Arnar Grant í pústrum á prótínmarkaði 19. maí 2010 07:00 Arnar Grant og Ívar Guðmundsson eru á bak við prótíndrykkinn Hámark. Arnar efast um að MS geti kallað Hleðslu prótíndrykk. Guðný Steinsdóttir hjá MS vísar ummælum Arnars á bug og bendir á næringarupplýsingarnar máli sínu til stuðnings. „Við lítum á Hleðslu sem jógúrtdrykk - hann er súr. Prótíndrykkir eiga ekki að vera súrir," segir fitnessmeistarinn Arnar Grant, sem er á bak við prótíndrykkinn Hámark ásamt útvarpsmanninum Ívari Guðmundssyni. Um síðustu helgi birtust auglýsingar frá MS um að Hleðsla væri vinsælasti prótíndrykkur landsins. Arnar og Ívar auglýsa einnig um þessar mundir að Hámark sé vinsælasti prótíndrykkur landsins. Arnar er undrandi á auglýsingum MS og segir að Hleðsla hafi hingað til ekki verið markaðssett sem prótíndrykkur heldur íþróttadrykkur. Þá fullyrðir hann að Hámark hafi selst meira á árinu, en auglýsingar MS miðast við tímabilið 1. febrúar til 28. mars. „Það stendur hvergi utan á drykknum hjá þeim að hann sé prótíndrykkur," segir Arnar. „Þannig að mér fannst þetta ágætisauglýsing fyrir okkur, sem auglýsum okkar drykk sem prótíndrykk. Mínar ráðleggingar til þeirra væru að skipta um umbúðir í samræmi við auglýsingarnar." Ingó Veðurguð er meðal þeirra sem hafa birst í vel heppnuðum auglýsingum fyrir Hámark. Egill Gillzenegger er á meðal þeirra sem auglýsa Hleðslu. Arnar segir þá hefð ríkja að um 10 prósent prótíndrykkja séu prótín. „Þegar hlutfall af prótíni í drykknum er svona lágt eins og hjá þeim þá er tæpast hægt að kalla drykkinn prótíndrykk," segir hann. „Við erum með hærra magn af prótíni í okkar drykk og getum þess vegna staðið undir því að kalla hann prótíndrykk." Arnar bætir við að 25 grömm af prótíni séu í Hámarki eða 10% af innihaldi drykkjarins. Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS, vísar ummælum Arnars á bug og segir Hleðslu innihalda 22 grömm af mysuprótín. „Við fórum þá leið að tala um íþróttadrykki því að það eru kannski fleiri sem skilja það hugtak en prótíndrykk," segir hún. „Ef þú lest utan á umbúðirnar eða ferð inn á heimasíðuna okkar þá sérðu að Hleðsla er prótíndrykkur. Það er alveg á hreinu." Hleðsla frá MS kom inn á markaðinn með miklum látum á sínum tíma og á meðal þeirra sem leika í auglýsingum fyrir drykkinn eru hinn tröllvaxni Egill Gillzenegger og handboltakappinn Snorri Steinn Guðjónsson. En óttast Arnar samkeppnina? „Við erum að auka við okkar sölu, þannig að þetta er að stækka markhópinn og við fögnum samkeppni," segir hann. „Hins vegar höfum við ekki burði í að fara í mikla samkeppni. Við erum að keppa við stórfyrirtæki sem er ríkisstyrkt. Við eigum rosa lítinn séns í það." atlifannar@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Fleiri fréttir Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Sjá meira
„Við lítum á Hleðslu sem jógúrtdrykk - hann er súr. Prótíndrykkir eiga ekki að vera súrir," segir fitnessmeistarinn Arnar Grant, sem er á bak við prótíndrykkinn Hámark ásamt útvarpsmanninum Ívari Guðmundssyni. Um síðustu helgi birtust auglýsingar frá MS um að Hleðsla væri vinsælasti prótíndrykkur landsins. Arnar og Ívar auglýsa einnig um þessar mundir að Hámark sé vinsælasti prótíndrykkur landsins. Arnar er undrandi á auglýsingum MS og segir að Hleðsla hafi hingað til ekki verið markaðssett sem prótíndrykkur heldur íþróttadrykkur. Þá fullyrðir hann að Hámark hafi selst meira á árinu, en auglýsingar MS miðast við tímabilið 1. febrúar til 28. mars. „Það stendur hvergi utan á drykknum hjá þeim að hann sé prótíndrykkur," segir Arnar. „Þannig að mér fannst þetta ágætisauglýsing fyrir okkur, sem auglýsum okkar drykk sem prótíndrykk. Mínar ráðleggingar til þeirra væru að skipta um umbúðir í samræmi við auglýsingarnar." Ingó Veðurguð er meðal þeirra sem hafa birst í vel heppnuðum auglýsingum fyrir Hámark. Egill Gillzenegger er á meðal þeirra sem auglýsa Hleðslu. Arnar segir þá hefð ríkja að um 10 prósent prótíndrykkja séu prótín. „Þegar hlutfall af prótíni í drykknum er svona lágt eins og hjá þeim þá er tæpast hægt að kalla drykkinn prótíndrykk," segir hann. „Við erum með hærra magn af prótíni í okkar drykk og getum þess vegna staðið undir því að kalla hann prótíndrykk." Arnar bætir við að 25 grömm af prótíni séu í Hámarki eða 10% af innihaldi drykkjarins. Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS, vísar ummælum Arnars á bug og segir Hleðslu innihalda 22 grömm af mysuprótín. „Við fórum þá leið að tala um íþróttadrykki því að það eru kannski fleiri sem skilja það hugtak en prótíndrykk," segir hún. „Ef þú lest utan á umbúðirnar eða ferð inn á heimasíðuna okkar þá sérðu að Hleðsla er prótíndrykkur. Það er alveg á hreinu." Hleðsla frá MS kom inn á markaðinn með miklum látum á sínum tíma og á meðal þeirra sem leika í auglýsingum fyrir drykkinn eru hinn tröllvaxni Egill Gillzenegger og handboltakappinn Snorri Steinn Guðjónsson. En óttast Arnar samkeppnina? „Við erum að auka við okkar sölu, þannig að þetta er að stækka markhópinn og við fögnum samkeppni," segir hann. „Hins vegar höfum við ekki burði í að fara í mikla samkeppni. Við erum að keppa við stórfyrirtæki sem er ríkisstyrkt. Við eigum rosa lítinn séns í það." atlifannar@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Fleiri fréttir Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Sjá meira