Íslenski boltinn

Ungverjar ekki með sitt sterkasta lið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólíklegt er að áhorfendur fái að bera gráu íþróttabuxurnar hans Gabor Kiraly augum í kvöld.
Ólíklegt er að áhorfendur fái að bera gráu íþróttabuxurnar hans Gabor Kiraly augum í kvöld. Nordic Photos/AFP
Sandor Egervari landsliðsþjálfari Ungverja hefur tilkynnt byrjunarlið Ungverja gegn Íslendingum í kvöld. Nokkra reynslumikla leikmenn vantar í lið heimamanna.

Fyrirliðinn Zoltan Gera glímir við meiðsli og leikur ekki með. Þá er varnarmaðurinn Vilmos Vanczak leikmaður Sion ekki í hópnum en hann á að baki 56 landsleiki fyrir Ungverja.

Markvörðurinn margreyndi Gabor Kiraly er á bekknum og Adam Bogdan stendur í búrinu í hans stað. Bogdan, sem er liðsfélagi Grétars Rafns Steinssonar hjá Bolton, á aðeins tvo landsleiki að baki hjá Ungverjum.

Egervari þjálfari segir íslenska landsliðið spila svipaða knattspyrnu og Finnland og Svíþjóð. Ungverjar mæta þjóðunum í undankeppni EM 2012 í september.

Aðeins þrír úr byrjunarliði heimamanna leika í ungversku deildinni. Zoltan Liptak og Akos Elek sem leika með meistaraliði Videoton auk Jozsef Varga leikmanns Debrecen.

Zzolt Korcsmár, liðsfélagi Birkis Más Sævarssonar hjá Brann, leikur sinn fyrsta landsleik.

Byrjunarlið Ungverja

Adam Bogdan (Bolton) - Jozsef Varga (Debrecen), Zoltan Liptak (Videoton), Korcsmar Zsolt (Brann), Laczko Zsolt (Sampdoria) - Vadócz Krisztian (Osasuna), Akos Elek (Videoton), Vladimir Koman (Sampdoria), Tamas Hajnal (Stuttgart), Balazs Dzsudzsák (Anzhi Makhachkala) - Gergely Rudolf (Bari).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×