því frábærlega. Þá sýndi liðið karakter.“ „En svona er þetta. Við erum með leikmenn sem eru enn að spila okkur saman. Okkur var spáð 4-5 sæti og það er stanslaus fram undan hjá okkur í vetur. Við erum með óreynda leikmenn, bæði inn á línu og fyrir utan og ekkert óeðlilegt að það séu sveiflur í okkar leik. Við erum að vinna í því að minnka þær og efla sjálfstraust manna.“ Olís-deild karla Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður með sigur sinna manna á Akureyringum í kvöld. Sigurinn var naumur en lokatölur voru 23-22, heimamönnum í vil. Haukar höfðu forystu í hálfleik, 14-13, en mikið gekk á í seinni hálfleik og lokamínúturnar æsispennandi. „Það var margt sem var skrýtið í seinni hálfleik sem varð til þess að við vorum með nokkuð háan púls á bekknum,“ sagði Aron og átti þar væntanlega við dómgæsluna sem hallaði nokkuð á heimamenn að þeirra mati. „Við vissum stundum ekki í hvaða átt við áttum að hlaupa.“ „Mér fannst við koma sterkir inn í þennan leik og spila góða vörn auk þess sem að sóknin var góð í fyrri hálfleik. Birkir Ívar varði vel allan leikinn en þegar að Sveinbjörn fór að verja meira í marki Akureyrar í seinni hálfleik þá kom upp smá óöryggi í okkar sóknarleik.“ „Við erum enn að glíma við það að menn taki ekki mistökin með sér í næstu sókn og nái að hreinsa hugann inn á milli. Svo fannst mér við ekki ná að láta boltann ganga nógu vel í hraðaupphlaupunum, sérstaklega þar sem við vorum með oft í yfirtölu þá.“ Haukarnir náðu þó nokkrum sinnum 3-4 marka forystu í leiknum en alltaf náðu Akureyringar að minnka aftur muninn. „Það má skrifa það á einbeitingarleysi, bæði í vörn og sókn. Við vorum að láta reka okkur út af og það vantaði smá drápseðli í sóknina. Við vorum til dæmis þremur færri á einum tímapunkti í seinni hálfleik en náðum að svara því frábærlega. Þá sýndi liðið karakter.“ „En svona er þetta. Við erum með leikmenn sem eru enn að spila okkur saman. Okkur var spáð 4-5 sæti og það er stanslaus fram undan hjá okkur í vetur. Við erum með óreynda leikmenn, bæði inn á línu og fyrir utan og ekkert óeðlilegt að það séu sveiflur í okkar leik. Við erum að vinna í því að minnka þær og efla sjálfstraust manna.“
Olís-deild karla Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni