Einföld lausn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. nóvember 2010 05:30 Fréttablaðið sagði í gær frá svartri skýrslu Umhverfisstofnunar um ástand friðlýstra svæða víða um land. Mörg líða þau fyrir sívaxandi átroðning ferðamanna og slæma umgengni. Víða er gæzla og eftirlit, þjónusta og gerð stíga og girðinga til að vernda náttúruminjarnar mjög af skornum skammti. Umhverfisstofnun telur að grípa verði til tafarlausra aðgerða til að hindra meiri skemmdir á níu svæðum. Efst á lista sinn setur stofnunin Gullfoss og Geysi, Teigarhorn og friðlandið að Fjallabaki. Þá koma Reykjanesfólkvangur, Grábrókargígar og Hveravellir og loks Surtarbrandsgil, Helgustaðanáma og Dyrhólaey. Þessar niðurstöður koma ekki nokkurn skapaðan hlut á óvart. Það hefur legið fyrir um árabil að ýmsar fallegustu náttúruperlur landsins liggja undir skemmdum vegna ágangs ferðamanna. Ferðamönnunum hefur fjölgað um tugi þúsunda árlega, en litlir sem engir peningar hafa verið settir í að gera friðlýstum svæðum til góða. Því er spáð að eftir tíu ár komi milljón ferðamanna hingað til lands árlega. Tæplega 70% ferðamanna sem hingað koma heimsækja Gullfoss og Geysi. Hvernig ætlum við að taka á móti 700.000 manns á því viðkvæma svæði? Lausnin á þessum vanda hefur sömuleiðis legið í augum uppi í mörg ár. Hún er að taka gjald af ferðamönnum sem skoða vinsælar náttúruperlur og nota tekjurnar til að bæta eftirlit, aðstöðu og þjónustu. Þetta gera allar sæmilega þróaðar þjóðir og allir sæmilega þróaðir ferðamenn borga slíkan aðgangseyri með glöðu geði, enda skilja þeir að það kostar peninga að veita aðgang að friðlýstum svæðum og umgangast þau þannig að þau liggi ekki undir skemmdum. Einhverra hluta vegna hefur gjaldtaka af þessu tagi verið hálfgert tabú hér á landi og stjórnmálamenn hafa aldrei þorað að taka um hana ákvörðun. Ferðaþjónustan hefur beitt sér gegn gjaldtökunni af undarlegri skammsýni. Það liggur í augum uppi að ef náttúruperlur Íslands verða átroðningi og sóðaskap að bráð, skaðar það hagsmuni ferðaþjónustunnar til frambúðar. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir í Fréttablaðinu í gær að skapa verði tekjustofn til að sinna friðlýstum svæðum betur. Hún segist þar horfa fyrst og fremst til komugjalda, sem lögð verði á ferðamenn sem komi inn í landið. Það er hins vegar ekki mjög sanngjörn gjaldtaka. Margir ferðamenn sem hingað koma hafa engan áhuga á Gullfossi, Geysi og hinum náttúruperlunum og halda sig kannski bara á djamminu í 101 Reykjavík. Af hverju ættu þeir að borga fyrir náttúruunnendurna? Því svarar sjálfsagt einhver að sums staðar sé auðvelt að taka aðgangseyri, en annars staðar flókið. Til er einföld lausn á því vandamáli; að taka gjald þar sem það er auðvelt og sleppa því þar sem það er erfitt en láta tekjurnar renna til þeirra staða þar sem þörfin er mest. Það er kominn tími til að menn hætti að mikla þetta mál fyrir sér og fari einföldu, augljósu leiðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Fréttablaðið sagði í gær frá svartri skýrslu Umhverfisstofnunar um ástand friðlýstra svæða víða um land. Mörg líða þau fyrir sívaxandi átroðning ferðamanna og slæma umgengni. Víða er gæzla og eftirlit, þjónusta og gerð stíga og girðinga til að vernda náttúruminjarnar mjög af skornum skammti. Umhverfisstofnun telur að grípa verði til tafarlausra aðgerða til að hindra meiri skemmdir á níu svæðum. Efst á lista sinn setur stofnunin Gullfoss og Geysi, Teigarhorn og friðlandið að Fjallabaki. Þá koma Reykjanesfólkvangur, Grábrókargígar og Hveravellir og loks Surtarbrandsgil, Helgustaðanáma og Dyrhólaey. Þessar niðurstöður koma ekki nokkurn skapaðan hlut á óvart. Það hefur legið fyrir um árabil að ýmsar fallegustu náttúruperlur landsins liggja undir skemmdum vegna ágangs ferðamanna. Ferðamönnunum hefur fjölgað um tugi þúsunda árlega, en litlir sem engir peningar hafa verið settir í að gera friðlýstum svæðum til góða. Því er spáð að eftir tíu ár komi milljón ferðamanna hingað til lands árlega. Tæplega 70% ferðamanna sem hingað koma heimsækja Gullfoss og Geysi. Hvernig ætlum við að taka á móti 700.000 manns á því viðkvæma svæði? Lausnin á þessum vanda hefur sömuleiðis legið í augum uppi í mörg ár. Hún er að taka gjald af ferðamönnum sem skoða vinsælar náttúruperlur og nota tekjurnar til að bæta eftirlit, aðstöðu og þjónustu. Þetta gera allar sæmilega þróaðar þjóðir og allir sæmilega þróaðir ferðamenn borga slíkan aðgangseyri með glöðu geði, enda skilja þeir að það kostar peninga að veita aðgang að friðlýstum svæðum og umgangast þau þannig að þau liggi ekki undir skemmdum. Einhverra hluta vegna hefur gjaldtaka af þessu tagi verið hálfgert tabú hér á landi og stjórnmálamenn hafa aldrei þorað að taka um hana ákvörðun. Ferðaþjónustan hefur beitt sér gegn gjaldtökunni af undarlegri skammsýni. Það liggur í augum uppi að ef náttúruperlur Íslands verða átroðningi og sóðaskap að bráð, skaðar það hagsmuni ferðaþjónustunnar til frambúðar. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir í Fréttablaðinu í gær að skapa verði tekjustofn til að sinna friðlýstum svæðum betur. Hún segist þar horfa fyrst og fremst til komugjalda, sem lögð verði á ferðamenn sem komi inn í landið. Það er hins vegar ekki mjög sanngjörn gjaldtaka. Margir ferðamenn sem hingað koma hafa engan áhuga á Gullfossi, Geysi og hinum náttúruperlunum og halda sig kannski bara á djamminu í 101 Reykjavík. Af hverju ættu þeir að borga fyrir náttúruunnendurna? Því svarar sjálfsagt einhver að sums staðar sé auðvelt að taka aðgangseyri, en annars staðar flókið. Til er einföld lausn á því vandamáli; að taka gjald þar sem það er auðvelt og sleppa því þar sem það er erfitt en láta tekjurnar renna til þeirra staða þar sem þörfin er mest. Það er kominn tími til að menn hætti að mikla þetta mál fyrir sér og fari einföldu, augljósu leiðina.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun