Howard skoraði 46 stig en það dugði ekki til gegn Atlanta Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 17. apríl 2011 11:15 Dwight Howard leikmaður Orlando Magic ver hér skot frá Etan Thomas. AP Larry Drew þjálfari Atlanta Hawks tók áhættu sem borgaði sig vel í gær þegar liðið sótti Orlando Magic heim í úrslitakeppninni. Drew leyfði Dwight Howard miðherja Orlando að leika lausum hala í sóknarleiknum enda skoraði hann 46 stig en Atlanta gætti þess vel að þriggja stiga skyttur Orlando fengju engin frí skot – og það gafst vel enda sigraði Atlanta 103-93. Liðin enduðu í 4. og 5. sæti Austurdeildar og verður næsti leikur einnig í Orlando en fjóra sigra þarf til þess að komast í undanúrslit. Leikmenn Orlando voru aðeins með 27% nýtingu í þriggja stiga skotum sínum sem er frekar slakt. Howard setti félagsmet í úrslitakeppni með því að skora 31 stig í fyrri hálfleik og hann er nú stigahæsti leikmaður félagsins frá upphafi í úrslitakeppni. Aðeins Tracy McGrady hefur skorað 46 stig í úrslitakeppni fyrir Orlando. Jemeer Nelson skoraði 27 stig fyrir Orlando en aðrir leikmenn þurfa hugsa sinn gang því þriðji stigahæsti leikmaður liðsins var með 6 stig. Howard leyndi ekki vonbrigðum sínum á blaðamannafundi eftir leikinn en hann tók einnig 19 fráköst í leiknum. Miðherjinn var ekki viss um hvað Stan Van Gundy þjálfari Orlando ætlaði að gera til þess að bregðast við varnarleik Atlanta – sem kom öllum á óvart. Joe Johnson skoraði 25 stig fyrir Atlanta, Jamal Crawford skoraði 23 og Al Horford 16. NBA Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Fleiri fréttir Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Sjá meira
Larry Drew þjálfari Atlanta Hawks tók áhættu sem borgaði sig vel í gær þegar liðið sótti Orlando Magic heim í úrslitakeppninni. Drew leyfði Dwight Howard miðherja Orlando að leika lausum hala í sóknarleiknum enda skoraði hann 46 stig en Atlanta gætti þess vel að þriggja stiga skyttur Orlando fengju engin frí skot – og það gafst vel enda sigraði Atlanta 103-93. Liðin enduðu í 4. og 5. sæti Austurdeildar og verður næsti leikur einnig í Orlando en fjóra sigra þarf til þess að komast í undanúrslit. Leikmenn Orlando voru aðeins með 27% nýtingu í þriggja stiga skotum sínum sem er frekar slakt. Howard setti félagsmet í úrslitakeppni með því að skora 31 stig í fyrri hálfleik og hann er nú stigahæsti leikmaður félagsins frá upphafi í úrslitakeppni. Aðeins Tracy McGrady hefur skorað 46 stig í úrslitakeppni fyrir Orlando. Jemeer Nelson skoraði 27 stig fyrir Orlando en aðrir leikmenn þurfa hugsa sinn gang því þriðji stigahæsti leikmaður liðsins var með 6 stig. Howard leyndi ekki vonbrigðum sínum á blaðamannafundi eftir leikinn en hann tók einnig 19 fráköst í leiknum. Miðherjinn var ekki viss um hvað Stan Van Gundy þjálfari Orlando ætlaði að gera til þess að bregðast við varnarleik Atlanta – sem kom öllum á óvart. Joe Johnson skoraði 25 stig fyrir Atlanta, Jamal Crawford skoraði 23 og Al Horford 16.
NBA Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Fleiri fréttir Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Sjá meira