Kosið um álver og stjórnlagaþing? 5. október 2010 06:00 Aukin framleiðsluaukning og nýjar fjárfestingar álversins í Straumsvík hafa nýlega verið kynntar og er sannarlega um að ræða góðar fréttir fyrir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf. Rúmlega 600 ný störf verða til á framkvæmdatímanum; einkum fyrir iðnaðarmenn, verkfræðinga, tæknifræðinga og verkafólk. Heildarfjárfesting álversins nemur um 55 milljörðum króna. Þessar staðreyndir munu hafa mikil áhrif og verða dýrmæt innspýting í íslenskt samfélag, ekki síst nú þegar uppbygging í atvinnulífinu er grundvallarforsenda þess að efnhagslífið rétti úr kútnum. Forsvarsmenn álversins segja þessi nýju verkefni og raforkusamninga styrkja álverið og treysta starfsemi þess til framtíðar. Þeir sem fara með stjórnartaumana í landinu um þessar mundir hafa nú ekki beinlínis skapað bestu aðstæður til atvinnuuppbyggingar eða gert fyrirtækjum í samkeppni auðveldara fyrir að halda velli eða dafna í því árferði sem nú er. Rétt eins og fyrir þremur árum þegar meirihluti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði setti fótinn fyrir stækkunaráform og atvinnuuppbyggingu álversins í Straumsvík með því að skipta um kúrs í miðjum undirbúningi stækkunarinnar og boða til íbúakosningar þar um. Ekki fyrsta dæmið um hin svokölluðu „klækjastjórnmál" Samfylkingarinnar. Það skyldi gert í ljósi mikillar lýðræðisástar bæjaryfirvalda og samþykkta Hafnarfjarðarkaupstaðar sem gerðu ráð fyrir því að íbúar gætu kosið um mikilvæg málefni bæjarfélagsins. Við þekkjum niðurstöðuna úr þeim kosningum, þar sem mjótt var á mununum, en í samþykktum Hafnarfjarðar var einnig gert ráð fyrir að bæjarbúar gætu sjálfir farið fram á íbúakosningu ef tilskilinn fjöldi íbúa væri þar að baki. Fyrir nokkrum mánuðum bárust bæjaryfirvöldum undirskriftarlistar þúsunda bæjarbúa þar sem farið var fram á að íbúakosningin yrði endurtekin. Skemmst er frá því að segja að undirskriftirnar eru enn á borði bæjarstjóra. Lýðræðinu sem íbúum Hafnarfjarðar er boðið uppá í samþykktum og hátíðarræðum, hefur ekki verið fullnægt. Nú standa kosningar til stjórnlagaþings fyrir dyrum í sveitarfélögum landsins. Við sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar höfum lagt til að íbúakosning um deiliskipulag við Straumsvík fari fram um leið. Þar með yrði kröfum þúsunda bæjarbúa svarað og málið afgreitt af hálfu bæjarins. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort meirihlutinn hafi kjark til að samþykkja tillögu okkar sjálfstæðismanna og verða við lýðræðisóskum bæjarbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Guðbjartsdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Aukin framleiðsluaukning og nýjar fjárfestingar álversins í Straumsvík hafa nýlega verið kynntar og er sannarlega um að ræða góðar fréttir fyrir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf. Rúmlega 600 ný störf verða til á framkvæmdatímanum; einkum fyrir iðnaðarmenn, verkfræðinga, tæknifræðinga og verkafólk. Heildarfjárfesting álversins nemur um 55 milljörðum króna. Þessar staðreyndir munu hafa mikil áhrif og verða dýrmæt innspýting í íslenskt samfélag, ekki síst nú þegar uppbygging í atvinnulífinu er grundvallarforsenda þess að efnhagslífið rétti úr kútnum. Forsvarsmenn álversins segja þessi nýju verkefni og raforkusamninga styrkja álverið og treysta starfsemi þess til framtíðar. Þeir sem fara með stjórnartaumana í landinu um þessar mundir hafa nú ekki beinlínis skapað bestu aðstæður til atvinnuuppbyggingar eða gert fyrirtækjum í samkeppni auðveldara fyrir að halda velli eða dafna í því árferði sem nú er. Rétt eins og fyrir þremur árum þegar meirihluti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði setti fótinn fyrir stækkunaráform og atvinnuuppbyggingu álversins í Straumsvík með því að skipta um kúrs í miðjum undirbúningi stækkunarinnar og boða til íbúakosningar þar um. Ekki fyrsta dæmið um hin svokölluðu „klækjastjórnmál" Samfylkingarinnar. Það skyldi gert í ljósi mikillar lýðræðisástar bæjaryfirvalda og samþykkta Hafnarfjarðarkaupstaðar sem gerðu ráð fyrir því að íbúar gætu kosið um mikilvæg málefni bæjarfélagsins. Við þekkjum niðurstöðuna úr þeim kosningum, þar sem mjótt var á mununum, en í samþykktum Hafnarfjarðar var einnig gert ráð fyrir að bæjarbúar gætu sjálfir farið fram á íbúakosningu ef tilskilinn fjöldi íbúa væri þar að baki. Fyrir nokkrum mánuðum bárust bæjaryfirvöldum undirskriftarlistar þúsunda bæjarbúa þar sem farið var fram á að íbúakosningin yrði endurtekin. Skemmst er frá því að segja að undirskriftirnar eru enn á borði bæjarstjóra. Lýðræðinu sem íbúum Hafnarfjarðar er boðið uppá í samþykktum og hátíðarræðum, hefur ekki verið fullnægt. Nú standa kosningar til stjórnlagaþings fyrir dyrum í sveitarfélögum landsins. Við sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar höfum lagt til að íbúakosning um deiliskipulag við Straumsvík fari fram um leið. Þar með yrði kröfum þúsunda bæjarbúa svarað og málið afgreitt af hálfu bæjarins. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort meirihlutinn hafi kjark til að samþykkja tillögu okkar sjálfstæðismanna og verða við lýðræðisóskum bæjarbúa.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar