Tími gerjunar 23. júní 2010 05:45 Eftir hið margumtalaða efnahagshrun hér á landi tekur við tími gerjunar. Gerjun er óvissa, eitthvað er að fæðast sem ekki er ljóst hvað úr verður. Slíkir tímar eru spennandi, stundum fálmkenndir en góðar hugmyndir koma gjarnan fram sem hægt er að byggja á. Menn þreifa sig áfram og þessi gerjunartími hjá okkur ætti að vera öllum tækifæri til að endurmeta vinnubrögð og leyfa nýjum hugmyndum að njóta sín. Líka að ræða í þaula það sem hefur verið nefnt til umbóta en ekki enn krufið nægjanlega. Þegar boðað hefur verið til stjórnlagaþings sem setja á lýðveldinu nýja stjórnarskrá, þyrfti almenn umræða að verða í samfélaginu um það hvernig hún eigi að vera. Hugmynd er um þjóðfund þúsund manna sem taki efni varðandi þingið til umræðu og leggi tillögur inn á stjórnlagaþingið. Þessi fundur á því að verða nokkurs konar kögunarhóll þaðan sem útsýn á að vera til allra átta. Hér hefur verið þingræði frá 1904 þegar við fengum ráðherra sem sat á Alþingi og bar ábyrgð gerða sinna gagnvart því. Á síðustu áratugum hefur vald ráðherra yfir þinginu keyrt úr hófi fram svo að það jafnvægi sem á að vera með löggjafarvaldi og framkvæmdarvaldi er gengið úr skorðum. Þingið hefur orðið þing ráðherranna, sem láta semja næstum öll frumvörpin og þingmannafrumvörpum fækkar stöðugt. Vald ríkisstjórnar yfir þingi kemur mjög í veg fyrir samvinnu þingmanna þvert á flokka. Öll þessi skipting í stjórn og stjórnarandstöðu er úreld í mörgum málum þó að hún hverfi aldrei enda hugmyndir um hvert stefna beri alltaf ólíkar að einhverju leyti, einnig hagsmunir. Sameiginlegt verkefni þingsins er að setja lög og Alþingi ætti að koma að því eins og best er á góðum vinnustöðum: með samvinnu þeirra sem vinna að verkefninu. Hið lága mat almennings á Alþingi er áreiðanlega mikið til komið vegna þess að þar er ekki unnið eins og á almennum vinnustöðum. Síðasta dæmið var að hrúga inn frumvörpum í þinglok sem geta ekki komið á dagskrá og ríkisstjórn skuldar þjóðinni skýringar á slíku háttalagi. Á hvaða vinnustað þætti það sæmandi að biðja starfsmenn að leysa verkefni á nokkrum dögum rétt fyrir sumarhlé en sem tæki minnst mánuð að leysa? Hvernig á þá að velja ríkisstjórn verði hún ekki til úr þingmönnum upp úr kosningum? Hugsa má sér að hún verði kosin sérstaklega til fjögurra ára og sæti ekki á Alþingi. Hópur manna kemur sér saman um stefnuskrá og býður sig fram til ríkisstjórnar á þeim grundvelli. Þeir bæru því ábyrgð gerða sinna gagnvart kjósendum og reyndar Alþingi líka þar sem ríkisstjórn á að framkvæma lögin. Þeir skiptu með sér verkum og veldu forsætisráðherra úr sínum röðum. Þá væri eðlilegt að tíu af hverjum hundrað kjósendum gætu krafist þjóðaratkvæðis um stjórnina litu þeir svo á að ríkisstjórn hefði ekki framfylgt stefnu sinni í veigamiklum málum. Þetta virðist eðlilegra og betur í samræmi við óskir fólks um nýtt Ísland en ef aðeins forsætisráðherra yrði kosinn sérstaklega og hann veldi síðan ráðherra án kosninga. Væri þessi leið farin hlyti hún að breyta verulega stöðu forseta Íslands. Hann hefði ekki lengur hlutverk við myndun ríkisstjórnar. Þar sem embættið virðist hafa glatað þeirri mynd í huga þjóðarinnar að vera sameiningartákn kæmi vel til greina að Alþingi veldi forseta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Sjá meira
Eftir hið margumtalaða efnahagshrun hér á landi tekur við tími gerjunar. Gerjun er óvissa, eitthvað er að fæðast sem ekki er ljóst hvað úr verður. Slíkir tímar eru spennandi, stundum fálmkenndir en góðar hugmyndir koma gjarnan fram sem hægt er að byggja á. Menn þreifa sig áfram og þessi gerjunartími hjá okkur ætti að vera öllum tækifæri til að endurmeta vinnubrögð og leyfa nýjum hugmyndum að njóta sín. Líka að ræða í þaula það sem hefur verið nefnt til umbóta en ekki enn krufið nægjanlega. Þegar boðað hefur verið til stjórnlagaþings sem setja á lýðveldinu nýja stjórnarskrá, þyrfti almenn umræða að verða í samfélaginu um það hvernig hún eigi að vera. Hugmynd er um þjóðfund þúsund manna sem taki efni varðandi þingið til umræðu og leggi tillögur inn á stjórnlagaþingið. Þessi fundur á því að verða nokkurs konar kögunarhóll þaðan sem útsýn á að vera til allra átta. Hér hefur verið þingræði frá 1904 þegar við fengum ráðherra sem sat á Alþingi og bar ábyrgð gerða sinna gagnvart því. Á síðustu áratugum hefur vald ráðherra yfir þinginu keyrt úr hófi fram svo að það jafnvægi sem á að vera með löggjafarvaldi og framkvæmdarvaldi er gengið úr skorðum. Þingið hefur orðið þing ráðherranna, sem láta semja næstum öll frumvörpin og þingmannafrumvörpum fækkar stöðugt. Vald ríkisstjórnar yfir þingi kemur mjög í veg fyrir samvinnu þingmanna þvert á flokka. Öll þessi skipting í stjórn og stjórnarandstöðu er úreld í mörgum málum þó að hún hverfi aldrei enda hugmyndir um hvert stefna beri alltaf ólíkar að einhverju leyti, einnig hagsmunir. Sameiginlegt verkefni þingsins er að setja lög og Alþingi ætti að koma að því eins og best er á góðum vinnustöðum: með samvinnu þeirra sem vinna að verkefninu. Hið lága mat almennings á Alþingi er áreiðanlega mikið til komið vegna þess að þar er ekki unnið eins og á almennum vinnustöðum. Síðasta dæmið var að hrúga inn frumvörpum í þinglok sem geta ekki komið á dagskrá og ríkisstjórn skuldar þjóðinni skýringar á slíku háttalagi. Á hvaða vinnustað þætti það sæmandi að biðja starfsmenn að leysa verkefni á nokkrum dögum rétt fyrir sumarhlé en sem tæki minnst mánuð að leysa? Hvernig á þá að velja ríkisstjórn verði hún ekki til úr þingmönnum upp úr kosningum? Hugsa má sér að hún verði kosin sérstaklega til fjögurra ára og sæti ekki á Alþingi. Hópur manna kemur sér saman um stefnuskrá og býður sig fram til ríkisstjórnar á þeim grundvelli. Þeir bæru því ábyrgð gerða sinna gagnvart kjósendum og reyndar Alþingi líka þar sem ríkisstjórn á að framkvæma lögin. Þeir skiptu með sér verkum og veldu forsætisráðherra úr sínum röðum. Þá væri eðlilegt að tíu af hverjum hundrað kjósendum gætu krafist þjóðaratkvæðis um stjórnina litu þeir svo á að ríkisstjórn hefði ekki framfylgt stefnu sinni í veigamiklum málum. Þetta virðist eðlilegra og betur í samræmi við óskir fólks um nýtt Ísland en ef aðeins forsætisráðherra yrði kosinn sérstaklega og hann veldi síðan ráðherra án kosninga. Væri þessi leið farin hlyti hún að breyta verulega stöðu forseta Íslands. Hann hefði ekki lengur hlutverk við myndun ríkisstjórnar. Þar sem embættið virðist hafa glatað þeirri mynd í huga þjóðarinnar að vera sameiningartákn kæmi vel til greina að Alþingi veldi forseta.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun