Umfjöllun: Auðvelt hjá Haukum á Nesinu Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 6. október 2011 20:45 Það gengur lítið hjá Gróttumönnum. mynd/valli Haukar unnu auðveldan tíu marka sigur á Gróttu 34-24 á útivelli í kvöld í N1 deild karla. Haukar gerðu út um leikinn með frábærum kafla síðustu fimmtán mínútur fyrri hálfleiks en alls munaði átta mörkum á liðunum í hálfleik, 19-11. Jafnræði var með liðinum fyrsta stundarfjórðunginn en síðustu fimmtán mínútur fyrir hálfleiks skoruðu Haukar 11 mörk gegn 3 og breyttu stöðunni úr 8-8 í 19-11 þegar flautað var til hálfleiks. Haukar léku frábæran varnarleik á þessum kafla auk þess sem Birkir Ívar varði vel og skoruðu mörk í öllum regnbogans litum. Liðið fékk hraðaupphlaup og skoruðu úr flestum sóknum sínum án teljandi erfiðleika þar sem Grótta var gjörsamlega á hælunum í vörninni. Haukar juku ekki forystuna fyrr en leið á seinni hálfhálfeik. Grótta skoraði nánast að vild fyrstu 17 mínútur seinni hálfleiks en þar sem varnarleikurinn var enn slakur náðu þeir aðeins að minnka muninn í sex mörk. Haukar bættu varnarleik sinn síðustu mínúturnar og skoraði Grótta aðeins tvö mörk síðustu 13 mínúturnar á meðan Haukar gengu á lagið og náðu 10 marka forystu 24-34 sem urðu lokatölur. Haukar þurftu að hafa ótrúlega lítið fyrir sigrinum og spila líklega ekki léttari leik á tímabilinu. Ef Grótta leikur þennan varnarleik í vetur er ljóst að liðið fer niður í vor en fyrstu tveir leikir liðsins á tímabilinu gefa til kynna að meira búi í liðinu og því ekki hægt að afskrifa það þrátt fyrir frammistöðu kvöldsins.Grótta - Haukar 11-19 (24-34) Mörk Gróttu: Jóhann Gísli Jóhannesson 8/1 (21/1), Friðgeir Elí Jónasson 4 (5), Ágúst Birgisson 3 (4), Árni Benedikt Árnason 3 (5), Benedikt Reynir Kristinsson 2 (3), Karl Magnús Grönvold (3), Aron Valur Jóhannsson 2 (3),Þorgrímur Smári Ólafsson 2/1 (7/1), Kristján Orri Jóhannsson (1), Ólafur Ægir Ólafsson (2) Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 8 (30/2) 26,7%, Magnús Sigmundsson 9/1 (21/2) 42,9% Hraðaupphlaup: 4 (Benedikt 2, Jóhann, Aron) Fiskuð víti: 2 (Kristján, Jóhann) Utan vallar: 6 mín. Mörk Hauka: Gylfi Gylfason 8/3 (10/3), Einar Pétur Pétursson 6 (7), Þórður Rafn Guðmundsson 5 (9), Tjörvi Þorgeirsson 5 (6), Stefán Rafn Sigurmannsson 4 (7/1), Heimir Óli Heimisson 2 (3), Freyr Brynjarsson 1 (1), Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1 (1), Nemanja Malovic (1), Sigurður Guðjónsson 1 (1), Sveinn Þorgeirsson 1 (3), Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 22/2 (46/2) 47,8% Hraðaupphlaup: 6 (Einar 3, Freyr, Heimir, Gylfi) Fiskuð víti: 4 (Þórður 2, Tjörvi, Freyr) Utan vallar: 4 mín Olís-deild karla Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Haukar unnu auðveldan tíu marka sigur á Gróttu 34-24 á útivelli í kvöld í N1 deild karla. Haukar gerðu út um leikinn með frábærum kafla síðustu fimmtán mínútur fyrri hálfleiks en alls munaði átta mörkum á liðunum í hálfleik, 19-11. Jafnræði var með liðinum fyrsta stundarfjórðunginn en síðustu fimmtán mínútur fyrir hálfleiks skoruðu Haukar 11 mörk gegn 3 og breyttu stöðunni úr 8-8 í 19-11 þegar flautað var til hálfleiks. Haukar léku frábæran varnarleik á þessum kafla auk þess sem Birkir Ívar varði vel og skoruðu mörk í öllum regnbogans litum. Liðið fékk hraðaupphlaup og skoruðu úr flestum sóknum sínum án teljandi erfiðleika þar sem Grótta var gjörsamlega á hælunum í vörninni. Haukar juku ekki forystuna fyrr en leið á seinni hálfhálfeik. Grótta skoraði nánast að vild fyrstu 17 mínútur seinni hálfleiks en þar sem varnarleikurinn var enn slakur náðu þeir aðeins að minnka muninn í sex mörk. Haukar bættu varnarleik sinn síðustu mínúturnar og skoraði Grótta aðeins tvö mörk síðustu 13 mínúturnar á meðan Haukar gengu á lagið og náðu 10 marka forystu 24-34 sem urðu lokatölur. Haukar þurftu að hafa ótrúlega lítið fyrir sigrinum og spila líklega ekki léttari leik á tímabilinu. Ef Grótta leikur þennan varnarleik í vetur er ljóst að liðið fer niður í vor en fyrstu tveir leikir liðsins á tímabilinu gefa til kynna að meira búi í liðinu og því ekki hægt að afskrifa það þrátt fyrir frammistöðu kvöldsins.Grótta - Haukar 11-19 (24-34) Mörk Gróttu: Jóhann Gísli Jóhannesson 8/1 (21/1), Friðgeir Elí Jónasson 4 (5), Ágúst Birgisson 3 (4), Árni Benedikt Árnason 3 (5), Benedikt Reynir Kristinsson 2 (3), Karl Magnús Grönvold (3), Aron Valur Jóhannsson 2 (3),Þorgrímur Smári Ólafsson 2/1 (7/1), Kristján Orri Jóhannsson (1), Ólafur Ægir Ólafsson (2) Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 8 (30/2) 26,7%, Magnús Sigmundsson 9/1 (21/2) 42,9% Hraðaupphlaup: 4 (Benedikt 2, Jóhann, Aron) Fiskuð víti: 2 (Kristján, Jóhann) Utan vallar: 6 mín. Mörk Hauka: Gylfi Gylfason 8/3 (10/3), Einar Pétur Pétursson 6 (7), Þórður Rafn Guðmundsson 5 (9), Tjörvi Þorgeirsson 5 (6), Stefán Rafn Sigurmannsson 4 (7/1), Heimir Óli Heimisson 2 (3), Freyr Brynjarsson 1 (1), Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1 (1), Nemanja Malovic (1), Sigurður Guðjónsson 1 (1), Sveinn Þorgeirsson 1 (3), Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 22/2 (46/2) 47,8% Hraðaupphlaup: 6 (Einar 3, Freyr, Heimir, Gylfi) Fiskuð víti: 4 (Þórður 2, Tjörvi, Freyr) Utan vallar: 4 mín
Olís-deild karla Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni