Æsingalaust Icesave? Jóhannes Karl Sveinsson skrifar 10. mars 2011 00:01 Það eru í það minnsta tvær hliðar á þessu flókna máli og það reyndi ég á eigin skinni þegar ég sat sjálfur í samninganefnd Íslands. Þegar ég hef verið beðinn um að útskýra samninginn sjálfan - og það sem tekur við ef það verður enginn samningur - þá hef ég talið mér skylt að gera það. Ég hef gert það á eins hlutlægan hátt og ég get. Mér hefur fundist fólk vera þakklátt fyrir það; fólk vill ekki síður upplýsingar og útskýringar um það hvernig þetta kom allt saman til og hvers vegna spjótin hafa yfir höfuð beinst að Íslandi. Á kynningu málsins hefur enginn sérstakur aðili í samfélaginu forræði. Þingið hefur lokið umfjöllun og stjórnvöld hafa samkvæmt lögum um þjóðaratkvæðagreiðslu mjög takmörkuðu hlutverki að gegna. Það má því búast við að kynningin fari að verulegu leyti fram í fjölmiðlum: umræðuþáttum, fréttum og ritstjórnarefni. Icesavemálið er mjög mikilvægt fyrir framtíð lands og þjóðar og þeir sem fjalla um það á vettvangi fjölmiðla verða að axla ábyrgð. Það felst í þeirri ábyrgð að láta ekki umræðuna snúast um eitthvað allt annað en Icesavemálið sjálft, t.d. hvort mönnum er illa eða vel við Steingrím eða Jóhönnu, hver afstaða manna er til ESB, útrásarvíkinga, Davíðs Oddssonar o.s.frv. Við höfum það heldur ekki fyrir börnunum okkar að uppnefna fólk sem hefur aðrar skoðanir en maður sjálfur, reynum ekki að gera það fólk tortryggilegt vegna óskyldra mála og gera því upp annarlegar hvatir. Þetta hélt maður að væru allt sjálfsagðir hlutir. Síðustu daga hefur hins vegar nafnlaust ritstjórnarefni í Morgunblaðinu verið þannig að það er full ástæða til að hafa áhyggjur af því hvernig okkur muni takast að komast í gegnum þetta. Harðdræg skrif og föst skot á aðra fjölmiðla, sem jafnvel gera ekki annað en flytja fréttir af nýjum staðreyndum eða viðhorfum í málinu, eru ekki beinlínis uppörvandi, og koma kannski úr hörðustu átt. Einkunnagjöf þar um „vikapilta", „gungur" „álfa" „áróðursnefndir" o.þ.h. er stundum fyndin, en hjálpar í raun engum við að mynda sér alvarlega skoðun á forsendum sem snúast um þjóðarhag. Þessi framsetning espar líka aðra upp til alls konar öfga í umræðunni sem nóg framboð var af fyrir. Ég leyfi mér að hvetja til þess og vona að allir taki Icesavemálinu sem alvarlegu verkefni og að þeir sem taka þátt í umræðunni leggi til hliðar persónulegar væringar. Tilefnið er vissulega gremjulegt en við skulum ekki láta ákvörðun um sáttina slíta í sundur friðinn – ekki nú frekar en forðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Sjá meira
Það eru í það minnsta tvær hliðar á þessu flókna máli og það reyndi ég á eigin skinni þegar ég sat sjálfur í samninganefnd Íslands. Þegar ég hef verið beðinn um að útskýra samninginn sjálfan - og það sem tekur við ef það verður enginn samningur - þá hef ég talið mér skylt að gera það. Ég hef gert það á eins hlutlægan hátt og ég get. Mér hefur fundist fólk vera þakklátt fyrir það; fólk vill ekki síður upplýsingar og útskýringar um það hvernig þetta kom allt saman til og hvers vegna spjótin hafa yfir höfuð beinst að Íslandi. Á kynningu málsins hefur enginn sérstakur aðili í samfélaginu forræði. Þingið hefur lokið umfjöllun og stjórnvöld hafa samkvæmt lögum um þjóðaratkvæðagreiðslu mjög takmörkuðu hlutverki að gegna. Það má því búast við að kynningin fari að verulegu leyti fram í fjölmiðlum: umræðuþáttum, fréttum og ritstjórnarefni. Icesavemálið er mjög mikilvægt fyrir framtíð lands og þjóðar og þeir sem fjalla um það á vettvangi fjölmiðla verða að axla ábyrgð. Það felst í þeirri ábyrgð að láta ekki umræðuna snúast um eitthvað allt annað en Icesavemálið sjálft, t.d. hvort mönnum er illa eða vel við Steingrím eða Jóhönnu, hver afstaða manna er til ESB, útrásarvíkinga, Davíðs Oddssonar o.s.frv. Við höfum það heldur ekki fyrir börnunum okkar að uppnefna fólk sem hefur aðrar skoðanir en maður sjálfur, reynum ekki að gera það fólk tortryggilegt vegna óskyldra mála og gera því upp annarlegar hvatir. Þetta hélt maður að væru allt sjálfsagðir hlutir. Síðustu daga hefur hins vegar nafnlaust ritstjórnarefni í Morgunblaðinu verið þannig að það er full ástæða til að hafa áhyggjur af því hvernig okkur muni takast að komast í gegnum þetta. Harðdræg skrif og föst skot á aðra fjölmiðla, sem jafnvel gera ekki annað en flytja fréttir af nýjum staðreyndum eða viðhorfum í málinu, eru ekki beinlínis uppörvandi, og koma kannski úr hörðustu átt. Einkunnagjöf þar um „vikapilta", „gungur" „álfa" „áróðursnefndir" o.þ.h. er stundum fyndin, en hjálpar í raun engum við að mynda sér alvarlega skoðun á forsendum sem snúast um þjóðarhag. Þessi framsetning espar líka aðra upp til alls konar öfga í umræðunni sem nóg framboð var af fyrir. Ég leyfi mér að hvetja til þess og vona að allir taki Icesavemálinu sem alvarlegu verkefni og að þeir sem taka þátt í umræðunni leggi til hliðar persónulegar væringar. Tilefnið er vissulega gremjulegt en við skulum ekki láta ákvörðun um sáttina slíta í sundur friðinn – ekki nú frekar en forðum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun