Hagfræðingur segir gjaldþrot blasa við ef Icesave verður samþykkt Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. mars 2011 12:07 Íslendingar munu kjósa um Icesave í apríl. Með því að samþykkja Icesave má kaupa tíma til að endurskipuleggja hagkerfið og endurfjármögnun erlendra lána sem brátt eru á gjalddaga yrði auðveldari til skamms tíma. En það yrði þá líka kraftaverki líkast ef ríkissjóður færi ekki í greiðsluþrot nokkrum árum síðar, segir Ólafur Margeirsson, doktorsnemi í hagfræði við Exeter háskólann. Ólafur hefur skrifaði ítarlega greinagerð um Icesave sem hann birtir á fréttavefnum Pressunni. Ólafur segir að ef Icesave yrði samþykkt yrði áfram stuðst við erlent fjármagn til fjárfestinga og atvinnuuppbyggingar á Íslandi. Ef samningnum yrði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu myndi það setja verulega tímapressu á Íslendinga, sérstaklega ráðamenn, til þess að taka til hendinni við að endurskipuleggja lífeyris- og fjármálakerfið. Þá yrði mældur hagvöxtur ekki jafn mikill til skamms tíma því mikill flýtir væri á því að nota tekjur þjóðarinnar til að endurskipuleggja skuldir í stað þess að njóta þeirra á annan hátt, s.s. með einka- og samneyslu. Tækist Íslendingum hins vegar að standa sig í stykkinu til skamms tíma væri framtíðin björt. „Það er mikilvægt að gera sér grin fyrir því að höfnun Icesave ein og sér er fjarri því jákvæð fyrir hagkerfið. Mun fleiri og mikilvægari skref þarf að taka til að enndurreisn hagkerfisins geti talist til frambúðar. höfnun Icesave kallar á mjög hratt endurskipulag hagkerfisins og ef hún tekst ekki þá verður niðurstaðan sú sama og ef Icesave er samþykkt: gjaldþrot ríkissjóðs," segir Ólafur í greinagerð sinni. Ólafur segir að grundvallarvandamál Íslendinga séu háar brúttó skuldir. Það vandamál verði ekki leyst með samþykki Icesave heldur endurskipulagi sjálfs hagkerfis Íslendinga. „Höfnun Icesave er aðeins fyrsta mikilvæga skrefið í því ferli sem nauðsynlegt er til að koma hagkerfinu á stöðuga braut til langs tíma," segir Ólafur. Hann segir að spurningin um Icesave snúist ekki um „nei" eða „já" heldur hversu hratt Íslendingar treysti sér til að gera þær nauðsynlegu breytingar sem gera verði ef skapa eigi hagkerfi sem sé ekki raunveruleg eða stórkostleg hætta á að reki sjálft sig í gjaldþrot með nokkurra áratuga millibili Icesave Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Sjá meira
Með því að samþykkja Icesave má kaupa tíma til að endurskipuleggja hagkerfið og endurfjármögnun erlendra lána sem brátt eru á gjalddaga yrði auðveldari til skamms tíma. En það yrði þá líka kraftaverki líkast ef ríkissjóður færi ekki í greiðsluþrot nokkrum árum síðar, segir Ólafur Margeirsson, doktorsnemi í hagfræði við Exeter háskólann. Ólafur hefur skrifaði ítarlega greinagerð um Icesave sem hann birtir á fréttavefnum Pressunni. Ólafur segir að ef Icesave yrði samþykkt yrði áfram stuðst við erlent fjármagn til fjárfestinga og atvinnuuppbyggingar á Íslandi. Ef samningnum yrði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu myndi það setja verulega tímapressu á Íslendinga, sérstaklega ráðamenn, til þess að taka til hendinni við að endurskipuleggja lífeyris- og fjármálakerfið. Þá yrði mældur hagvöxtur ekki jafn mikill til skamms tíma því mikill flýtir væri á því að nota tekjur þjóðarinnar til að endurskipuleggja skuldir í stað þess að njóta þeirra á annan hátt, s.s. með einka- og samneyslu. Tækist Íslendingum hins vegar að standa sig í stykkinu til skamms tíma væri framtíðin björt. „Það er mikilvægt að gera sér grin fyrir því að höfnun Icesave ein og sér er fjarri því jákvæð fyrir hagkerfið. Mun fleiri og mikilvægari skref þarf að taka til að enndurreisn hagkerfisins geti talist til frambúðar. höfnun Icesave kallar á mjög hratt endurskipulag hagkerfisins og ef hún tekst ekki þá verður niðurstaðan sú sama og ef Icesave er samþykkt: gjaldþrot ríkissjóðs," segir Ólafur í greinagerð sinni. Ólafur segir að grundvallarvandamál Íslendinga séu háar brúttó skuldir. Það vandamál verði ekki leyst með samþykki Icesave heldur endurskipulagi sjálfs hagkerfis Íslendinga. „Höfnun Icesave er aðeins fyrsta mikilvæga skrefið í því ferli sem nauðsynlegt er til að koma hagkerfinu á stöðuga braut til langs tíma," segir Ólafur. Hann segir að spurningin um Icesave snúist ekki um „nei" eða „já" heldur hversu hratt Íslendingar treysti sér til að gera þær nauðsynlegu breytingar sem gera verði ef skapa eigi hagkerfi sem sé ekki raunveruleg eða stórkostleg hætta á að reki sjálft sig í gjaldþrot með nokkurra áratuga millibili
Icesave Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Sjá meira