Svavar Gestsson: Málfrelsisfélag góð hugmynd? Svavar Gestsson skrifar 9. apríl 2010 06:00 Ég rak tána ofan í laugina og skrifaði eina litla grein á dögunum. Þakklætið lét ekki á sér standa: „Athyglisjúkur bjálfi að mínu mati,“ sagði maður sem segist heita Karl Lars Kristjánsson. Jón Gunnar Guðmundsson sagði: „Fær þessi útbrunni kommi ekki hellingslaun fyrir að gera mistök…“ Og Einar Strand sagði: „Þeir sem klikka eru skammaðir.“ Og: „Bogga: Hvað með Indriða og Svavar? Og Þórólf? Á nú að ganga yfir þá á skítugum skónum? Þeir hafa talað máli Hollendinga og Englendinga. Verið mjög duglegir og einbeittir.“ Sem sagt ég, Indriði og Þórólfur Matthíasson við erum talsmenn Hollendinga og Englendinga. Hvað er að? Einn kallaði mig nafnlaust að vísu hluta af stofnanaveldinu. Vingjarnlegt! En þetta voru sem betur fer ekki einu viðbrögðin; nokkrir sögðust vilja stofna málfrelsisfélag og það strax. En það var reyndar í einkanótum til mín. Þeir vilja helst ekki koma fram; þeir hafa orðið fyrir persónulegum og meiðandi árásum þegar þeir hafa rekið tána ofan í umræðulaugina. Það verður að segja sannleikann. Það verður að fá að segja það fullum fetum að töfin á Icesave-málinu hefur gert þúsundir manna atvinnulausa. Það stafar af því að vextir eru hærri en ella væri. Og af því að lánsfjármögnun fæst ekki til þjóðarbúsins. Og gengið er allt of lágt. Það verður að reyna að þróa opna og heiðarlega umræðu og leiða málið til lykta; ekki með öskrum. Meðan stór hluti opinberrar umræðu stendur á öskrunum birtast svona tíðindi í blöðunum eins og í mbl.is 6. apríl: „Alþjóðlega greiningarfyrirtækið Moody‘s tilkynnti í morgun að það hefði breytt horfum fyrir lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, úr stöðugum í neikvæðar, aðallega vegna óvissunnar um Icesave-málið.“ Niðurstaða matsfyrirtækisins er því miður staðreynd; þeir sem kalla eftir rökum þurfa bara að horfa í kringum sig í staðinn fyrir að reyna að gera menn tortryggilega með hópuppnefnum. Málfrelsisfélag virðist vera brýn hugmynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Ég rak tána ofan í laugina og skrifaði eina litla grein á dögunum. Þakklætið lét ekki á sér standa: „Athyglisjúkur bjálfi að mínu mati,“ sagði maður sem segist heita Karl Lars Kristjánsson. Jón Gunnar Guðmundsson sagði: „Fær þessi útbrunni kommi ekki hellingslaun fyrir að gera mistök…“ Og Einar Strand sagði: „Þeir sem klikka eru skammaðir.“ Og: „Bogga: Hvað með Indriða og Svavar? Og Þórólf? Á nú að ganga yfir þá á skítugum skónum? Þeir hafa talað máli Hollendinga og Englendinga. Verið mjög duglegir og einbeittir.“ Sem sagt ég, Indriði og Þórólfur Matthíasson við erum talsmenn Hollendinga og Englendinga. Hvað er að? Einn kallaði mig nafnlaust að vísu hluta af stofnanaveldinu. Vingjarnlegt! En þetta voru sem betur fer ekki einu viðbrögðin; nokkrir sögðust vilja stofna málfrelsisfélag og það strax. En það var reyndar í einkanótum til mín. Þeir vilja helst ekki koma fram; þeir hafa orðið fyrir persónulegum og meiðandi árásum þegar þeir hafa rekið tána ofan í umræðulaugina. Það verður að segja sannleikann. Það verður að fá að segja það fullum fetum að töfin á Icesave-málinu hefur gert þúsundir manna atvinnulausa. Það stafar af því að vextir eru hærri en ella væri. Og af því að lánsfjármögnun fæst ekki til þjóðarbúsins. Og gengið er allt of lágt. Það verður að reyna að þróa opna og heiðarlega umræðu og leiða málið til lykta; ekki með öskrum. Meðan stór hluti opinberrar umræðu stendur á öskrunum birtast svona tíðindi í blöðunum eins og í mbl.is 6. apríl: „Alþjóðlega greiningarfyrirtækið Moody‘s tilkynnti í morgun að það hefði breytt horfum fyrir lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, úr stöðugum í neikvæðar, aðallega vegna óvissunnar um Icesave-málið.“ Niðurstaða matsfyrirtækisins er því miður staðreynd; þeir sem kalla eftir rökum þurfa bara að horfa í kringum sig í staðinn fyrir að reyna að gera menn tortryggilega með hópuppnefnum. Málfrelsisfélag virðist vera brýn hugmynd.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar