Kosið um álver og stjórnlagaþing? 5. október 2010 06:00 Aukin framleiðsluaukning og nýjar fjárfestingar álversins í Straumsvík hafa nýlega verið kynntar og er sannarlega um að ræða góðar fréttir fyrir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf. Rúmlega 600 ný störf verða til á framkvæmdatímanum; einkum fyrir iðnaðarmenn, verkfræðinga, tæknifræðinga og verkafólk. Heildarfjárfesting álversins nemur um 55 milljörðum króna. Þessar staðreyndir munu hafa mikil áhrif og verða dýrmæt innspýting í íslenskt samfélag, ekki síst nú þegar uppbygging í atvinnulífinu er grundvallarforsenda þess að efnhagslífið rétti úr kútnum. Forsvarsmenn álversins segja þessi nýju verkefni og raforkusamninga styrkja álverið og treysta starfsemi þess til framtíðar. Þeir sem fara með stjórnartaumana í landinu um þessar mundir hafa nú ekki beinlínis skapað bestu aðstæður til atvinnuuppbyggingar eða gert fyrirtækjum í samkeppni auðveldara fyrir að halda velli eða dafna í því árferði sem nú er. Rétt eins og fyrir þremur árum þegar meirihluti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði setti fótinn fyrir stækkunaráform og atvinnuuppbyggingu álversins í Straumsvík með því að skipta um kúrs í miðjum undirbúningi stækkunarinnar og boða til íbúakosningar þar um. Ekki fyrsta dæmið um hin svokölluðu „klækjastjórnmál" Samfylkingarinnar. Það skyldi gert í ljósi mikillar lýðræðisástar bæjaryfirvalda og samþykkta Hafnarfjarðarkaupstaðar sem gerðu ráð fyrir því að íbúar gætu kosið um mikilvæg málefni bæjarfélagsins. Við þekkjum niðurstöðuna úr þeim kosningum, þar sem mjótt var á mununum, en í samþykktum Hafnarfjarðar var einnig gert ráð fyrir að bæjarbúar gætu sjálfir farið fram á íbúakosningu ef tilskilinn fjöldi íbúa væri þar að baki. Fyrir nokkrum mánuðum bárust bæjaryfirvöldum undirskriftarlistar þúsunda bæjarbúa þar sem farið var fram á að íbúakosningin yrði endurtekin. Skemmst er frá því að segja að undirskriftirnar eru enn á borði bæjarstjóra. Lýðræðinu sem íbúum Hafnarfjarðar er boðið uppá í samþykktum og hátíðarræðum, hefur ekki verið fullnægt. Nú standa kosningar til stjórnlagaþings fyrir dyrum í sveitarfélögum landsins. Við sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar höfum lagt til að íbúakosning um deiliskipulag við Straumsvík fari fram um leið. Þar með yrði kröfum þúsunda bæjarbúa svarað og málið afgreitt af hálfu bæjarins. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort meirihlutinn hafi kjark til að samþykkja tillögu okkar sjálfstæðismanna og verða við lýðræðisóskum bæjarbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Guðbjartsdóttir Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Aukin framleiðsluaukning og nýjar fjárfestingar álversins í Straumsvík hafa nýlega verið kynntar og er sannarlega um að ræða góðar fréttir fyrir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf. Rúmlega 600 ný störf verða til á framkvæmdatímanum; einkum fyrir iðnaðarmenn, verkfræðinga, tæknifræðinga og verkafólk. Heildarfjárfesting álversins nemur um 55 milljörðum króna. Þessar staðreyndir munu hafa mikil áhrif og verða dýrmæt innspýting í íslenskt samfélag, ekki síst nú þegar uppbygging í atvinnulífinu er grundvallarforsenda þess að efnhagslífið rétti úr kútnum. Forsvarsmenn álversins segja þessi nýju verkefni og raforkusamninga styrkja álverið og treysta starfsemi þess til framtíðar. Þeir sem fara með stjórnartaumana í landinu um þessar mundir hafa nú ekki beinlínis skapað bestu aðstæður til atvinnuuppbyggingar eða gert fyrirtækjum í samkeppni auðveldara fyrir að halda velli eða dafna í því árferði sem nú er. Rétt eins og fyrir þremur árum þegar meirihluti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði setti fótinn fyrir stækkunaráform og atvinnuuppbyggingu álversins í Straumsvík með því að skipta um kúrs í miðjum undirbúningi stækkunarinnar og boða til íbúakosningar þar um. Ekki fyrsta dæmið um hin svokölluðu „klækjastjórnmál" Samfylkingarinnar. Það skyldi gert í ljósi mikillar lýðræðisástar bæjaryfirvalda og samþykkta Hafnarfjarðarkaupstaðar sem gerðu ráð fyrir því að íbúar gætu kosið um mikilvæg málefni bæjarfélagsins. Við þekkjum niðurstöðuna úr þeim kosningum, þar sem mjótt var á mununum, en í samþykktum Hafnarfjarðar var einnig gert ráð fyrir að bæjarbúar gætu sjálfir farið fram á íbúakosningu ef tilskilinn fjöldi íbúa væri þar að baki. Fyrir nokkrum mánuðum bárust bæjaryfirvöldum undirskriftarlistar þúsunda bæjarbúa þar sem farið var fram á að íbúakosningin yrði endurtekin. Skemmst er frá því að segja að undirskriftirnar eru enn á borði bæjarstjóra. Lýðræðinu sem íbúum Hafnarfjarðar er boðið uppá í samþykktum og hátíðarræðum, hefur ekki verið fullnægt. Nú standa kosningar til stjórnlagaþings fyrir dyrum í sveitarfélögum landsins. Við sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar höfum lagt til að íbúakosning um deiliskipulag við Straumsvík fari fram um leið. Þar með yrði kröfum þúsunda bæjarbúa svarað og málið afgreitt af hálfu bæjarins. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort meirihlutinn hafi kjark til að samþykkja tillögu okkar sjálfstæðismanna og verða við lýðræðisóskum bæjarbúa.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun