Viðskiptaráðuneytið var lagt niður Svavar Gestsson skrifar skrifar 29. júní 2010 08:00 Ein skýringin á lögbrotunum í 10 ár með gengislánin er sú að mínu mati að einbeitt og hægt og bítandi unnu stjórnvöld að því markvisst og vitandi vits að leggja viðskiptaráðuneytið niður. Það var sameinað iðnaðarráðuneytinu 1988 en ekki lagt niður með lagasetningu sem þó var reynt oftar en einu sinni. Það stöðvaði þáverandi stjórnarandstaða Alþýðubandalagsins. Rök okkar voru þau að viðskiptaráðuneytið væri mikilvægt efnahagsstjórnarráðuneyti. Fyrsta skrefið til að gera viðskiptaráðuneytið að engu var reyndar stigið 1987 þegar utanríkisviðskiptin voru tekin af ráðuneytinu og flutt til utanríkisráðuneytisins. Rökin fyrir því að gera viðskiptaráðuneytið minna og minna og veikara og veikara voru þau að hans heilagleiki markaðurinn ætti að sjá um sig sjálfur. Það mætti ekki trufla gangverk hans á neinn hátt. Það væru til eftirlitsstofnanir en þær ættu eðli málsins samkvæmt að vera veikar; hlutverk þeirra væri að smyrja hjól markaðarins en ekki að hægja á þeim á neinn hátt né heldur að hafa áhrif á hraðgengi þeirra. Frá 1988 sátu fimm ráðherrar í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytunum. Alltaf með bæði ráðuneytin í einu. Hlutverk þeirra var það aðallega að fá inn í landið erlend stórfyrirtæki - í iðnaðarráðuneytinu - og að veikja stjórnkerfin - í viðskiptaráðuneytinu. Þess vegna var enginn á vakt 2001 þegar Alþingi setti lögin um vexti; enginn fylgdi þeim eftir í stjórnkerfinu. Enginn las lögin. Ekki í viðskiptaráðuneytinu. Ekki í Seðlabankanum. Ekki í Fjármálaeftirlitinu. Semsé gjörsamlega ónýtt stjórnkerfi og það sem verra var: Vísvitandi ónýtt til þess að hans náð markaðurinn gæti farið á fleygiferð með himinskautum. Þegar Björgvin G. Sigurðsson varð viðskiptaráðherra þá var ráðuneytið endurreist. 2007. En það var of seint. Þegar hann kom þar inn var ekki til fyrir hann skrifstofa, ekki ritari, ekki ráðuneytisstjóri. Varla nokkur maður sem sinnti eingöngu viðskiptaráðuneytinu. Markaðurinn átti að sjá um sig. Frjáls, svo frjáls. Þarna er skýringin á því að lögum var ekki framfylgt: Viðskiptaráðuneytið var varla til þessi 10 örlagaríku ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Svavar Gestsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Sjá meira
Ein skýringin á lögbrotunum í 10 ár með gengislánin er sú að mínu mati að einbeitt og hægt og bítandi unnu stjórnvöld að því markvisst og vitandi vits að leggja viðskiptaráðuneytið niður. Það var sameinað iðnaðarráðuneytinu 1988 en ekki lagt niður með lagasetningu sem þó var reynt oftar en einu sinni. Það stöðvaði þáverandi stjórnarandstaða Alþýðubandalagsins. Rök okkar voru þau að viðskiptaráðuneytið væri mikilvægt efnahagsstjórnarráðuneyti. Fyrsta skrefið til að gera viðskiptaráðuneytið að engu var reyndar stigið 1987 þegar utanríkisviðskiptin voru tekin af ráðuneytinu og flutt til utanríkisráðuneytisins. Rökin fyrir því að gera viðskiptaráðuneytið minna og minna og veikara og veikara voru þau að hans heilagleiki markaðurinn ætti að sjá um sig sjálfur. Það mætti ekki trufla gangverk hans á neinn hátt. Það væru til eftirlitsstofnanir en þær ættu eðli málsins samkvæmt að vera veikar; hlutverk þeirra væri að smyrja hjól markaðarins en ekki að hægja á þeim á neinn hátt né heldur að hafa áhrif á hraðgengi þeirra. Frá 1988 sátu fimm ráðherrar í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytunum. Alltaf með bæði ráðuneytin í einu. Hlutverk þeirra var það aðallega að fá inn í landið erlend stórfyrirtæki - í iðnaðarráðuneytinu - og að veikja stjórnkerfin - í viðskiptaráðuneytinu. Þess vegna var enginn á vakt 2001 þegar Alþingi setti lögin um vexti; enginn fylgdi þeim eftir í stjórnkerfinu. Enginn las lögin. Ekki í viðskiptaráðuneytinu. Ekki í Seðlabankanum. Ekki í Fjármálaeftirlitinu. Semsé gjörsamlega ónýtt stjórnkerfi og það sem verra var: Vísvitandi ónýtt til þess að hans náð markaðurinn gæti farið á fleygiferð með himinskautum. Þegar Björgvin G. Sigurðsson varð viðskiptaráðherra þá var ráðuneytið endurreist. 2007. En það var of seint. Þegar hann kom þar inn var ekki til fyrir hann skrifstofa, ekki ritari, ekki ráðuneytisstjóri. Varla nokkur maður sem sinnti eingöngu viðskiptaráðuneytinu. Markaðurinn átti að sjá um sig. Frjáls, svo frjáls. Þarna er skýringin á því að lögum var ekki framfylgt: Viðskiptaráðuneytið var varla til þessi 10 örlagaríku ár.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun