NBA í nótt: Enn vann Chicago - Love bætti met Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. mars 2011 09:00 Kevin Love fagnar áfanganum í nótt. Mynd/AP Chicago Bulls vann í nótt sinn ellefta sigur í síðustu þrettán leikjum sínum er liðið lagði Charlotte Bobcats, 101-84, í NBA-deildinni í körfubolta. Þar með er liðið öruggt með sæti í úrslitakeppninni. Bulls minnkaði einnig forystu Boston á toppnum en liðið tapaði nokkuð óvænt fyrir LA Clippers á heimavelli í nótt. Boston er engu að síður öruggt með sæti í úrslitakeppninni og bandarískir fjölmiðlar fullyrða að það sama eigi við um Chicago. Samkvæmt heimasíðu NBA-deildarinnar er þó Boston eina liðið sem er öruggt áfram eins og staðan er í dag. Slæmu fréttirnar fyrir Chicago eru þó þær að Carlos Boozer meiddist þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum. Í fyrstu sýn virtist hann ekki hafa meitt sig illa en forráðamenn liðsins geta þó ekki útilokað meiðsli á ökkla. Derrick Rose og Kyle Korver skoruðu hvor 20 stig fyrir Chicago í leiknum en sá síðarnefndi skoraði tólf stig í fjórða leikhluta er liðið náði að sigla fram úr Charlotte og tryggja sér sigurinn. Joakim Noah var einnig góður en hann skoraði tólf stig og tók þrettán fráköst. Michael Jordon er eigandi Charlotte og var á vellinum í nótt. Hann gerði garðinn frægan með Chicago og hrósaði Rose mikið eftir leikinn. „Hann á skilið að verða valinn besti leikmaður tímabilsins (MVP). Það er enginn vafi á því að hann er að spila nógu vel til þess." Minnesota vann Indiana, 101-75, en leikurinn reyndist sögulegur fyrir framherjann Kevin Love. Hann skoraði sextán stig og tók 21 frákast og náði þar með tvöfaldri tvennu í 52. leiknum í röð. Það er met í NBA-deildinni en hann tók þar með fram úr Moses Malone sem setti gamla metið árið 1979. Úrslitin í nótt: Charlotte - Chicago 84-101 New Jersey - Golden State 94-90 Philadelphia - Oklahoma City 105-110 Toronto - Utah 94-96 Boston - LA Clippers 103-108 Memphis - Knicks 108-110 Milwaukee - Cleveland 110-90 Minnesota - Indiana 101-75 New Orleans - Dallas 93-92 San Antonio - Detroit 111-104 Sacramento - Orlando 106 NBA Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Sjá meira
Chicago Bulls vann í nótt sinn ellefta sigur í síðustu þrettán leikjum sínum er liðið lagði Charlotte Bobcats, 101-84, í NBA-deildinni í körfubolta. Þar með er liðið öruggt með sæti í úrslitakeppninni. Bulls minnkaði einnig forystu Boston á toppnum en liðið tapaði nokkuð óvænt fyrir LA Clippers á heimavelli í nótt. Boston er engu að síður öruggt með sæti í úrslitakeppninni og bandarískir fjölmiðlar fullyrða að það sama eigi við um Chicago. Samkvæmt heimasíðu NBA-deildarinnar er þó Boston eina liðið sem er öruggt áfram eins og staðan er í dag. Slæmu fréttirnar fyrir Chicago eru þó þær að Carlos Boozer meiddist þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum. Í fyrstu sýn virtist hann ekki hafa meitt sig illa en forráðamenn liðsins geta þó ekki útilokað meiðsli á ökkla. Derrick Rose og Kyle Korver skoruðu hvor 20 stig fyrir Chicago í leiknum en sá síðarnefndi skoraði tólf stig í fjórða leikhluta er liðið náði að sigla fram úr Charlotte og tryggja sér sigurinn. Joakim Noah var einnig góður en hann skoraði tólf stig og tók þrettán fráköst. Michael Jordon er eigandi Charlotte og var á vellinum í nótt. Hann gerði garðinn frægan með Chicago og hrósaði Rose mikið eftir leikinn. „Hann á skilið að verða valinn besti leikmaður tímabilsins (MVP). Það er enginn vafi á því að hann er að spila nógu vel til þess." Minnesota vann Indiana, 101-75, en leikurinn reyndist sögulegur fyrir framherjann Kevin Love. Hann skoraði sextán stig og tók 21 frákast og náði þar með tvöfaldri tvennu í 52. leiknum í röð. Það er met í NBA-deildinni en hann tók þar með fram úr Moses Malone sem setti gamla metið árið 1979. Úrslitin í nótt: Charlotte - Chicago 84-101 New Jersey - Golden State 94-90 Philadelphia - Oklahoma City 105-110 Toronto - Utah 94-96 Boston - LA Clippers 103-108 Memphis - Knicks 108-110 Milwaukee - Cleveland 110-90 Minnesota - Indiana 101-75 New Orleans - Dallas 93-92 San Antonio - Detroit 111-104 Sacramento - Orlando 106
NBA Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Sjá meira