Átta lögmönnum svarað Frosti Sigurjónsson skrifar 23. mars 2011 12:53 Átta hæstaréttarlögmenn skrifa undir grein sem birt var í Fréttablaðinu 17. mars undir fyrirsögninni „Dýrkeyptur glannaskapur". Greinarhöfundar segjast ætla að segja já við Icesave en færa fyrir því ýmis rök sem ekki virðast standast nánari skoðun:„Með þeim samningum sem þverpólitísk samninganefnd náði og aukinn meirihluti Alþingis studdi er bæði áhætta Íslands og kostnaður lágmarkaður." Vafasamt er að fullyrða að áhætta sé lágmörkuð með samningi sem skuldbindur okkur í erlendum gjaldmiðli ef lög leyfa að annars mætti greiða kröfuna í krónum. Ólíkt kröfum í erlendri mynt geta kröfur í krónum ekki leitt til greiðslufalls ríkisins. Einnig hefur verið bent á að gríðarleg áhætta felst í óvissum endurheimtum úr þrotabúi Landsbankans og gengissveiflum.„Gagnrýnendur samningsins benda á að endanlegur kostnaður Íslands sé háður óvissuþáttum á borð við heimtur úr þrotabúi Landsbankans, almenna efnahagsþróun og gengisþróun. Þessi atriði eiga einnig við um dómstólaleiðina." Þetta er ekki alveg rétt því ef málið vinnst þurfum við ekkert að borga. Ef málið tapast og niðurstaðan yrði auk þess dómur um skaðabætur (sem er alls óvíst) þá væri greiðslan í íslenskum krónum. Að þessu leyti er samningurinn áhættusamari en dómstólaleiðin.„Jafnvel þótt Ísland ynni málið eftir langdregin málaferli er óvíst um kostnað sem af því stafaði en alþjóðlegu matsfyrirtækin hafa metið það svo að hann yrði okkur þungbærari en fyrirliggjandi samningur." Hér er líklega átt við skýrslu Moody's frá 23. febrúar, sem mat dómstólaleiðina dýrari. Bent hefur verið á að niðurstaða Moody's er byggð á þeim misskilningi að versta niðurstaða Icesave samningsins sé aðeins 50 milljarðar, en 233 milljarðar munu vera nær því að vera versta niðurstaða samkvæmt sérfræðiáliti GAM Management fyrir fjárlaganefnd.„Ljúki Icesave deilunni ekki með samningum mun ESA fara með samningsbrotamál gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólinn." Hið rétta er, að áður en málið fer til EFTA dómstólsins mun ESA þurfa að taka afstöðu til þeirra mótraka sem Ísland á eftir að koma með við athugasemdum þess. Íslenskir og erlendir lögspekingar hafa hrakið athugasemdir ESA lið fyrir lið og varla er réttlætanlegt að fullyrða fyrirfram að ESA muni hafna þeim rökum.„ESA hefur hingað til unnið 27 af 29 málum sem farið hafa þessa leið og þarf alveg sérstaka tegund af kokhreysti til þess að viðurkenna ekki að dómstólaleiðin felur í sér alvarlega áhættu fyrir Ísland." Ef útkoma í dómsmálum réðist af tölfræði þá væru þetta góð rök. Ekkert þessara 29 mála er fordæmisgefandi fyrir Icesave málið. Í nær öllum tilvikum var um borðleggjandi og einföld samningsbrot að ræða. Benda má á að á hverjum tíma eru fjölmörg samningsbrotamál til meðferðar hjá framkvæmdarstjórn ESB án þess að það hafi alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi aðildarríki.„Það er beinlínis barnalegt að láta sér detta í hug að Íslandi stæði til boða að greiða samkvæmt núverandi samningi ef EFTA dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að Ísland hefði brotið gegn EES samningnum að því er varðar innstæðutryggingar." Hér er alið á þeim misskilningi að Bretar og Hollendingar hafi sjálfdæmi um bætur ef EFTA dómstóllinn ályktar þeim í hag. Hið rétta er að þeir þurfa að höfða og vinna mál fyrir íslenskum dómstólum til að eignast lögvarða kröfu. Íslenskir dómstólar munu dæma eftir íslenskum lögum. Skilyrði skaðabóta þyrfti að sanna, þ.á.m. sanna hvert tjónið er.„Afleiðingar gætu hugsanlega orðið þær að Íslandi yrði vísað af evrópska efnahagssvæðinu." Enginn heimild er til staðar í EES samningnum að vísa aðildarríki af evrópska efnahagssvæðinu. ESB getur sagt upp EES samningnum einhliða en sú uppsögn myndi gilda líka um Noreg og Lichtenstein. Sú leið er afar langsótt. Ekki finnast dæmi um að ríkjum hafi verið vísað úr alþjóðlegu viðskiptasamstarfi vegna lagalegs ágreinings.„Þá blasti við hætta á að lagður yrði tollur á íslenskar vörur í Evrópu sem hafa notið tollfrelsis frá 1971 og er þá hætt við að „mörgum kotbændunum muni þykja verða þröngt fyrir dyrum" eins og Einar þveræingur hefði orðað það, þar á meðal öllum sem lífsbjörg hafa af fiskveiðum og vinnslu, þegar 30% tollur yrði lagður á þær vörur í Evrópu." Í tollskrá Evrópusambandsins gagnvart ríkjum utan EES finnast ekki dæmi um 30% toll á helstu útflutningsvörum Íslands. Áður en Ísland gekk í EES voru sáralitlir tollar á íslenskum fiskafurðum og varla ástæða til að ætla að þeir yrðu eitthvað hærri þótt svo ólíklega færi að EES samstarfinu lyki vegna ágreinings Íslands, Bretlands og Hollands. ADVICE hópurinn hefur það að markmiði að upplýsa og miðla upplýsingum um ástæður þess að hafna beri Icesave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. apríl næstkomandi. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um málið á: www.advice.is. Tökum ákvörðun á réttum forsendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Átta hæstaréttarlögmenn skrifa undir grein sem birt var í Fréttablaðinu 17. mars undir fyrirsögninni „Dýrkeyptur glannaskapur". Greinarhöfundar segjast ætla að segja já við Icesave en færa fyrir því ýmis rök sem ekki virðast standast nánari skoðun:„Með þeim samningum sem þverpólitísk samninganefnd náði og aukinn meirihluti Alþingis studdi er bæði áhætta Íslands og kostnaður lágmarkaður." Vafasamt er að fullyrða að áhætta sé lágmörkuð með samningi sem skuldbindur okkur í erlendum gjaldmiðli ef lög leyfa að annars mætti greiða kröfuna í krónum. Ólíkt kröfum í erlendri mynt geta kröfur í krónum ekki leitt til greiðslufalls ríkisins. Einnig hefur verið bent á að gríðarleg áhætta felst í óvissum endurheimtum úr þrotabúi Landsbankans og gengissveiflum.„Gagnrýnendur samningsins benda á að endanlegur kostnaður Íslands sé háður óvissuþáttum á borð við heimtur úr þrotabúi Landsbankans, almenna efnahagsþróun og gengisþróun. Þessi atriði eiga einnig við um dómstólaleiðina." Þetta er ekki alveg rétt því ef málið vinnst þurfum við ekkert að borga. Ef málið tapast og niðurstaðan yrði auk þess dómur um skaðabætur (sem er alls óvíst) þá væri greiðslan í íslenskum krónum. Að þessu leyti er samningurinn áhættusamari en dómstólaleiðin.„Jafnvel þótt Ísland ynni málið eftir langdregin málaferli er óvíst um kostnað sem af því stafaði en alþjóðlegu matsfyrirtækin hafa metið það svo að hann yrði okkur þungbærari en fyrirliggjandi samningur." Hér er líklega átt við skýrslu Moody's frá 23. febrúar, sem mat dómstólaleiðina dýrari. Bent hefur verið á að niðurstaða Moody's er byggð á þeim misskilningi að versta niðurstaða Icesave samningsins sé aðeins 50 milljarðar, en 233 milljarðar munu vera nær því að vera versta niðurstaða samkvæmt sérfræðiáliti GAM Management fyrir fjárlaganefnd.„Ljúki Icesave deilunni ekki með samningum mun ESA fara með samningsbrotamál gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólinn." Hið rétta er, að áður en málið fer til EFTA dómstólsins mun ESA þurfa að taka afstöðu til þeirra mótraka sem Ísland á eftir að koma með við athugasemdum þess. Íslenskir og erlendir lögspekingar hafa hrakið athugasemdir ESA lið fyrir lið og varla er réttlætanlegt að fullyrða fyrirfram að ESA muni hafna þeim rökum.„ESA hefur hingað til unnið 27 af 29 málum sem farið hafa þessa leið og þarf alveg sérstaka tegund af kokhreysti til þess að viðurkenna ekki að dómstólaleiðin felur í sér alvarlega áhættu fyrir Ísland." Ef útkoma í dómsmálum réðist af tölfræði þá væru þetta góð rök. Ekkert þessara 29 mála er fordæmisgefandi fyrir Icesave málið. Í nær öllum tilvikum var um borðleggjandi og einföld samningsbrot að ræða. Benda má á að á hverjum tíma eru fjölmörg samningsbrotamál til meðferðar hjá framkvæmdarstjórn ESB án þess að það hafi alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi aðildarríki.„Það er beinlínis barnalegt að láta sér detta í hug að Íslandi stæði til boða að greiða samkvæmt núverandi samningi ef EFTA dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að Ísland hefði brotið gegn EES samningnum að því er varðar innstæðutryggingar." Hér er alið á þeim misskilningi að Bretar og Hollendingar hafi sjálfdæmi um bætur ef EFTA dómstóllinn ályktar þeim í hag. Hið rétta er að þeir þurfa að höfða og vinna mál fyrir íslenskum dómstólum til að eignast lögvarða kröfu. Íslenskir dómstólar munu dæma eftir íslenskum lögum. Skilyrði skaðabóta þyrfti að sanna, þ.á.m. sanna hvert tjónið er.„Afleiðingar gætu hugsanlega orðið þær að Íslandi yrði vísað af evrópska efnahagssvæðinu." Enginn heimild er til staðar í EES samningnum að vísa aðildarríki af evrópska efnahagssvæðinu. ESB getur sagt upp EES samningnum einhliða en sú uppsögn myndi gilda líka um Noreg og Lichtenstein. Sú leið er afar langsótt. Ekki finnast dæmi um að ríkjum hafi verið vísað úr alþjóðlegu viðskiptasamstarfi vegna lagalegs ágreinings.„Þá blasti við hætta á að lagður yrði tollur á íslenskar vörur í Evrópu sem hafa notið tollfrelsis frá 1971 og er þá hætt við að „mörgum kotbændunum muni þykja verða þröngt fyrir dyrum" eins og Einar þveræingur hefði orðað það, þar á meðal öllum sem lífsbjörg hafa af fiskveiðum og vinnslu, þegar 30% tollur yrði lagður á þær vörur í Evrópu." Í tollskrá Evrópusambandsins gagnvart ríkjum utan EES finnast ekki dæmi um 30% toll á helstu útflutningsvörum Íslands. Áður en Ísland gekk í EES voru sáralitlir tollar á íslenskum fiskafurðum og varla ástæða til að ætla að þeir yrðu eitthvað hærri þótt svo ólíklega færi að EES samstarfinu lyki vegna ágreinings Íslands, Bretlands og Hollands. ADVICE hópurinn hefur það að markmiði að upplýsa og miðla upplýsingum um ástæður þess að hafna beri Icesave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. apríl næstkomandi. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um málið á: www.advice.is. Tökum ákvörðun á réttum forsendum.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar