Blikakonur töpuðu 0-3 í fyrri leiknum á móti Juvisy Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2010 17:43 Fanndís Friðriksdóttir í leiknum í dag. Mynd/Pjetur Breiðablikskonur töpuðu 0-3 fyrir franska liðinu Juvisy Essonne á Kópavogsvelli í dag í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Franska liðið var mun sterkara liðið og baráttuglaðar Blikakonur komust lítið áleiðis í sóknarleik sínum. Róðurinn verður því þungur fyrir Breiðabliksliðið í seinni leiknum í Frakklandi eftir þrjár vikur. Það tók franska liðið ekki nema sjö mínútur að komast yfir í leiknum. Laëtitia Tonazzi sem hafði tveimur mínútum áður átt gott færi af markteig, fiskaði núna aukaspyrnu fyrir framan vítateiginn. Þar steig reynsluboltinn Sandrine Soubeyrand fram og skoraði með föstu skoti án þess að Birna Kristjansdóttir kæmi neinum vörnum við. Blikar áttu sitt besta færi í hálfleiknum eftir hornspyrnu á 23. mínútu þegar umrædd Sandrine Soubeyrand varði þrumuskot Hörpu Þorsteinsdóttur á marklínu en einhverjir vildu eflaust meina að hún hafi notað hendurnar en ekkert var þó dæmt. Franska liðið var með ágæt tök á leiknum og átti nokkrar hættulegar sóknir til viðbótar en Blikastelpur náðu ekki að nýta sér næginlega vel þegar þær fengu tækifæri á skyndisóknum. Vitlausar ákvarðanir og rangstöður sáu til þess að liðið náði ekki að skapa sér nein færi þrátt fyrir lofandi sóknir. Fyrirliðinn Sandrine Soubeyrand stýrði leiknum af miðjunni eins og hún er þekkt fyrir og franska liðið skapaði auk þess ávallt hættu í föstum leikatriðum. Birna Kristjansdóttir var mjög óörugg í Blikamarkinu framan af leik en óx ásmegin eftir því sem leið á á leikinn og varði nokkrum sinnum mjög vel í seinni hálfleiknum. Hún gerði hinsvegar slæm mistök í öðru markinu þegar hún missti að því virtist hættulaust langskot Gaëtane Thiney undir sig og í markið. Markið kom aðeins nokkrum sekúndum eftir að Blikarnir höfðu farið illa með lofandi skyndisókn en í stað þess að jafna leikinn fengu þær á sig ódýrt annað mark. Laëtitia Tonazzi innsiglaði síðan 3-0 sigur franska liðsins sem skoti utarlega úr teignum eftir að hafa fengið frábæra stungusendingu frá Sandrine Soubeyrand. Franska liðið var með góð tök á leiknum allan tímann og þrátt fyrir að Blikastúlkur hafi barist vel þá var þeim refsað með tveimur mörkum í lokin þegar þær fóru að þreytast. Seinni leikurinn fer fram í Frakklandi eftir þrjár vikur og það er lítið í stöðunni fyrir Blikaliðið en að sækja sér í góða reynslu og spila fyrir stoltið. Raunhæfur möguleiki á sæti í 16 liða úrslitunum er hinsvegar úr sögunni. Breiðablik - Juvisy Essonne 0-3Mörkin: 0-1 Sandrine Soubeyrand, aukaspyrna (7.) 0-2 Gaëtane Thiney, langskot (72.) 0-3 Laëtitia Tonazzi (78.)Tölfræðin: Skot (á mark): 1-22 (1-12) Varin skot: Birna - Audrey Malet 0 Horn: 1-10 Aukaspyrnur fengnar: 5-15 Rangstæður: 5-2Breiðablik: Birna Kristjansdóttir Ásta Eir Árnadóttir (84., Ásta Einarsdóttir) Anna Birna Þorvardardóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir Hildur Sif Hauksdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Jóna Kristín Hauksdóttir (80., Þórdís Sigfúsdóttir) Berglind Björg Þorvaldsdottir Harpa Þorsteinsdóttir (89., Sigrún Inga Ólafsdóttir) Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sjá meira
Breiðablikskonur töpuðu 0-3 fyrir franska liðinu Juvisy Essonne á Kópavogsvelli í dag í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Franska liðið var mun sterkara liðið og baráttuglaðar Blikakonur komust lítið áleiðis í sóknarleik sínum. Róðurinn verður því þungur fyrir Breiðabliksliðið í seinni leiknum í Frakklandi eftir þrjár vikur. Það tók franska liðið ekki nema sjö mínútur að komast yfir í leiknum. Laëtitia Tonazzi sem hafði tveimur mínútum áður átt gott færi af markteig, fiskaði núna aukaspyrnu fyrir framan vítateiginn. Þar steig reynsluboltinn Sandrine Soubeyrand fram og skoraði með föstu skoti án þess að Birna Kristjansdóttir kæmi neinum vörnum við. Blikar áttu sitt besta færi í hálfleiknum eftir hornspyrnu á 23. mínútu þegar umrædd Sandrine Soubeyrand varði þrumuskot Hörpu Þorsteinsdóttur á marklínu en einhverjir vildu eflaust meina að hún hafi notað hendurnar en ekkert var þó dæmt. Franska liðið var með ágæt tök á leiknum og átti nokkrar hættulegar sóknir til viðbótar en Blikastelpur náðu ekki að nýta sér næginlega vel þegar þær fengu tækifæri á skyndisóknum. Vitlausar ákvarðanir og rangstöður sáu til þess að liðið náði ekki að skapa sér nein færi þrátt fyrir lofandi sóknir. Fyrirliðinn Sandrine Soubeyrand stýrði leiknum af miðjunni eins og hún er þekkt fyrir og franska liðið skapaði auk þess ávallt hættu í föstum leikatriðum. Birna Kristjansdóttir var mjög óörugg í Blikamarkinu framan af leik en óx ásmegin eftir því sem leið á á leikinn og varði nokkrum sinnum mjög vel í seinni hálfleiknum. Hún gerði hinsvegar slæm mistök í öðru markinu þegar hún missti að því virtist hættulaust langskot Gaëtane Thiney undir sig og í markið. Markið kom aðeins nokkrum sekúndum eftir að Blikarnir höfðu farið illa með lofandi skyndisókn en í stað þess að jafna leikinn fengu þær á sig ódýrt annað mark. Laëtitia Tonazzi innsiglaði síðan 3-0 sigur franska liðsins sem skoti utarlega úr teignum eftir að hafa fengið frábæra stungusendingu frá Sandrine Soubeyrand. Franska liðið var með góð tök á leiknum allan tímann og þrátt fyrir að Blikastúlkur hafi barist vel þá var þeim refsað með tveimur mörkum í lokin þegar þær fóru að þreytast. Seinni leikurinn fer fram í Frakklandi eftir þrjár vikur og það er lítið í stöðunni fyrir Blikaliðið en að sækja sér í góða reynslu og spila fyrir stoltið. Raunhæfur möguleiki á sæti í 16 liða úrslitunum er hinsvegar úr sögunni. Breiðablik - Juvisy Essonne 0-3Mörkin: 0-1 Sandrine Soubeyrand, aukaspyrna (7.) 0-2 Gaëtane Thiney, langskot (72.) 0-3 Laëtitia Tonazzi (78.)Tölfræðin: Skot (á mark): 1-22 (1-12) Varin skot: Birna - Audrey Malet 0 Horn: 1-10 Aukaspyrnur fengnar: 5-15 Rangstæður: 5-2Breiðablik: Birna Kristjansdóttir Ásta Eir Árnadóttir (84., Ásta Einarsdóttir) Anna Birna Þorvardardóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir Hildur Sif Hauksdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Jóna Kristín Hauksdóttir (80., Þórdís Sigfúsdóttir) Berglind Björg Þorvaldsdottir Harpa Þorsteinsdóttir (89., Sigrún Inga Ólafsdóttir)
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sjá meira