Regluvæðing fjármálakerfisins 16. júní 2010 06:00 Það hefur tekið næstum tvö ár frá falli Lehman Brothers og rúm þrjú ár frá upphafi fjármálakreppunnar fyrir Bandaríkin og Evrópu að gera umbætur á regluverki á fjármálamarkaði. Það ber líklega að fagna nýlegum betrumbótum á regluverki í Bandaríkjunum og Evrópu. Það er jú allt að því almenn sátt um að orsakir fjármálakreppunnar megi rekja til afnáms regluverks, sem hófst á tímum Margaret Thatcher og Ronalds Reagan fyrir 30 árum. Óbeislaðir markaðir eru hvorki skilvirkir né stöðugir. En orrustan - og jafnvel sigurinn - hefur skilið eftir óbragð í munni. Fæstir þeirra sem bera ábyrgð á mistökum - hvort eð heldur seðlabankar Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópu eða bandaríska fjármálaráðuneytið - hafa gengist við þeim. Bandarískir bankar sem skildu eftir sig sviðna jörð í hagkerfi heimsins þráast við að grípa til nauðsynlegra aðgerða. Það sem verra er þá njóta þeir enn stuðnings frá seðlabankanum, sem hefði mátt búast við að myndi fara sér gætilegar í ljósi fyrri mistaka. Eftirlitsstofnanir hafa heilmikil ítök. Stóra spurningin er: getum við treyst þeim? Í mínum huga er svarið afdráttarlaust nei. Þess vegna verður að tengja stærri hluta af regluverkinu framhjá eftirlitsstofnunum. Það gengur ekki að útdeila eftirlitsaðilum ábyrgðinni en eftirláta þeim útfærsluna. Þetta vekur aðra spurningu: hverjum er treystandi? Í flóknum heimi fjármála hefur traustið hvílt hjá bönkunum (fyrst þeir græddu svona mikið, hlutu þeir að vera að gera eitthvað rétt!) og eftirlitsaðilum, sem margir hverjir höfðu áður starfað á fjármálamörkuðunum. Atburðir liðinna ára eru hins vegar vitni um það að bankamenn geta grætt á tá og fingri um leið og þeir grafa undan hagkerfinu og valda fyrirtækjum sínum miklu tapi. Það hefur líka sýnt sig að bankamönnum er „siðferðislega ábótavant". Dómstóll á til dæmis eftir að skera úr um hvort Goldman Sachs hafi brotið lög með því að taka stöðu gegn afurð sem fyrirtækið hafði búið til. Dómstóll fólksins hefur aftur á móti þegar kveðið upp sinn dóm um siðferðishlið sama gjörnings. Smáatriðin geta hins vegar ráðið úrslitum og erindrekar fjármálageirans hafa lagt mikið á sig til að tryggja að smáatriðin í nýjum reglunum séu vinnuveitendum þeirra í hag. Fyrir vikið líður líklega langur tími þar til við getum metið árangurinn af hverjum þeim lögum sem Bandaríkjaþing samþykkir að lokum. En skilyrðin sem lögin verða að uppfylla eru skýr: lögin verða að stemma stigu við þeim vinnubrögðum sem tefldu hagkerfi heimsins í tvísýnu, og stuðla að því að fjármálakerfið snúi sér aftur að raunverulegu hlutverki sínu - áhættustýringu, að ráðstafa fjármagni, lánveitingum (sérstaklega til smárra og meðalstórra fyrirtækja) og starfrækja skilvirkt launakerfi. Ný löggjöf mun vonandi gefa góða raun á ýmsum sviðum; afleiðuviðskipti verða færð í kauphallirnar og takmörk verða sett á verstu vinnubrögðin á íbúðalánamarkaði. Þá er útlit fyrir að hin svívirðilegu færslugjöld verði lækkuð en þau eru í raun eins konar skattur sem rennur beint í vasa kaupahéðna í stað samfélagsins. Annað er ólíklegt að nái fram að ganga: bankar sem eru of stórir til að falla eru stærra vandamál núna en fyrir kreppu. Bandarísk stjórnvöld hafa ekki sýnt kjark til að nota þau úrræði sem þau hafa heldur borgað reikninginn fyrir hluthafa og skuldabréfaeigendur. Á því verður líklega ekki breyting meðan enn eru til bankar sem eru of stórir til að falla. Það eru ýmsar leiðir til að halda aftur af óhófi stóru bankanna, til dæmis kröftug útgáfa af hinni svonefndu Volcker-reglu (sem gengur út á að skikka banka sem njóta ríkisábyrgðar að halda sig fyrst og fremst við lánveitingar). Það væri kæruleysi af stjórnvöldum að nota ekki tækifærið og breyta kerfinu. ©Project Syndicate Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það hefur tekið næstum tvö ár frá falli Lehman Brothers og rúm þrjú ár frá upphafi fjármálakreppunnar fyrir Bandaríkin og Evrópu að gera umbætur á regluverki á fjármálamarkaði. Það ber líklega að fagna nýlegum betrumbótum á regluverki í Bandaríkjunum og Evrópu. Það er jú allt að því almenn sátt um að orsakir fjármálakreppunnar megi rekja til afnáms regluverks, sem hófst á tímum Margaret Thatcher og Ronalds Reagan fyrir 30 árum. Óbeislaðir markaðir eru hvorki skilvirkir né stöðugir. En orrustan - og jafnvel sigurinn - hefur skilið eftir óbragð í munni. Fæstir þeirra sem bera ábyrgð á mistökum - hvort eð heldur seðlabankar Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópu eða bandaríska fjármálaráðuneytið - hafa gengist við þeim. Bandarískir bankar sem skildu eftir sig sviðna jörð í hagkerfi heimsins þráast við að grípa til nauðsynlegra aðgerða. Það sem verra er þá njóta þeir enn stuðnings frá seðlabankanum, sem hefði mátt búast við að myndi fara sér gætilegar í ljósi fyrri mistaka. Eftirlitsstofnanir hafa heilmikil ítök. Stóra spurningin er: getum við treyst þeim? Í mínum huga er svarið afdráttarlaust nei. Þess vegna verður að tengja stærri hluta af regluverkinu framhjá eftirlitsstofnunum. Það gengur ekki að útdeila eftirlitsaðilum ábyrgðinni en eftirláta þeim útfærsluna. Þetta vekur aðra spurningu: hverjum er treystandi? Í flóknum heimi fjármála hefur traustið hvílt hjá bönkunum (fyrst þeir græddu svona mikið, hlutu þeir að vera að gera eitthvað rétt!) og eftirlitsaðilum, sem margir hverjir höfðu áður starfað á fjármálamörkuðunum. Atburðir liðinna ára eru hins vegar vitni um það að bankamenn geta grætt á tá og fingri um leið og þeir grafa undan hagkerfinu og valda fyrirtækjum sínum miklu tapi. Það hefur líka sýnt sig að bankamönnum er „siðferðislega ábótavant". Dómstóll á til dæmis eftir að skera úr um hvort Goldman Sachs hafi brotið lög með því að taka stöðu gegn afurð sem fyrirtækið hafði búið til. Dómstóll fólksins hefur aftur á móti þegar kveðið upp sinn dóm um siðferðishlið sama gjörnings. Smáatriðin geta hins vegar ráðið úrslitum og erindrekar fjármálageirans hafa lagt mikið á sig til að tryggja að smáatriðin í nýjum reglunum séu vinnuveitendum þeirra í hag. Fyrir vikið líður líklega langur tími þar til við getum metið árangurinn af hverjum þeim lögum sem Bandaríkjaþing samþykkir að lokum. En skilyrðin sem lögin verða að uppfylla eru skýr: lögin verða að stemma stigu við þeim vinnubrögðum sem tefldu hagkerfi heimsins í tvísýnu, og stuðla að því að fjármálakerfið snúi sér aftur að raunverulegu hlutverki sínu - áhættustýringu, að ráðstafa fjármagni, lánveitingum (sérstaklega til smárra og meðalstórra fyrirtækja) og starfrækja skilvirkt launakerfi. Ný löggjöf mun vonandi gefa góða raun á ýmsum sviðum; afleiðuviðskipti verða færð í kauphallirnar og takmörk verða sett á verstu vinnubrögðin á íbúðalánamarkaði. Þá er útlit fyrir að hin svívirðilegu færslugjöld verði lækkuð en þau eru í raun eins konar skattur sem rennur beint í vasa kaupahéðna í stað samfélagsins. Annað er ólíklegt að nái fram að ganga: bankar sem eru of stórir til að falla eru stærra vandamál núna en fyrir kreppu. Bandarísk stjórnvöld hafa ekki sýnt kjark til að nota þau úrræði sem þau hafa heldur borgað reikninginn fyrir hluthafa og skuldabréfaeigendur. Á því verður líklega ekki breyting meðan enn eru til bankar sem eru of stórir til að falla. Það eru ýmsar leiðir til að halda aftur af óhófi stóru bankanna, til dæmis kröftug útgáfa af hinni svonefndu Volcker-reglu (sem gengur út á að skikka banka sem njóta ríkisábyrgðar að halda sig fyrst og fremst við lánveitingar). Það væri kæruleysi af stjórnvöldum að nota ekki tækifærið og breyta kerfinu. ©Project Syndicate
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun