Álitsgerð forseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík Brynjar Níelsson skrifar 10. nóvember 2010 06:00 Þórður Gunnarsson, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, ritaði grein í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins til að skýra nánar álitsgerð sína fyrir slitastjórn Glitnis banka hf. þess efnis að íslenskir dómstólar séu illa í stakk búnir til að leysa úr jafn flóknu og umfangsmiklu máli og stefnt var fyrir dóm í New York á hendur sjö íslenskum aðilum. Jafnframt segir forseti Lagadeildar HR að það sé rangt hjá mér að hann hafi sagt að íslenskir dómstólar geti ekki leyst úr jafn viðamiklu skaðabótamáli og hér um ræðir. Í niðurlagi greinar sinnar lýsir forseti lagadeildar HR vonbrigðum með að formaður Lögmannafélagsins skuli ekki sjá sér fært að taka undir þá ályktun hans að íslenskir dómstólar séu illa undir svona mál búnir af skipulagslegum ástæðum og vegna fjárskorts og undirmönnun. Það er enginn ágreiningur á milli formanns Lögmannafélagsins og forseta Lagadeildar HR um fjölgun dómsmála á komandi misserum í tengslum við hrun bankanna. Á þeim tíma sem forseti lagadeildar ritar undir álitsgerð sína hafði heildarmálum fyrir dómi ekki fjölgað og þegar verið brugðist við fyrirsjáanlegri aukningu mála frá slitastjórnum með fjölgun dómara í héraði. Ég hef frá því snemmsumars unnið náið með starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins, fulltrúum dómstólaráðs, Dómarafélagsins og Hæstaréttar, þar sem lagt hefur verið mat á hvernig álag á dómstólana muni aukast. Hefur verið aflað upplýsinga frá slitastjórnum bankanna og sérstökum saksóknara um fjölda mála, stærð þeirra og hvenær líklegt væri að málin komi til kasta dómstólanna. Allt er þetta gert í þeim tilgangi að stjórnvöld geti brugðist við auknu álagi hjá dómstólum. Ástæðan er sú að í stjórnarskrá Íslands og í mannréttindasáttmála Evrópu sem lögfestur er á Íslandi eru ákvæði sem kveða á um réttláta málsmeðferð innan hæfilegs tíma. Þótt fyrir liggi að fjölgun verði á dómsmálum vegna slitameðferðar bankanna er ekki hægt að draga þá ályktun að fjölgun verði í öðrum tegundum mála. Þó svo að aukning eða eðli mála verði til þess að hægist á meðferð dómsmála er ekki þar með sagt að málsmeðferð brjóti gegn framangreindum reglum stjórnarskrárinnar og MSE. Með hliðsjón af framangreindum staðreyndum er undarlegt að forseti lagadeildar HR skuli draga þá ályktun að íslenskir dómstólar séu illa í stakk búnir til að leysa úr skaðabótamáli slitastjórnarinnar gegn sjömenningunum. Virðist forseti lagadeildar HR hvorki vita hvað hefur verið gert til þess að bregðast við fyrirsjáanlegri aukningu mála né hvað stjórnvöld hyggjast gera ef hætta er á að málin dragist um of á langinn. Forseti lagadeildar HR telur það rangt hjá mér að hann hafi sagt í áliti sínu að íslenskir dómstólar „geti ekki" leyst mál af þessari stærðargráðu. Hér er hártogun um hárfína merkingu orða sem skiptir engu máli í umræðunni. Í mínum huga er lítill munur á því í þessu samhengi að „vera illa í stakk búinn" og „geta ekki" leyst úr málum. Þegar lesin er álitsgerð forseta lagadeildar HR í heild sinni verður hún ekki skilin öðru vísi en svo að íslenskir dómstólar séu ekki færir um að leysa úr svona flóknu og umfangsmiklu máli af skipulagslegum ástæðum og vegna fjárskorts og undirmönnunar. Ekki veit ég hver tilgangur slitastjórnarinnar var með því að leita álits forseta lagadeildar HR um stöðu dómstólanna og getu þeirra til að leysa úr flóknum og umfangsmiklum málum. Mér vitanlega hefur forseti lagadeildar HR ekki flutt eitt einasta dómsmál svo árum skiptir eða stundað rannsóknir á stöðu dómstóla og getu þeirra til að leysa úr málum. Þó má ætla að forseti lagadeildar viti, eins og allir aðrir sem stundað hafa lögfræðistörf og kennslu, að málshraði fyrir íslenskum dómtólum er meiri en í þeim réttarríkjum sem við berum okkur saman við. Ekki er ástæða til að ætla að málshraði breytist eins og hendi sé veifað án þess að við því verði brugðist eða málsmeðferð verði ekki jafnvönduð og áður. Þar sem ég tel álit forseta lagadeildar HR rangt þótti mér rétt og skylt sem starfsmanni og þjóni íslenska réttarkerfisins að andmæla því með yfirlýsingu. Skiptir þá engu máli að ég hafði áður unnið fyrir slitastjórn Glitnis banka hf. enda þau störf ótengd efni yfirlýsingar minnar. Ég veit ekki hvað slitastjórninni og forseta lagadeildar HR gekk til með því að leggja fram þetta álit sem er til þess fallið að rýra traust og trúverðugleika íslenskra dómstóla úti í hinum stóra heimi að ófyrirsynju. Ef slitastjórnin virkilega trúir því að íslenskir dómstólar séu illa í stakk búnir til að leysa úr þessu flókna og umfangsmikla skaðabótamáli af skipulagslegum ástæðum og vegna fjárskorts og undirmönnunar verður að teljast undarlegt að hún hyggist leggja fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur önnur flókin og umfangsmikil ágreiningsmál sem komið hafa upp í tengslum við slitameðferðina í stað þess að leita úrlausna hjá dómstólum erlendis. Það kann vel að vera að einhver haldgóð rök standi til málshöfðunar slitastjórnar á hendur þessum íslensku mönnum úti í New York. Ég skal ekkert um það segja en þau rök að íslenskir dómstólar séu illa í stakk búnir til að leysa úr málinu standast ekki skoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Skoðanir Skoðun Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Þórður Gunnarsson, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, ritaði grein í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins til að skýra nánar álitsgerð sína fyrir slitastjórn Glitnis banka hf. þess efnis að íslenskir dómstólar séu illa í stakk búnir til að leysa úr jafn flóknu og umfangsmiklu máli og stefnt var fyrir dóm í New York á hendur sjö íslenskum aðilum. Jafnframt segir forseti Lagadeildar HR að það sé rangt hjá mér að hann hafi sagt að íslenskir dómstólar geti ekki leyst úr jafn viðamiklu skaðabótamáli og hér um ræðir. Í niðurlagi greinar sinnar lýsir forseti lagadeildar HR vonbrigðum með að formaður Lögmannafélagsins skuli ekki sjá sér fært að taka undir þá ályktun hans að íslenskir dómstólar séu illa undir svona mál búnir af skipulagslegum ástæðum og vegna fjárskorts og undirmönnun. Það er enginn ágreiningur á milli formanns Lögmannafélagsins og forseta Lagadeildar HR um fjölgun dómsmála á komandi misserum í tengslum við hrun bankanna. Á þeim tíma sem forseti lagadeildar ritar undir álitsgerð sína hafði heildarmálum fyrir dómi ekki fjölgað og þegar verið brugðist við fyrirsjáanlegri aukningu mála frá slitastjórnum með fjölgun dómara í héraði. Ég hef frá því snemmsumars unnið náið með starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins, fulltrúum dómstólaráðs, Dómarafélagsins og Hæstaréttar, þar sem lagt hefur verið mat á hvernig álag á dómstólana muni aukast. Hefur verið aflað upplýsinga frá slitastjórnum bankanna og sérstökum saksóknara um fjölda mála, stærð þeirra og hvenær líklegt væri að málin komi til kasta dómstólanna. Allt er þetta gert í þeim tilgangi að stjórnvöld geti brugðist við auknu álagi hjá dómstólum. Ástæðan er sú að í stjórnarskrá Íslands og í mannréttindasáttmála Evrópu sem lögfestur er á Íslandi eru ákvæði sem kveða á um réttláta málsmeðferð innan hæfilegs tíma. Þótt fyrir liggi að fjölgun verði á dómsmálum vegna slitameðferðar bankanna er ekki hægt að draga þá ályktun að fjölgun verði í öðrum tegundum mála. Þó svo að aukning eða eðli mála verði til þess að hægist á meðferð dómsmála er ekki þar með sagt að málsmeðferð brjóti gegn framangreindum reglum stjórnarskrárinnar og MSE. Með hliðsjón af framangreindum staðreyndum er undarlegt að forseti lagadeildar HR skuli draga þá ályktun að íslenskir dómstólar séu illa í stakk búnir til að leysa úr skaðabótamáli slitastjórnarinnar gegn sjömenningunum. Virðist forseti lagadeildar HR hvorki vita hvað hefur verið gert til þess að bregðast við fyrirsjáanlegri aukningu mála né hvað stjórnvöld hyggjast gera ef hætta er á að málin dragist um of á langinn. Forseti lagadeildar HR telur það rangt hjá mér að hann hafi sagt í áliti sínu að íslenskir dómstólar „geti ekki" leyst mál af þessari stærðargráðu. Hér er hártogun um hárfína merkingu orða sem skiptir engu máli í umræðunni. Í mínum huga er lítill munur á því í þessu samhengi að „vera illa í stakk búinn" og „geta ekki" leyst úr málum. Þegar lesin er álitsgerð forseta lagadeildar HR í heild sinni verður hún ekki skilin öðru vísi en svo að íslenskir dómstólar séu ekki færir um að leysa úr svona flóknu og umfangsmiklu máli af skipulagslegum ástæðum og vegna fjárskorts og undirmönnunar. Ekki veit ég hver tilgangur slitastjórnarinnar var með því að leita álits forseta lagadeildar HR um stöðu dómstólanna og getu þeirra til að leysa úr flóknum og umfangsmiklum málum. Mér vitanlega hefur forseti lagadeildar HR ekki flutt eitt einasta dómsmál svo árum skiptir eða stundað rannsóknir á stöðu dómstóla og getu þeirra til að leysa úr málum. Þó má ætla að forseti lagadeildar viti, eins og allir aðrir sem stundað hafa lögfræðistörf og kennslu, að málshraði fyrir íslenskum dómtólum er meiri en í þeim réttarríkjum sem við berum okkur saman við. Ekki er ástæða til að ætla að málshraði breytist eins og hendi sé veifað án þess að við því verði brugðist eða málsmeðferð verði ekki jafnvönduð og áður. Þar sem ég tel álit forseta lagadeildar HR rangt þótti mér rétt og skylt sem starfsmanni og þjóni íslenska réttarkerfisins að andmæla því með yfirlýsingu. Skiptir þá engu máli að ég hafði áður unnið fyrir slitastjórn Glitnis banka hf. enda þau störf ótengd efni yfirlýsingar minnar. Ég veit ekki hvað slitastjórninni og forseta lagadeildar HR gekk til með því að leggja fram þetta álit sem er til þess fallið að rýra traust og trúverðugleika íslenskra dómstóla úti í hinum stóra heimi að ófyrirsynju. Ef slitastjórnin virkilega trúir því að íslenskir dómstólar séu illa í stakk búnir til að leysa úr þessu flókna og umfangsmikla skaðabótamáli af skipulagslegum ástæðum og vegna fjárskorts og undirmönnunar verður að teljast undarlegt að hún hyggist leggja fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur önnur flókin og umfangsmikil ágreiningsmál sem komið hafa upp í tengslum við slitameðferðina í stað þess að leita úrlausna hjá dómstólum erlendis. Það kann vel að vera að einhver haldgóð rök standi til málshöfðunar slitastjórnar á hendur þessum íslensku mönnum úti í New York. Ég skal ekkert um það segja en þau rök að íslenskir dómstólar séu illa í stakk búnir til að leysa úr málinu standast ekki skoðun.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun