Skriplað á skötu Haraldur Benediktsson skrifar 29. mars 2011 09:11 Í leiðara Fréttablaðsins í gær er skýrsla Ríkisendurskoðunar um vistun á verkefnum vegna landbúnaðarmála gerð að umtalsefni. Þar tekst ritstjóranum að blanda saman ólíkum málum og dregur þar af leiðandi kolrangar ályktanir. Ríkisendurskoðun ber að veita aðhald og eftirlit. Í haust sendi stofnunin frá sér úttektarskýrslu um framkvæmd nefndra verkefna. Í þeirri skýrslu, og þeirri sem nú er til umræðu, er ekkert annað sett fram en að Bændasamtökin ræki verkefni sín af ábyrgð og athugasemdalaust. Það er beinlínis rangt að halda því fram að BÍ fari með eftirlit með sjálfum sér. Yfirvöld hafa falið Bændasamtökunum hlutverk. Ef það þykir ástæða til að endurskoða það, þá er það gert. Það er misskilningur að halda að verkefnin skipti félagsskapinn höfðuðmáli, þau eru vel skilgreind en ekki félagslegt starf bænda sem er fjármagnað með öðrum hætti. Bændasamtökin hafa sagt að ef það er vilji til að endurskoða núverendi fyrirkomulag þá séu þau reiðubúin til þess. Það hefði verið mun alvarlega ef Ríkisendurskoðun hefði komist að því að Bændasamtökin hefðu ekki rækt skyldur sínar. Við vinnslu skýrslunnar fengu samtökin hana til umsagnar en sjónarmiða bænda er ekki getið. Þar voru tíunduð viðhorf og athugasemdir BÍ til málsins en umsögnina má nálgast á vef samtakanna, bondi.is. Megintilgangur ritstjórans tengist þessu málefni varla nema lauslega. Það skal reynt að sverta Bændasamtökin og málið sett í samhengi við ESB-umsókn stjórnvalda og afstöðu bænda í þeim efnum. Áður hefur verið snúið út úr varnarlínum BÍ vegna aðildarviðræðnanna, sérstaklega þeirri línu sem ber yfirskriftina "Félagsleg staða og afkoma bænda verði tryggð.“ Þar er eitt meginatriðið að "samtökum bænda verði jafnframt tryggð sambærileg staða og nú“ eins og segir orðrétt í ályktun Búnaðarþings. Þarna kýs leiðarahöfundur að draga þá ályktun að varnarlínan eigi við um rekstur og ríkisstyrki til Bændasamtakanna, sem er alrangt. Í varnarlínunni er ekki átt við að BÍ séu tryggð stjórnsýsluverkefni og þ.a.l. fjármunir. Farið er fram á að stjórnvöld tryggi félagslega stöðu bænda, þ.e. að aðild að ESB raski ekki rekstrarforsendum þeirra sem hafa fjárfest í framleiðslutækjum og greiðslumarki - byggt upp bú sín upp í góðri trú og í samræmi við gildandi stefnu stjórnvalda í landbúnaðarmálum. Verði samningur gerður þarf að útfæra afkomutryggingu sem taki mið af afskriftartíma fjárfestinganna. Með samtökum bænda er ekki einungis átt við Bændasamtökin því einnig er átt við framleiðendafélög, s.s. afurðastöðvar, sem hafa ákveðnu hlutverki að gegna innan ESB. Samtökin verða að hafa sömu möguleika á því að gæta hagsmuna sinna og áður, m.a. með því að tækifæri til tekjuöflunar verði ekki skert frá því sem nú er. Meginatriðið er að Bændasamtök Íslands eru mótfallin aðild að ESB. Þau hafa hins vegar kosið að móta lágmarkskröfugerð fyrir íslenskan landbúnað. Þær kröfur tengjast á engan hátt niðurstöðum í skýrslu Ríkisendurskoðunar og verður að gera skýran greinarmun þar á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Benediktsson Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins í gær er skýrsla Ríkisendurskoðunar um vistun á verkefnum vegna landbúnaðarmála gerð að umtalsefni. Þar tekst ritstjóranum að blanda saman ólíkum málum og dregur þar af leiðandi kolrangar ályktanir. Ríkisendurskoðun ber að veita aðhald og eftirlit. Í haust sendi stofnunin frá sér úttektarskýrslu um framkvæmd nefndra verkefna. Í þeirri skýrslu, og þeirri sem nú er til umræðu, er ekkert annað sett fram en að Bændasamtökin ræki verkefni sín af ábyrgð og athugasemdalaust. Það er beinlínis rangt að halda því fram að BÍ fari með eftirlit með sjálfum sér. Yfirvöld hafa falið Bændasamtökunum hlutverk. Ef það þykir ástæða til að endurskoða það, þá er það gert. Það er misskilningur að halda að verkefnin skipti félagsskapinn höfðuðmáli, þau eru vel skilgreind en ekki félagslegt starf bænda sem er fjármagnað með öðrum hætti. Bændasamtökin hafa sagt að ef það er vilji til að endurskoða núverendi fyrirkomulag þá séu þau reiðubúin til þess. Það hefði verið mun alvarlega ef Ríkisendurskoðun hefði komist að því að Bændasamtökin hefðu ekki rækt skyldur sínar. Við vinnslu skýrslunnar fengu samtökin hana til umsagnar en sjónarmiða bænda er ekki getið. Þar voru tíunduð viðhorf og athugasemdir BÍ til málsins en umsögnina má nálgast á vef samtakanna, bondi.is. Megintilgangur ritstjórans tengist þessu málefni varla nema lauslega. Það skal reynt að sverta Bændasamtökin og málið sett í samhengi við ESB-umsókn stjórnvalda og afstöðu bænda í þeim efnum. Áður hefur verið snúið út úr varnarlínum BÍ vegna aðildarviðræðnanna, sérstaklega þeirri línu sem ber yfirskriftina "Félagsleg staða og afkoma bænda verði tryggð.“ Þar er eitt meginatriðið að "samtökum bænda verði jafnframt tryggð sambærileg staða og nú“ eins og segir orðrétt í ályktun Búnaðarþings. Þarna kýs leiðarahöfundur að draga þá ályktun að varnarlínan eigi við um rekstur og ríkisstyrki til Bændasamtakanna, sem er alrangt. Í varnarlínunni er ekki átt við að BÍ séu tryggð stjórnsýsluverkefni og þ.a.l. fjármunir. Farið er fram á að stjórnvöld tryggi félagslega stöðu bænda, þ.e. að aðild að ESB raski ekki rekstrarforsendum þeirra sem hafa fjárfest í framleiðslutækjum og greiðslumarki - byggt upp bú sín upp í góðri trú og í samræmi við gildandi stefnu stjórnvalda í landbúnaðarmálum. Verði samningur gerður þarf að útfæra afkomutryggingu sem taki mið af afskriftartíma fjárfestinganna. Með samtökum bænda er ekki einungis átt við Bændasamtökin því einnig er átt við framleiðendafélög, s.s. afurðastöðvar, sem hafa ákveðnu hlutverki að gegna innan ESB. Samtökin verða að hafa sömu möguleika á því að gæta hagsmuna sinna og áður, m.a. með því að tækifæri til tekjuöflunar verði ekki skert frá því sem nú er. Meginatriðið er að Bændasamtök Íslands eru mótfallin aðild að ESB. Þau hafa hins vegar kosið að móta lágmarkskröfugerð fyrir íslenskan landbúnað. Þær kröfur tengjast á engan hátt niðurstöðum í skýrslu Ríkisendurskoðunar og verður að gera skýran greinarmun þar á.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun