Körfubolti

Sjötta kvennaliðið til þess að breyta silfri í gull

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hildur Sigurðardótir var búin að bíða í átta ár eftir Íslandsmeistaratitilinum.
Hildur Sigurðardótir var búin að bíða í átta ár eftir Íslandsmeistaratitilinum. Mynd/Vilhelm

Kvennalið KR varð í gær sjötta kvennaliðið sem nær því að breyta silfurverðlaunum frá árinu áður í gull árið eftir. KR-konur unnu þá 84-79 sigur á Hamar í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna.

KR-konur voru búnar að tapa tvö ár í röð í lokaúrslitunum en líkt og KR-liðið fyrir ellefu árum síðan þá tókst þeim að vinna Íslandsmeistaratitilinn í þriðju tilraun.

KR-liðið fyrir ellefu árum fylgdi síðan eftir fyrsta titlinum með því að vinna titilinn tvisvar til viðbótar á næstu þremur árum á eftir.

Liðin sem hafa breytt silfri í gull:

Keflavík 1996

1995: Tapaði 0-3 fyrir Breiðabliki (silfur)

1996: Vann 3-1 sigur á KR (gull)

KR 1999

1998: Tapaði 1-3 fyrir Keflavík (silfur)

1999: Vann 3-0 sigur á Keflavík (gull)

Keflavík 2000

1999: Tapaði 0-3 fyrir KR (silfur)

2000: Vann 3-2 sigur á KR (gull)

KR 2001

2000: Tapaði 2-3 fyrir Keflavík (silfur)

2001: Vann 3-0 sigur á Keflavík (gull)

Keflavík 2008

2007: Tapaði 1-3 fyrir Haukum (silfur)

2008: Vann 3-0 sigur á KR (gull)

KR 2010

2009: Tapaði 2-3 fyrir Haukum (silfur)

2010: Vann 3-2 sigur á Hamar (gull)








Fleiri fréttir

Sjá meira


×