Arnar Grant í pústrum á prótínmarkaði 19. maí 2010 07:00 Arnar Grant og Ívar Guðmundsson eru á bak við prótíndrykkinn Hámark. Arnar efast um að MS geti kallað Hleðslu prótíndrykk. Guðný Steinsdóttir hjá MS vísar ummælum Arnars á bug og bendir á næringarupplýsingarnar máli sínu til stuðnings. „Við lítum á Hleðslu sem jógúrtdrykk - hann er súr. Prótíndrykkir eiga ekki að vera súrir," segir fitnessmeistarinn Arnar Grant, sem er á bak við prótíndrykkinn Hámark ásamt útvarpsmanninum Ívari Guðmundssyni. Um síðustu helgi birtust auglýsingar frá MS um að Hleðsla væri vinsælasti prótíndrykkur landsins. Arnar og Ívar auglýsa einnig um þessar mundir að Hámark sé vinsælasti prótíndrykkur landsins. Arnar er undrandi á auglýsingum MS og segir að Hleðsla hafi hingað til ekki verið markaðssett sem prótíndrykkur heldur íþróttadrykkur. Þá fullyrðir hann að Hámark hafi selst meira á árinu, en auglýsingar MS miðast við tímabilið 1. febrúar til 28. mars. „Það stendur hvergi utan á drykknum hjá þeim að hann sé prótíndrykkur," segir Arnar. „Þannig að mér fannst þetta ágætisauglýsing fyrir okkur, sem auglýsum okkar drykk sem prótíndrykk. Mínar ráðleggingar til þeirra væru að skipta um umbúðir í samræmi við auglýsingarnar." Ingó Veðurguð er meðal þeirra sem hafa birst í vel heppnuðum auglýsingum fyrir Hámark. Egill Gillzenegger er á meðal þeirra sem auglýsa Hleðslu. Arnar segir þá hefð ríkja að um 10 prósent prótíndrykkja séu prótín. „Þegar hlutfall af prótíni í drykknum er svona lágt eins og hjá þeim þá er tæpast hægt að kalla drykkinn prótíndrykk," segir hann. „Við erum með hærra magn af prótíni í okkar drykk og getum þess vegna staðið undir því að kalla hann prótíndrykk." Arnar bætir við að 25 grömm af prótíni séu í Hámarki eða 10% af innihaldi drykkjarins. Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS, vísar ummælum Arnars á bug og segir Hleðslu innihalda 22 grömm af mysuprótín. „Við fórum þá leið að tala um íþróttadrykki því að það eru kannski fleiri sem skilja það hugtak en prótíndrykk," segir hún. „Ef þú lest utan á umbúðirnar eða ferð inn á heimasíðuna okkar þá sérðu að Hleðsla er prótíndrykkur. Það er alveg á hreinu." Hleðsla frá MS kom inn á markaðinn með miklum látum á sínum tíma og á meðal þeirra sem leika í auglýsingum fyrir drykkinn eru hinn tröllvaxni Egill Gillzenegger og handboltakappinn Snorri Steinn Guðjónsson. En óttast Arnar samkeppnina? „Við erum að auka við okkar sölu, þannig að þetta er að stækka markhópinn og við fögnum samkeppni," segir hann. „Hins vegar höfum við ekki burði í að fara í mikla samkeppni. Við erum að keppa við stórfyrirtæki sem er ríkisstyrkt. Við eigum rosa lítinn séns í það." atlifannar@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
„Við lítum á Hleðslu sem jógúrtdrykk - hann er súr. Prótíndrykkir eiga ekki að vera súrir," segir fitnessmeistarinn Arnar Grant, sem er á bak við prótíndrykkinn Hámark ásamt útvarpsmanninum Ívari Guðmundssyni. Um síðustu helgi birtust auglýsingar frá MS um að Hleðsla væri vinsælasti prótíndrykkur landsins. Arnar og Ívar auglýsa einnig um þessar mundir að Hámark sé vinsælasti prótíndrykkur landsins. Arnar er undrandi á auglýsingum MS og segir að Hleðsla hafi hingað til ekki verið markaðssett sem prótíndrykkur heldur íþróttadrykkur. Þá fullyrðir hann að Hámark hafi selst meira á árinu, en auglýsingar MS miðast við tímabilið 1. febrúar til 28. mars. „Það stendur hvergi utan á drykknum hjá þeim að hann sé prótíndrykkur," segir Arnar. „Þannig að mér fannst þetta ágætisauglýsing fyrir okkur, sem auglýsum okkar drykk sem prótíndrykk. Mínar ráðleggingar til þeirra væru að skipta um umbúðir í samræmi við auglýsingarnar." Ingó Veðurguð er meðal þeirra sem hafa birst í vel heppnuðum auglýsingum fyrir Hámark. Egill Gillzenegger er á meðal þeirra sem auglýsa Hleðslu. Arnar segir þá hefð ríkja að um 10 prósent prótíndrykkja séu prótín. „Þegar hlutfall af prótíni í drykknum er svona lágt eins og hjá þeim þá er tæpast hægt að kalla drykkinn prótíndrykk," segir hann. „Við erum með hærra magn af prótíni í okkar drykk og getum þess vegna staðið undir því að kalla hann prótíndrykk." Arnar bætir við að 25 grömm af prótíni séu í Hámarki eða 10% af innihaldi drykkjarins. Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS, vísar ummælum Arnars á bug og segir Hleðslu innihalda 22 grömm af mysuprótín. „Við fórum þá leið að tala um íþróttadrykki því að það eru kannski fleiri sem skilja það hugtak en prótíndrykk," segir hún. „Ef þú lest utan á umbúðirnar eða ferð inn á heimasíðuna okkar þá sérðu að Hleðsla er prótíndrykkur. Það er alveg á hreinu." Hleðsla frá MS kom inn á markaðinn með miklum látum á sínum tíma og á meðal þeirra sem leika í auglýsingum fyrir drykkinn eru hinn tröllvaxni Egill Gillzenegger og handboltakappinn Snorri Steinn Guðjónsson. En óttast Arnar samkeppnina? „Við erum að auka við okkar sölu, þannig að þetta er að stækka markhópinn og við fögnum samkeppni," segir hann. „Hins vegar höfum við ekki burði í að fara í mikla samkeppni. Við erum að keppa við stórfyrirtæki sem er ríkisstyrkt. Við eigum rosa lítinn séns í það." atlifannar@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira