NBA í nótt: Enn vann Chicago - Love bætti met Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. mars 2011 09:00 Kevin Love fagnar áfanganum í nótt. Mynd/AP Chicago Bulls vann í nótt sinn ellefta sigur í síðustu þrettán leikjum sínum er liðið lagði Charlotte Bobcats, 101-84, í NBA-deildinni í körfubolta. Þar með er liðið öruggt með sæti í úrslitakeppninni. Bulls minnkaði einnig forystu Boston á toppnum en liðið tapaði nokkuð óvænt fyrir LA Clippers á heimavelli í nótt. Boston er engu að síður öruggt með sæti í úrslitakeppninni og bandarískir fjölmiðlar fullyrða að það sama eigi við um Chicago. Samkvæmt heimasíðu NBA-deildarinnar er þó Boston eina liðið sem er öruggt áfram eins og staðan er í dag. Slæmu fréttirnar fyrir Chicago eru þó þær að Carlos Boozer meiddist þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum. Í fyrstu sýn virtist hann ekki hafa meitt sig illa en forráðamenn liðsins geta þó ekki útilokað meiðsli á ökkla. Derrick Rose og Kyle Korver skoruðu hvor 20 stig fyrir Chicago í leiknum en sá síðarnefndi skoraði tólf stig í fjórða leikhluta er liðið náði að sigla fram úr Charlotte og tryggja sér sigurinn. Joakim Noah var einnig góður en hann skoraði tólf stig og tók þrettán fráköst. Michael Jordon er eigandi Charlotte og var á vellinum í nótt. Hann gerði garðinn frægan með Chicago og hrósaði Rose mikið eftir leikinn. „Hann á skilið að verða valinn besti leikmaður tímabilsins (MVP). Það er enginn vafi á því að hann er að spila nógu vel til þess." Minnesota vann Indiana, 101-75, en leikurinn reyndist sögulegur fyrir framherjann Kevin Love. Hann skoraði sextán stig og tók 21 frákast og náði þar með tvöfaldri tvennu í 52. leiknum í röð. Það er met í NBA-deildinni en hann tók þar með fram úr Moses Malone sem setti gamla metið árið 1979. Úrslitin í nótt: Charlotte - Chicago 84-101 New Jersey - Golden State 94-90 Philadelphia - Oklahoma City 105-110 Toronto - Utah 94-96 Boston - LA Clippers 103-108 Memphis - Knicks 108-110 Milwaukee - Cleveland 110-90 Minnesota - Indiana 101-75 New Orleans - Dallas 93-92 San Antonio - Detroit 111-104 Sacramento - Orlando 106 NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Chicago Bulls vann í nótt sinn ellefta sigur í síðustu þrettán leikjum sínum er liðið lagði Charlotte Bobcats, 101-84, í NBA-deildinni í körfubolta. Þar með er liðið öruggt með sæti í úrslitakeppninni. Bulls minnkaði einnig forystu Boston á toppnum en liðið tapaði nokkuð óvænt fyrir LA Clippers á heimavelli í nótt. Boston er engu að síður öruggt með sæti í úrslitakeppninni og bandarískir fjölmiðlar fullyrða að það sama eigi við um Chicago. Samkvæmt heimasíðu NBA-deildarinnar er þó Boston eina liðið sem er öruggt áfram eins og staðan er í dag. Slæmu fréttirnar fyrir Chicago eru þó þær að Carlos Boozer meiddist þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum. Í fyrstu sýn virtist hann ekki hafa meitt sig illa en forráðamenn liðsins geta þó ekki útilokað meiðsli á ökkla. Derrick Rose og Kyle Korver skoruðu hvor 20 stig fyrir Chicago í leiknum en sá síðarnefndi skoraði tólf stig í fjórða leikhluta er liðið náði að sigla fram úr Charlotte og tryggja sér sigurinn. Joakim Noah var einnig góður en hann skoraði tólf stig og tók þrettán fráköst. Michael Jordon er eigandi Charlotte og var á vellinum í nótt. Hann gerði garðinn frægan með Chicago og hrósaði Rose mikið eftir leikinn. „Hann á skilið að verða valinn besti leikmaður tímabilsins (MVP). Það er enginn vafi á því að hann er að spila nógu vel til þess." Minnesota vann Indiana, 101-75, en leikurinn reyndist sögulegur fyrir framherjann Kevin Love. Hann skoraði sextán stig og tók 21 frákast og náði þar með tvöfaldri tvennu í 52. leiknum í röð. Það er met í NBA-deildinni en hann tók þar með fram úr Moses Malone sem setti gamla metið árið 1979. Úrslitin í nótt: Charlotte - Chicago 84-101 New Jersey - Golden State 94-90 Philadelphia - Oklahoma City 105-110 Toronto - Utah 94-96 Boston - LA Clippers 103-108 Memphis - Knicks 108-110 Milwaukee - Cleveland 110-90 Minnesota - Indiana 101-75 New Orleans - Dallas 93-92 San Antonio - Detroit 111-104 Sacramento - Orlando 106
NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira