Hugsaðu málið, Ögmundur Hjörtur Hjartarson skrifar 2. mars 2011 00:01 Í Fréttablaðinu 26. febrúar er haft eftir innanríkisráðherra, Ögmundi Jónassyni, að skipi Alþingi stjórnlagaráð gangi það gegn „dómi Hæstaréttar um ógildingu kosningarinnar" til stjórnlagaþings 27. nóvember. Látum liggja milli hluta að Hæstiréttur dæmdi ekki kosningarnar ógildar; hið rétta er að stjórnvaldsnefnd skipuð hæstaréttardómurum ákvað að ógilda kosningarnar. En þetta veit ráðherrann auðvitað. Tíðindin eru að æðsti maður dómsmála í landinu heldur því fram að umrædd nefnd hafi með ákvörðun sinni bundið hendur Alþingis, og banni því með einhverjum hætti að skipa stjórnlaganefnd eða stjórnlagaráð. Þessi afstaða stríðir gegn almennum hugmyndum um þrískiptingu valds og stjórnskipun Íslands, og felur í sér að framkvæmdavaldið eða dómsvaldið, vilji menn halda því til streitu að Hæstiréttur hafi ógilt kosningarnar – gangi freklega inn á svið löggjafarvaldsins.Ákvörðuninni um að ógilda kosningarnar til stjórnlagaþings hefur verið hlítt til fullnustu þannig að ekki verður gengið lengra. Er mögulegt að meining ráðherrans sé út af fyrir sig ekki sú að Alþingi geti ekki, ef það svo kýs, skipað í stjórnlagaráð, en að það gangi gegn ákvörðun hæstaréttardómaranna að skipa þau 25 sem náðu kjöri í stjórnlagaþingskosningunum? Ef svo er, þá versnar enn í því. Ef löggjafanum er á annað borð frjálst að skipa fólk í stjórnlagaráð, þá bryti það gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að undanskilja þau 25 sem náðu kjöri í kosningunum. Ekki aðeins væri það ólöglegt heldur ósanngjarnt og ólýðræðislegt. Frambjóðendurnir 25 bera enga ábyrgð á þeim hnökrum sem voru á kosningunum til stjórnlagaþings. Þaðan af síður hefur ákvörðunin um að ógilda kosningarnar sett blett á trúverðugleika þeirra. Þau náðu kjöri í almennum kosningum sem enginn dregur í efa að hafi skilað réttri niðurstöðu og farið fram án þess að nokkur brögð væru í tafli. Með öðrum orðum, ef manna á stjórnlagaráð almennum borgurum, þá er lýðræðislegt, sanngjarnt og fullkomlega löglegt að í því sitji þau 25 sem náðu kjöri í kosningunum 27. nóvember. Núverandi afstaða innanríkisráðherra er hins vegar ótæk. Ég skora á Ögmund að hugsa málið upp á nýtt. Hann getur í þessu efni óhræddur lagst á árar með þeim sem ætla að leggja grunn að heilbrigðara samfélagi á Íslandi. Í því felst engin vanvirðing við Hæstarétt. Fullyrðingar um slíkt eru rakalausar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur Hjartarson Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 26. febrúar er haft eftir innanríkisráðherra, Ögmundi Jónassyni, að skipi Alþingi stjórnlagaráð gangi það gegn „dómi Hæstaréttar um ógildingu kosningarinnar" til stjórnlagaþings 27. nóvember. Látum liggja milli hluta að Hæstiréttur dæmdi ekki kosningarnar ógildar; hið rétta er að stjórnvaldsnefnd skipuð hæstaréttardómurum ákvað að ógilda kosningarnar. En þetta veit ráðherrann auðvitað. Tíðindin eru að æðsti maður dómsmála í landinu heldur því fram að umrædd nefnd hafi með ákvörðun sinni bundið hendur Alþingis, og banni því með einhverjum hætti að skipa stjórnlaganefnd eða stjórnlagaráð. Þessi afstaða stríðir gegn almennum hugmyndum um þrískiptingu valds og stjórnskipun Íslands, og felur í sér að framkvæmdavaldið eða dómsvaldið, vilji menn halda því til streitu að Hæstiréttur hafi ógilt kosningarnar – gangi freklega inn á svið löggjafarvaldsins.Ákvörðuninni um að ógilda kosningarnar til stjórnlagaþings hefur verið hlítt til fullnustu þannig að ekki verður gengið lengra. Er mögulegt að meining ráðherrans sé út af fyrir sig ekki sú að Alþingi geti ekki, ef það svo kýs, skipað í stjórnlagaráð, en að það gangi gegn ákvörðun hæstaréttardómaranna að skipa þau 25 sem náðu kjöri í stjórnlagaþingskosningunum? Ef svo er, þá versnar enn í því. Ef löggjafanum er á annað borð frjálst að skipa fólk í stjórnlagaráð, þá bryti það gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að undanskilja þau 25 sem náðu kjöri í kosningunum. Ekki aðeins væri það ólöglegt heldur ósanngjarnt og ólýðræðislegt. Frambjóðendurnir 25 bera enga ábyrgð á þeim hnökrum sem voru á kosningunum til stjórnlagaþings. Þaðan af síður hefur ákvörðunin um að ógilda kosningarnar sett blett á trúverðugleika þeirra. Þau náðu kjöri í almennum kosningum sem enginn dregur í efa að hafi skilað réttri niðurstöðu og farið fram án þess að nokkur brögð væru í tafli. Með öðrum orðum, ef manna á stjórnlagaráð almennum borgurum, þá er lýðræðislegt, sanngjarnt og fullkomlega löglegt að í því sitji þau 25 sem náðu kjöri í kosningunum 27. nóvember. Núverandi afstaða innanríkisráðherra er hins vegar ótæk. Ég skora á Ögmund að hugsa málið upp á nýtt. Hann getur í þessu efni óhræddur lagst á árar með þeim sem ætla að leggja grunn að heilbrigðara samfélagi á Íslandi. Í því felst engin vanvirðing við Hæstarétt. Fullyrðingar um slíkt eru rakalausar.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun