Aldrei, aldrei Kjartan Jóhannsson skrifar 19. október 2010 06:00 Helstu stjórnmálamenn landsins og framámenn á ýmsum sviðum hafa undanfarna daga þingað um skuldavandann og þar á meðal reifað að lífeyrissjóðir skuli beint eða óbeint fórna hluta af eignum sínum til þess að borga fyrir almenna niðurskrift skulda. Hugleiðingarnar um aðkomu lífeyrisjóðanna eru vondar. Sjóðirnir eru eign þeirra sem í þá greiddu og enginn stjórnmálamaður getur tekið sér rétt til þess að ráðskast með þá. Ömurlegast er vitaskuld að horfa upp á að þeir sem teljast talsmenn alþýðu og launafólks skuli fást til að ræða þvílíka ósvinnu. Fráleitast og furðulegast af öllu er þegar fyrrverandi forystumenn samtaka launþega hafna ekki slíku tali umsvifalaust. Þar hverfur trúverðugleiki þeirra. Lífeyrissjóðir eru reistir á trúnaðarsambandi launafólks við stjórnvöld. Með löggjöf var launamanninum gert að trúa lífeyrissjóðnum fyrir hluta af afrakstri vinnu sinnar, hluta af launum sínum, til þess að geyma þau fyrir hann til elliáranna, frekar en að hann forvaltaði þessa peninga sjálfur. Þennan sáttmála má ekki rjúfa. Enginn stjórnmálamaður, hvar í flokki eða skoðanahópi sem hann stendur, á að láta sér til hugar koma eignaupptöku af því tagi sem hér um ræðir. Allir þeir flokkar sem hafa átt fulltrúa á Alþingi undanfarna áratugi, hvort sem þeir eru nú utan stjórnar eða innan, hafa átt sína hlutdeild í gerð og viðhaldi þessa sáttmála launamannsins við sjóð sinn, löggjafann og ríkisvald. Því er ótrúlegt og dapurlegt að horfa á tillögur frá sumum stjórnmálaflokkanna eða áhrifamanna innan þeirra, þar sem ekki grillir í skilning á ábyrgð þeirra á sáttmálanum fyrir áfergju í almenna niðurskrift skulda. Slíkt sómir ekki, engum flokki, engum stjórnmálamanni. Sú stofnun, það stjórnvald, sem gerði öllum að leggja hluta af tekjum sínum í lífeyrissjóð, getur ekki og má ekki síðar ákveða að láta hirða þennan sparnað til annarra verkefna. Það væru griðrof. Aldrei, aldrei, má það gerast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Helstu stjórnmálamenn landsins og framámenn á ýmsum sviðum hafa undanfarna daga þingað um skuldavandann og þar á meðal reifað að lífeyrissjóðir skuli beint eða óbeint fórna hluta af eignum sínum til þess að borga fyrir almenna niðurskrift skulda. Hugleiðingarnar um aðkomu lífeyrisjóðanna eru vondar. Sjóðirnir eru eign þeirra sem í þá greiddu og enginn stjórnmálamaður getur tekið sér rétt til þess að ráðskast með þá. Ömurlegast er vitaskuld að horfa upp á að þeir sem teljast talsmenn alþýðu og launafólks skuli fást til að ræða þvílíka ósvinnu. Fráleitast og furðulegast af öllu er þegar fyrrverandi forystumenn samtaka launþega hafna ekki slíku tali umsvifalaust. Þar hverfur trúverðugleiki þeirra. Lífeyrissjóðir eru reistir á trúnaðarsambandi launafólks við stjórnvöld. Með löggjöf var launamanninum gert að trúa lífeyrissjóðnum fyrir hluta af afrakstri vinnu sinnar, hluta af launum sínum, til þess að geyma þau fyrir hann til elliáranna, frekar en að hann forvaltaði þessa peninga sjálfur. Þennan sáttmála má ekki rjúfa. Enginn stjórnmálamaður, hvar í flokki eða skoðanahópi sem hann stendur, á að láta sér til hugar koma eignaupptöku af því tagi sem hér um ræðir. Allir þeir flokkar sem hafa átt fulltrúa á Alþingi undanfarna áratugi, hvort sem þeir eru nú utan stjórnar eða innan, hafa átt sína hlutdeild í gerð og viðhaldi þessa sáttmála launamannsins við sjóð sinn, löggjafann og ríkisvald. Því er ótrúlegt og dapurlegt að horfa á tillögur frá sumum stjórnmálaflokkanna eða áhrifamanna innan þeirra, þar sem ekki grillir í skilning á ábyrgð þeirra á sáttmálanum fyrir áfergju í almenna niðurskrift skulda. Slíkt sómir ekki, engum flokki, engum stjórnmálamanni. Sú stofnun, það stjórnvald, sem gerði öllum að leggja hluta af tekjum sínum í lífeyrissjóð, getur ekki og má ekki síðar ákveða að láta hirða þennan sparnað til annarra verkefna. Það væru griðrof. Aldrei, aldrei, má það gerast.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun