Icesave - Lagalegar afleiðingar synjunar Frosti Sigurjónsson skrifar 21. mars 2011 12:01 Margrét Einarsdóttir forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar HR og LL.M í Evrópurétti fjallar um lagalegar afleiðingar synjunar í samnefndri grein í Fréttablaðinu 17. mars sl. Margrét dregur þar upp afar dökka mynd sem virðist á misskilningi byggð. Margrét ,,hallast" að því að EFTA dómstóllinn muni dæma ríkið brotlegt við EES samninginn, fyrir ,,óbeina mismunun á grundvelli þjóðernis" og einnig fyrir að "hafa ekki komið á fót innstæðutryggingakerfi hér á landi sem virkaði". Margrét endurtekur aðeins það sem stendur í áliti ESA. Hún nefnir ekki að aðfinnslur ESA hafa verið vandlega hraktar í greinargerðum Stefáns Más Stefánssonar, Lárusar Blöndal, Peter Örebech og annarra lögfræðinga. Fyrst Margrét kaus að hafa þau rök að engu hefði hún gjarnan mátt útskýra að hvaða leyti hún telji að þessir lögspekingar hafi rangt fyrir sér. Margrét skrifar: "Dómur EFTA dómstólsins þess efnis að íslenska ríkið hafi brotið gegn samningsskuldbindingum sínum á grundvelli EES-samningsins myndi setja aukinn pólitískan þrýsting á Íslendinga að greiða skuldina. Ef íslenska ríkið yrði ekki við því kynnu samningsaðilar EES-samningsins að grípa til refsiaðgerða gegn okkur á grundvelli samningsins." Í fyrsta lagi er óljóst hvað Margrét á hér við. Engar heimildir eru í EES samningnum fyrir að beita samningsríki refsiaðgerðum. Því er ekki hægt að réttlæta refsiaðgerðir á grundvelli hans. Í öðru lagi tekur EFTA dómstóllinn einungis afstöðu til þess hvort að um samningsbrot hafi verið að ræða en ekki til þess hvort brotið teljist bótaskylt. Það er því bæði ólíklegt að samningsaðilar EES-samningsins hafi heimild til þess að beita Íslendinga refsiaðgerðum og að réttlæta megi slíkar aðgerðir fyrr en dómstólar hafa skorið úr um bótaskyldu. Margrét telur jafnframt "útlokað annað en að íslenskir dómstólar dæmi í samræmi við ráðgefandi álit EFTA dómstólsins." Þetta er rangt hjá henni, því íslenskir dómstólar dæma eftir íslenskum lögum og eru ekki bundnir af áliti EFTA dómstólsins. Þess vegna er alls ekki hægt að útiloka að þeir komist að annarri niðurstöðu en EFTA dómstóllinn. Margrét telur að Bretar og Hollendingar geti vart fengið bætur vegna brots á reglum EES um innstæðutryggingasjóði en telur hins vegar "verulegar líkur" á að bætur muni fást á grundvelli mismununar. Margrét telur að viðsemjendur geti krafist þess að fá greidda út alla þá fjárhæð sem þeir lögðu út, en ekki bara lágmarkstrygginguna og segir: "Skuld Íslendinga við Breta og Hollendinga yrði þá um tvöfalt hærri en samkvæmt [samningnum]". Hér skal bent á að í áliti ESA frá því í maí 2010, er varðar mögulegt brot á jafnræðisreglu, er hvergi vísað í annað en lágmarksinnstæðutryggingu. Þ.e. að möguleg mismunun felist í því að tryggingarsjóður hafi ekki greitt Bretum og Hollendingum lágmarksinnstæðutryggingu. ESA hefur nú þegar staðfest með seinna áliti sínu frá 15. desember s.l. að fordæmalausar aðstæður á Íslandi hafi réttlætt tryggingu innstæðna á Íslandi, að fullu umfram lágmarkið, til að tryggja almannaöryggi. Það verður því að teljast mjög ólíklegt að íslenska ríkið verði dæmt til að ábyrgjast innstæður Breta og Hollendinga umfram lágmarkið. Þrátt fyrir að svo ólíklega færi að dómur um fulla greiðslu félli, kæmi á móti forgangur á endurheimtum úr þrotabúi Landsbankans. M.v. nýlegt mat skilanefndar er gert ráð fyrir að eignir muni duga að mestu fyrir öllum forgangskröfum. Áhættan af dómstólaleiðinni er því mun minni en Margrét hefur talið sér trú um, og miklu mun ásættanlegri en sú áhætta sem fólgin er í samþykkt Icesave samninga. Tökum ákvörðun réttum forsendum. ADVICE hópurinn hefur það að markmiði að upplýsa og miðla upplýsingum um ástæður þess að hafna beri Icesave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. apríl næstkomandi. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um málið á: www.advice.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Margrét Einarsdóttir forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar HR og LL.M í Evrópurétti fjallar um lagalegar afleiðingar synjunar í samnefndri grein í Fréttablaðinu 17. mars sl. Margrét dregur þar upp afar dökka mynd sem virðist á misskilningi byggð. Margrét ,,hallast" að því að EFTA dómstóllinn muni dæma ríkið brotlegt við EES samninginn, fyrir ,,óbeina mismunun á grundvelli þjóðernis" og einnig fyrir að "hafa ekki komið á fót innstæðutryggingakerfi hér á landi sem virkaði". Margrét endurtekur aðeins það sem stendur í áliti ESA. Hún nefnir ekki að aðfinnslur ESA hafa verið vandlega hraktar í greinargerðum Stefáns Más Stefánssonar, Lárusar Blöndal, Peter Örebech og annarra lögfræðinga. Fyrst Margrét kaus að hafa þau rök að engu hefði hún gjarnan mátt útskýra að hvaða leyti hún telji að þessir lögspekingar hafi rangt fyrir sér. Margrét skrifar: "Dómur EFTA dómstólsins þess efnis að íslenska ríkið hafi brotið gegn samningsskuldbindingum sínum á grundvelli EES-samningsins myndi setja aukinn pólitískan þrýsting á Íslendinga að greiða skuldina. Ef íslenska ríkið yrði ekki við því kynnu samningsaðilar EES-samningsins að grípa til refsiaðgerða gegn okkur á grundvelli samningsins." Í fyrsta lagi er óljóst hvað Margrét á hér við. Engar heimildir eru í EES samningnum fyrir að beita samningsríki refsiaðgerðum. Því er ekki hægt að réttlæta refsiaðgerðir á grundvelli hans. Í öðru lagi tekur EFTA dómstóllinn einungis afstöðu til þess hvort að um samningsbrot hafi verið að ræða en ekki til þess hvort brotið teljist bótaskylt. Það er því bæði ólíklegt að samningsaðilar EES-samningsins hafi heimild til þess að beita Íslendinga refsiaðgerðum og að réttlæta megi slíkar aðgerðir fyrr en dómstólar hafa skorið úr um bótaskyldu. Margrét telur jafnframt "útlokað annað en að íslenskir dómstólar dæmi í samræmi við ráðgefandi álit EFTA dómstólsins." Þetta er rangt hjá henni, því íslenskir dómstólar dæma eftir íslenskum lögum og eru ekki bundnir af áliti EFTA dómstólsins. Þess vegna er alls ekki hægt að útiloka að þeir komist að annarri niðurstöðu en EFTA dómstóllinn. Margrét telur að Bretar og Hollendingar geti vart fengið bætur vegna brots á reglum EES um innstæðutryggingasjóði en telur hins vegar "verulegar líkur" á að bætur muni fást á grundvelli mismununar. Margrét telur að viðsemjendur geti krafist þess að fá greidda út alla þá fjárhæð sem þeir lögðu út, en ekki bara lágmarkstrygginguna og segir: "Skuld Íslendinga við Breta og Hollendinga yrði þá um tvöfalt hærri en samkvæmt [samningnum]". Hér skal bent á að í áliti ESA frá því í maí 2010, er varðar mögulegt brot á jafnræðisreglu, er hvergi vísað í annað en lágmarksinnstæðutryggingu. Þ.e. að möguleg mismunun felist í því að tryggingarsjóður hafi ekki greitt Bretum og Hollendingum lágmarksinnstæðutryggingu. ESA hefur nú þegar staðfest með seinna áliti sínu frá 15. desember s.l. að fordæmalausar aðstæður á Íslandi hafi réttlætt tryggingu innstæðna á Íslandi, að fullu umfram lágmarkið, til að tryggja almannaöryggi. Það verður því að teljast mjög ólíklegt að íslenska ríkið verði dæmt til að ábyrgjast innstæður Breta og Hollendinga umfram lágmarkið. Þrátt fyrir að svo ólíklega færi að dómur um fulla greiðslu félli, kæmi á móti forgangur á endurheimtum úr þrotabúi Landsbankans. M.v. nýlegt mat skilanefndar er gert ráð fyrir að eignir muni duga að mestu fyrir öllum forgangskröfum. Áhættan af dómstólaleiðinni er því mun minni en Margrét hefur talið sér trú um, og miklu mun ásættanlegri en sú áhætta sem fólgin er í samþykkt Icesave samninga. Tökum ákvörðun réttum forsendum. ADVICE hópurinn hefur það að markmiði að upplýsa og miðla upplýsingum um ástæður þess að hafna beri Icesave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. apríl næstkomandi. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um málið á: www.advice.is.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun